Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 54
Þ að þyrftu allir að koma þangað, til þess að átta sig á þessu. Allir úr okkar heimi. Þá væri þetta ekki
svona,“ segir Gunnar Hansson
leikari um dvölina í Búrkina Fasó,
þar sem hann sinnti sjálfboðastarfi
fyrir UNICEF. Hann segir að ferðin
hafi breytt sér til hins betra. „Ég
fékk ótrúlegt menningarsjokk,
samt ekki á slæman hátt. Þetta
er bara svo ótrúlega ólíkt því sem
maður þekkir. Maður er líka alltaf
að spegla sig og sinn heim, ég er
faðir og ég reyndi að sjá fyrir mér
börnin mín í mörgum af þessum
aðstæðum, það var mjög skrítin til-
finning.“
Gunnar Hansson útskrifaðist
frá Leiklistarskóla Íslands vorið
1997. Hann hóf störf hjá Leikfélagi
Reykjavíkur árið 2000 og hefur
meðal annars leikið í kvikmynd-
unum, Fíaskó, Mávahlátri sem og
erlendu stórmyndinni Bjólfskviðu.
Hann hefur einnig komið fram í
margvíslegum sjónvarpsþáttaröð-
um og hefur leikið í áramótaskaup-
inu um árabil. Gunnar er einn af
höfundum og leikendum Sigtisins
og persóna hans, Frímann ætti
að vera flestum kunn. „Ég elska
vinnuna mína og vegna þess hve
sveigjanleg hún getur verið hugsa
ég mikið um það að gera eitthvað til
góðgerðar, það er mér mjög mikil-
vægt og ég reyni því að taka þátt í
öllu því sem ég er beðinn um. Það
brennur líka alltaf á mér að gera
meira um leið og ég geri eitthvað
eitt. Manni líður svo svakalega vel
eftir á og auðvitað á maður að sækj-
ast í að gera það sem lætur manni
líða vel.“
Gunnar fór og ræddi við Stefán
Inga Stefánsson hjá UNICEF og
sagði honum frá áhuganum um að
gera eitthvað fyrir samtökin. „Ég
hafði enga tengingu við UNICEF,
þannig. Ég hef verið heimsfor-
eldri lengi og hef unnið einhverja
„sketsa“ á degi rauða nefsins en
langaði að gera meira. Stefán er al-
veg ótúlegur maður. Hann er á aldri
við mig og dag einn tekur það upp
hjá sjálfum sér að opna UNICEF á
Íslandi. Þær eru ótrúlegar upphæð-
irnar sem honum hefur tekist að
safna, en Íslendingar eru líka svo
svakalega duglegir að gefa til góð-
gerðarmála. Það er í raun magnað
að meira að segja í gegnum hrunið,
Árlegur dagur rauða
nefsins verður haldinn
föstudaginn 7. desember og
nær hámarki með söfnunar-
og skemmtiþætti á Stöð 2.
Rauða nefið er tenging við
hlátur og gleði og mark-
miðið því að gleðjast og
gleðja aðra með léttu sprelli
og koma þannig alvarlegum
boðskap til skila. Yfirskrift
dags rauða nefsins er því
„skemmtun sem skiptir
máli“. Með átakinu vill
UNICEF gleðja landsmenn
og vekja um leið athygli á
þeirri neyð sem steðjar að
milljónum barna um heim
allan. Þjóðþekktir grínistar,
leikarar, skemmtikraftar,
tónlistarmenn og fleira
hæfileikafólk eru í farar-
broddi dags rauða nefsins.
Allur sá stóri hópur fólks
gefur vinnu sína til styrktar
góðu málefni og gerir dag-
inn þannig mögulegan.
Við höfum það svo fínt hér á Íslandi
Leikarinn Gunnar Hansson er nýkominn heim frá Búrkína Fasó
þar sem hann dvaldist á vegum UNICEF. Hann segir að reynslan
hafi breytt sér til hins betra og hann sé fullur af eldmóði og vilja
til þess að gera meira. „Manni líður svo svakalega vel eftir á og
auðvitað á maður að sækjast í að gera það sem lætur manni líða
vel.“ Næsta föstudag verður árlegur dagur rauða nefsins haldinn
og hægt verður að kaupa trúðanef til styrktar starfi UNICEF.
Dagur rauða nefsins
mörk en þar er fjöldi lítilla þorpa
sem samanstanda af þyrpingu strá-
og leirkofa. Í kofunum er svo ekkert
rennandi vatn og ekkert rafmagn.
„Þetta er mjög framandi miðað við
það sem maður hefur sjálfur van-
ist,“ segir Gunnar. Hann skoðaði
einnig aðstæður götubarna í höfuð-
borginni Oagadougou. Þar búa um
fimm þúsund börn á götunni. „Ég
hitti til dæmis fjórtán ára strák,
sem var á götunni og tíu ára stelpu.
