Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 8
Ljósin tendruð á Oslóartrénu
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
www.kia.is
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2-
20
30
Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu
af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt
sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri.
Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum
okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér.
Þér er boðið að reynsluaka nýjum
Kia cee’d Sportswagon
Verð frá 3.590.777 kr. Kia cee’d Sportswagon dísil
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %.
Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*
Kaupau
ki:
Vetrar
-
dekk
Ljósin verða tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli
á sunnudaginn, 2. desember, klukkan 16. Jón
Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í Sol-
emskogen við Grefsen í Osló í byrjun mánaðarins
en það var flutt frá Fredrikstad til Reykjavíkur.
Íbúar Oslóar hafa í yfir sextíu ár fært Íslending-
um grenitré að gjöf og hefur það ætíð verið sett
upp á Austurvelli. Dagskráin á sunnudag hefst
með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur klukkan 15.30.
Eftir ávörp sendiherra Noregs, borgarstjóra og
fleiri mun hinn sex ára norsk-íslenski Jörundur
Ísak Stefánsson tendra ljósin á trénu.
-hdm
Jólakaffi Hringsins
Jólakaffi Hringsins í ár verður haldið
2. desember á Broadway við Ármúla.
Það hefst klukkan 13.30. Jólakaffi
Hringsins sem árlega er haldið fyrsta
sunnudag í desember er löngu
orðin hefð og er einn af hátíðisdögum
Hringsins. Salurinn á Broadway er
hátíðlega skreyttur, veitingar að
hætti Hringskvenna eru á borðum
og ljúfir tónar hljóma meðan gestir
ganga í salinn. Og skemmtikraftar
bíða eftir að stíga á svið og leika listir
sínar. Jólahappdrættið vekur jafnan
mikla eftirvæntingu, sérstaklega
meðal barnanna. Vinningarnir eru allir
gefnir af velunnurum Hringsins, fjölda
fyrirtækja og einstaklinga. Læknar og
starfsfólk af Barnaspítala Hringsins
aðstoða Hringskonur á þessum degi
ásamt Ísbirninum Hringi sem er góður
vinur barnanna á barnaspítalanum.
Jólakort Hringsins sem eru mikilvæg
fjáröflun verða til sölu. Allir sem þátt
taka í þessari miklu hátíð gefa framlag
sitt og ágóðinn rennur óskiptur í
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Alþjóðleg öryggisvottun
staðfest hjá Nýherja
British Standard
Institute (BSI)
hefur staðfest vottun
stjórnkerfis upplýs-
ingaöryggis Nýherja
samkvæmt alþjóðlegum staðli, að því er
fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Rek-
starþjónusta Nýherja hlaut fyrst staðfesta
vottun á þessu sviði árið 2004. „Vottunin
hefur mikla þýðingu fyrir Nýherja og við-
skiptavini, enda staðfestir hún að unnið sé
eftir ströngum öryggisreglum í allri meðferð
upplýsingagagna. Þetta er ekki síst mikil-
vægt fyrir þá aðila sem eru eftirlitsskyldir
af FME, en þetta uppfyllir m.a. kröfur þeirra
til hýsingaraðila upplýsingakerfa, sem þeim
er gert að fylgja, sem úthýsa sinn rekstur,“
segir á síðunni. Í niðurstöðum úttektar BSI
segir meðal annars að vitund og þekking á
öryggisreglum og öryggisstefnu sé mikil hjá
Nýherja og því sé úttektin án athugasemda.
Þá sé stjórnkerfi upplýsingaöryggis í
stöðugri þróun hjá félaginu og sterk hefð sé
fyrir notkun kerfisins, sem byggir á sterkum
eftirlitsþáttum. - jh
Kristínarhús 22 Konur og 8 börn hafa dvalið í Kristínarhúsi á rúmu ári
Íslensku
konurnar
koma oft
úr ansi
langri og
harðri
neyslu.
Þriðja barnið að fæðast
í vændisathvarfinu
Frá því að Stígamót opnuðu vændisathvarfið Kristínarhús
fyrir rúmu ári hafa 22 konur dvalist í húsinu og átta ung börn.
Tvö þeirra fæddust þar og hið þriðja er á leiðinni. Helmingur
kvennanna er íslenskur og koma flestar úr mikilli neyslu og
erfiðum aðstæðum.
a lls hafa 22 konur, helmingur þeirra íslenskar, og átta börn nýtt sér þjónustu vændisathvarfsins Kristínarhúss frá opnun þess í september á síð-
asta ári. Tvö börn hafa fæðst í Kristínarhúsi og búa þar
enn og þriðja er væntanlegt í heiminn í lok desember.
Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, for-
stöðukonu Kristínarhúss, koma konur í misgóðu
ástandi í athvarfið. „Íslensku konurnar koma oft úr ansi
langri og harðri neyslu en eru yfirleitt edrú þegar þær
koma til okkar. Það hefur ýmislegt gengið á í lífi þeirra
og þær eru oft illa staddar. Erlendu konurnar koma oft
til okkar fljótlega eftir að þær koma til landsins en hafa
verið neyddar til að stunda vændi í Evrópu,“ segir Stein-
unn.
Þrjár nígerískar konur sem búa í Kristínarhúsi sögðu
sögu sína í viðtali í Kastljósi í vikunni. Þar kom fram
að þær hefðu þurft að sinna allt frá tíu og upp í tuttugu
viðskiptavinum í dag í götuvændi á Ítalíu. Þær voru
allar barnshafandi við komuna til landsins, allt frá því
að vera gengnar tvo mánuði upp í átta mánuði. Tvær
þeirra eignuðust börn sín í Kristínarhúsi og sú þriðja
á von á sér í desember. Þær hafa ýmist flúið erfiðar að-
stæður í heimalandi sínu eða einfaldlega verið hnepptar
í þrældóm.
„Við vitum ekki hvort þessar konur hafa stundað
vændi hér á landi, sögurnar þeirra eru ekki alveg skýr-
ar. Það er mjög erfitt að vinna traust þessara kvenna,
þær segja manni stundum eitthvað sem gerðist fyrir þó
nokkru og eru jafnvel ekki tilbúnar að segja frá því sem
er nýliðið af ótta við að upplýsa um eitthvað sem þær
mega ekki upplýsa,“ segir Steinunn.
Að sögn Steinunnar búa konurnar í Kristínarhúsi
mislengi í vændisathvarfinu. „Þær sem hafa þegið hjálp
og gengur ágætlega hafa verið í að minnsta kosti hálft
ár hjá okkur,“ segir hún. Konurnar eru allt frá 18 ára og
upp í tæplega sextugt, að sögn Steinunnar, en flestar á
þrítugsaldri.
„Þær konur sem koma til okkar og segjast ekki hafa
stundað vændi eru að flýja annars konar ofbeldisað-
stæður, oft skipulagða glæpastarfsemi á borð við hand-
rukkun og þess háttar,“ segir Steinunn.
Margar eru í misjafnlegu líkamlegu ástandi og koma
jafnvel slasaðar í athvarfið. Þær fá aðhlynningu eftir
þörfum og koma þá í athvarfið eftir að vera búnar að ná
sér á spítala.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Tvö ungbörn búa nú í Kristínarhúsi ásamt mæðrum sínum og þriðja barnið er væntanlegt í heiminn í desember.
Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
8 fréttir Helgin 30. nóvember-2. desember 2012