Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 86
 Gríms ævintýri Hundur seGir söGu sína Hressilegar partísögur H ann Grímur, sá mikli höfðingi, féll frá árið 1998 og hafði þá verið hjá okkur þau ellefu ár sem hann lifði,“ segir Kristín Helga sem hefur nú loks látið undan þrýstingi vina og kunningja og fært ævisögu hundsins á bók. „Grímur var fuglaveiðihundur af Sprin- ger Spaniel-kyni og mjög litríkur persónu- leiki, svona eins og þessir einstaklingar sem hreiðra um sig svona nálægt manni eru oft. Hann átti sér marga aðdáendur í lifenda lífi og ég sló gjarnan um mig í partíum með sögum af honum.“ Kristín Helga segist hafa ráðist í að skrifa bókina vegna fjölda áskorana. „Heimir Már Pétursson og Þórhildur Þorleifsdóttir eru á meðal þeirra sem hafa hvatt mig til að skrásetja sögurnar af honum Grími og ég ákvað að drífa í því áður en þær gleymast og þetta eru eigin- lega gamlar partísögur af honum.“ Kristín Helga segir sögu Gríms í raun vera sögu af vináttu, trygglyndi, einlægni og kærleika og öllu því sem við glímum við hversdagslega. „Halldór fór síðan á flug með teikningarnar og mér finnst hann alltaf taka textann frá mér og kasta honum eitthvað lengra. Við höfum unnið helling saman og erum alveg samofin í þessu og þurfum lítið að tala saman. Verkin okkar renna bara saman áreynslulaust. Svo er Halldór líka hundakall þótt hann sé ekki mikið fyrir að viðurkenna það. Hann á hann Sóma sinn og ætti bara ekkert að vera að tala svona illa um hann. Hann er greindur og vel gefinn hann Sómi,“ segir Kristín Helga með prakkaratón. Kristín Helga segir Gríms ævintýri í raun vera sögu fyrir alla dýravini og þótt sögurnar af hundinum séu kostulegar og fyndnar þá sé undirtónn í bókinni. „Ég hef nú farið svolítið víða með sögurnar um hann Grím og hef rekið mig á, til dæmis í samtölum við skólakrakka og kennara, að við tölum ekkert mikið um samskipti manna og dýra. Við flokkum veröldina í menn, náttúruna og dýr, aðskiljum svo allt og flokkum í undirflokka og setjum í kassa og hólf.“ Í bókarlok lætur Kristín Helga því fylgja einfaldar samskiptareglur manna og mál- leysingja. „Þessar reglur eiga í raun og veru bara við um fólk almennt og hvernig við eigum að koma fram hvort við annað. Það skortir mikið á siðfræðilega umræðu, bæði á heimilunum og í skólunum, um samskipti tegundanna.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknarinn Halldór Baldursson hafa átt langt og gott samstarf þar sem Halldór hefur myndskreytt barnabækur Kristínar Helgu. Þau hafa nú sent frá sér bókina Gríms ævintýri–Ævisaga hunds en í henni rekur Kristín Helga litríkt líf hundsins síns, hans Gríms Fífils sem kvaddi þennan heim fyrir fjórtán árum. Kristín Helga segist alltaf vera með hunda og nú er það hún Emilía sem veitir henni félagsskap við skriftirnar. Þær fara stundum út að viðra sig með Halldóri og Sóma ásamt Skottu sem Kristín Helga er með í fóstri. Ljósmynd/Hari Hann átti sér marga aðdáendur í lifenda lífi og ég sló gjarnan um mig í partíum með sögum af honum.  tónlist Ása slær í GeGn vefnum með sæta kossa 280 þúsund smellir á Youtube „Ég sendi þetta lag inn í Eurovision í fyrra en því var hafn- að,“ segir Ása Sylvía Magnúsdóttir sem er búsett í Köln og hefur heldur betur slegið í gegn á Youtube en yfir 280 þús- und manns hafa horft á myndband hennar við eigið lag, Sætir kossar (Big kisses á ensku), og segir Ása að lagið hefði að sjálfsögðu getað farið alla leið í Eurovision Ása titlar sig íslenska söngkonu, XXL fyrirsætu og er frægðarpersóna á internetinu. Hún borgar stundum leiguna með því að vinna ýmis skrifstofustörf og svo hefur hún einnig verið dugleg að skemmta í hinum ýmsu barna- sjónvarpsþáttum í Þýskalandi. „Í dag er ég með krosslagða fingur um að ég fái boð um að troða upp á karnivalinu hér í Köln og syngja þetta vinsæla lag á íslensku,“ segir Ása en karnivalið er þekkt um allan heim. Lag Ásu kom á vefinn í febrúar. Fljótlega fékk Ása 65.000 smelli og í sumar tók lagið svo annan kipp og skaust upp í 130 þúsund smelli og nú í haust hefur það tekið enn einn kippinn og er komið vel yfir 280 þúsund en leitun er að öðru eins áhorfi. Sjálf hikar Ása ekki við að kalla myndbandið Gangman Style myndbandið en hún á það sameiginlegt með suður-kóreska skemmtikraftinum að bæði eru þau með frumsaminn dans. Ása krossleggur fingur og vonar að sjálfsögðu að hennar myndband slái jafn rækilega í gegn og Gangman Style þegar fram líða stundir. Hægt er að finna lag og myndband Ásu á Youtube með því að skrifa Sætir kossar/Big Kisses í leitarvél Youtube. Ása Sylvía Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á internetinu. Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Á R N A S Y N IR util if. is SKÍÐAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÍÐASKÓR. Hættur í Of Monsters and Men „Hann vildi fara aftur í skóla og gera ýmislegt annað,“ segir Heather Kolker, umboðs- maður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Árni Guðjónsson, hljómborðsleikari Of Monsters and Men, hefur sagt skilið við sveitina. Hann er ekki með sveitinni á tónleikaferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir. Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower, hefur hlaupið í skarðið að undanförnu. Heather Kolker segir að brotthvarf Árna úr sveitinni hafi verið á góðum nótum og hann og meðlimir Of Monsters And Men séu enn bestu vinir. „Það kemur enginn í stað hans í sveitina,“ segir Kolker þegar hún er spurð hvort skarð Árna verði fyllt. Of Monsters and Men hefur notið mikilla vinsælda um heim allan síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út snemma á árinu. Í september greindi Morgunblaðið frá því að platan, My Head Is an Animal, hefði alls selst í ríflega sex hundruð þúsund eintökum. -hdm Of Monsters and Men er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Árni Guðjónsson hljómborðsleikari, annar frá vinstri á myndinni, er hættur í sveitinni. Mynd: NordicPhotos/Getty 82 dægurmál Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.