Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 82
Kauptúni og Kringlunni | S. 566 7070 | www.habitat.is Opið laugardag kl. 11–17 og sunnudag kl. 13–17.
JÓLAVÖRURNAR 2012 KOMNAR
30% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM KeRTUM
Og JÓLASeRíUM
30%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
KeRTUM
MiKið
úRVAL AF
FALLegU
JÓLSKRAUTi
Og gJÖFUM
30%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
JÓLASeRíUM
tilboðið gildir til
sunnudagsins 2. desember
Fyrsta plata hljómsveitar-
innar Grasasna, Til í tuskið,
er komin út. Sveitina skipa
þeir Steinar Berg Ísleifs-
son sem spilar á kassagítar,
Sigurþór Kristjánsson sem
trommar og leikur á slagverk,
Gunnar Ringsted sem spilar á
kassagítar og rafmagnsgítar
og Halldór Hólm Kristjánsson
bassaleikari. Allir syngja þeir
að auki.
Lögin á plötunni eru flest
erlend og koma frá ýmsum
tímum. Þau elstu eru meira
en aldargömul og þau nýjustu
eru frumsamin. Textarnir eru
flestir eftir Steinar Berg en
Bjartmar Hannesson kemur
einnig að liði ásamt því að sótt
er í ljóðasafn Steins Steinarrs.
Fjölmargir gestasöngvarar
og aðrir hljóðfæraleikarar
lögðu Grasösnum lið við upp-
tökur á plötunni. Þar á meðal
eru Bjartmar Guðlaugsson,
Kristjana Stefánsdóttir, Mar-
grét Eir Hjartardóttir og Helgi
Pétursson.
Grasasnar gefa út plötu
Grasasnar klárir í slaginn í vinnu-
skyrtum í Land Rovernum.
Útgáfa Ylja með lifandi þjóðlagapopp
Það skapast
margfalt
meiri fílingur
við að taka
upp „live“.
Eða allsber!
Það er eina
vitið.
f yrst prófuðum eina upptökuað-ferð en hentum
henni svo í ruslið.
Svo ákváðum að taka
plötuna upp „live“, enda
erum við öll sammála
um að hinn lifandi þátt-
ur tónlistarinnar verður
að skína í gegn í upp-
tökum,“ segir Bjartey
Sveinsdóttir í hljóm-
sveitinni Ylju. Auk henn-
ar skipa sveitina Guðný
Gígja Skjaldardóttir og
Smári Tarfur Jóseps-
son. Stelpurnar spila á
gítar og syngja en Smári
leikur á slidegítar.
Guðný Gígja segir
að lögin hafi að mestu
verið tilbúin þegar upp-
tökur hófust en þau hafi
þróast aðeins í upptöku-
ferlinu. Smári Tarfur er
sáttur við að platan hafi
verið tekin upp „live“:
„Okkur fannst viss
tengsl tapast meðlima
á milli við það að taka
upp í sitt hvoru lagi. Það
skapast margfalt meiri
fílingur við að taka upp
„live“. Eða allsber! Það
er eina vitið.“
78 tónlist Helgin 30. nóvember-2. desember 2012