Það var alveg ótrúlegt að sjá þessi
kríli. Þau safna málmi allan daginn
sem þau svo selja, til þess að eiga
fyrir mat. Þegar að rökkva tekur
para þau sig svo saman og sofa tvö
og tvö öll svona samkrulluð, eins og
ástfangin pör, af því það er örugg-
ara og hlýrra. Þessi pínulitlu kríli
eru bara undir berum himni og eru
ótrúlega flink að redda sér. Strákur-
inn gisti til að mynda oft fyrir utan
raftækjaverslun því hann gat þá
stundum, ef hann var heppinn, séð
í sjónvarpsskjá inn um gluggann.
Þegar upp er staðið eru þetta bara
börn og hafa sömu langanir til þess
að leika sér og horfa á sjónvarp og
börn annarra landa.“
En fyllist maður ekki reiði og
sorg við að upplifa þessar bágbornu
aðstæður?
„Ég velti því lengi fyrir mér
hvernig mér mundi líða, hvort mér
mundu fallast hendur. Ég er mjög
tilfinningaríkur maður. Ég get ekki
horft á krakkana mína koma fram
neinstaðar án þess að tárast svo og
ég átti alveg eins von á því að verða
sorgmæddur og reiður yfir órétt-
lætinu. En það varð ekki þannig.
Þvert á móti þá fylltist ég eldmóði
og sá þó að hægt gangi, þá þokast
þetta. Það sem við gerum hefur
raunverulega áhrif. Ég get hjálpað
og það geta allir.“
Vandi Íslendinga lúxusvandi
Gunnar segir að hættulegasta
dýrið í Afríku sé án efa moskító-
flugan sem beri með sér malaríu.
„Ég komst að því að ljónin eru ekki
það hættulegasta. Það eru þessar
agnarsmáu flugur. Lausnirnar eru
svo einfaldar, dreifing á flugnanet-
um og smá fræðsla.“ Gunnar skoð-
aði einnig spítala og heilsugæslu-
stöðvar sem hann segist ekki óska
neinum að lenda á „Ég kom inn á
spítala sem þykir bara fínn á þeirra
mælikvarða. Þar voru tæki og tól
öll ryðguð vegna rakans og hrein-
læti mjög ábótavant. En þau voru
ótrúlega sátt þar sem þau sýndu
manni um. Þarna var einhvers-
konar fæðingabekkur sem leit út
eins og eitthvað í sláturhúsi og á
litlu heilsugæslunum í þorpunum
er ekki einu sinni rafmagn. Bara
gasískápar til þess að kæla bóluefni
og lyf.“
Hann segir að hægt sé að bera
saman Ísland fyrir hundrað árum
við ástandið í Búrkína Fasó. „Það er
mjög gott til samanburðar, en hér
var þróun mjög aftarlega. Menntun
lítil og barnadauði verulegur. Það
að við séum komin svona langt
gefur manni svo mikla von um að
hægt sé að breyta ástandinu. Það er
alls ekki ómögulegt.“
Í síðustu viku voru í umræðunni
ummæli þingkonunnar Vigdísar
Hauksdóttur, en hún sagði Íslend-
inga borga of mikið í þróunaraðstoð
og kallaði þau gæluverkefni ríkis-
stjórnarflokkanna. Gunnar segir
ummælin vanhugsuð og byggð á
miklum misskilningi. „Ég var mjög
hissa þegar ég las þetta. Ég vil ekki
gera henni upp neinn illvilja en
þetta var augljóslega vanhugsað hjá
henni og svolítið eins og hún hafi
ekki alveg kynnt sér það sem hún
var að segja. Íslenska ríkið er ekki
að greiða nema 0,22 prósent lands-
framleiðslunnar til þróunarmála.
Það er mun minna en flest önnur
vestræn ríki. Hún hefði kannski
bara gott af því að kíkja aðeins
þarna út og skoða aðstæður.“
Gunnar segir að vandamál Ís-
lendinga séu lúxusvandamál í
stóra samhenginu. „Ég vil ekki
gera lítið úr fátækt hér á landi eða
aðstæðum fólks, en í samhenginu
við önnur lönd höfum við það bara
mjög fínt.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
þá minnkuðu frjáls framlög frá ein-
staklingum ekki teljanlega.“
Börn með sömu langanir og
önnur
Búrkína Fasó er eitt af fátækustu
löndum heims og núna ríkir þar
ófremdarástand vegna uppskeru-
brests. Landið er að mestu eyði-
Í Búrkína Fasó ríkir nú gullæði og þar þykir eðlilegt að ung börn stundi
vinnu ofan í námum sem grafnar eru tugi metra ofan í eyðimerkursandinn.
„Landið er orðið allt sundurgrafið. Á yfirborðinu er ótrúlegur hiti sem svo
margfaldast ofan í jörðinni. Þarna eru börn heilu dagana með stjaka við
hörmulegar aðstæður.“ Ljósmyndir/ Arnar Þór Þórisson
gunnar Hansson er nýkominn frá Búrkína Fasó.
Þar dvaldist hann á vegum UNICEF og skoðaði
aðstæður barna í einu af fátækustu ríkjum heims.
50 viðtal Helgin 30. nóvember-2. desember 2012