Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 74
70 bíó Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 Þetta er saga af uppnámi í efnahags- málum í hagkerfi sem byggir á fjár- hættuspili og hrunið verður þegar ekki er farið eftir regl- unum.  Killing Them SofTly Brad PiTT TeKur á mönnum l eikstjórinn Andrew Dominik skrif-aði handrit Killing Them Softly upp úr skáldsögunni Cogan´s Trade eftir George V. Higgins. Bókin kom út árið 1974 en Dominik kaus að færa söguna til samtím- ans. Myndin gerist í New Orleans árið 2008 í gjörningaveðri efnahagshrunsins og aðdrag- anda forsetakosninga. Uppnám verður í und- irheimunum þar þegar tveir lúðar ræna stórt pókermót sem haldið er á vegum mafíunnar. Slíkt er auðvitað ekki liðið á þeim bænum og handrukkarinn og hörkutólið Jackie Cogan, sem Brad Pitt leikur, er kallaður til og fengið það verkefni að finna ræningjanna og kála þeim. Cogan gengur í málin af festu og er fljótur að komast á sporið en málið er þó ekki eins einfalt og sýndist í fyrstu. Engum er treyst- andi og enginn er öruggur. Mikilvægt er að fá þessa peninga aftur á ferð í undirheima- hagkerfinu og til þess að endurheimta traust þarf að skella skuldinni á einhvern og það fljótt. Allt snýst þetta meira og minna um að halda andliti út á við þannig að einhverj- um verður að refsa og þá ekki endilega þeim seku. Pólitíkin kraumar í undirheimum rétt eins og á yfirborðinu. Dominik kaus ekki síst að flytja söguna fram í tíma vegna þess að hann sér í henni ákveðnar og augljósar hlið- stæður við samtímann eftir efnahagshrunið. „Þetta er saga af uppnámi í efnahagsmálum í hagkerfi sem byggir á fjárhættuspili og hrunið verður þegar ekki er farið eftir regl- unum,“ segir Dominik um augljósa snertifleti við samtímann sem ekki hafi verið hægt að horfa fram hjá. Brad Pitt er umkringdur úrvalsleikurum sem allir eru í fantaformi. Scoot McNairy og Ben Mendelsohn þykja frábærir í hlutverkum vitleysinganna sem fremja ránið sem setur öll ósköpin af stað. Ray Liotta er á heima- velli sem maðurinn sem heldur pókermótið en sá situr uppi með þann svarta pétur að hafa rænt eigin pókerleik mörgum árum áður. Hann komst upp með það þá og því fellur óhjákvæmilega grunur á hann þegar leikurinn er endurtekinn. Sopranos-leikarinn magnaði James Gandolfini leikur útbrunninn handrukkara sem Cogan leitar til en hefur mun minna gagn af en hann ætlaði sér. Sá lát- lausi en trausti leikari Richard Jenkins (The Cabin in the Woods, Burn After Reading, There's Something About Mary, Sea of Love) leikur tengilið Cogans við vinnuveitendurna. Aðrir miðlar: Imdb: 7.1, Rotten Tomatoes: 92%, Metacritic: 73% Glæpamyndin Killing Them Softly var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor þar sem hún tók þátt í keppninni um Gullpálmann. Hún fékk prýðilega dóma og er nú loks komin í almennar sýningar og til Íslands. Brad Pitt fer fyrir firnasterkum hópi leikara í myndinni en hann leikur reyndan handrukkara sem falið er að hafa hendur í hári vitleysinga sem rændu pókermót á vegum mafíunnar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Drepið með hægð Brad Pitt lætur verkin tala þegar hann hreinsar til í undirheimum New Orleans í Killing Them Softly sem hefur fengið stórgóða dóma. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu hátíðar- útgáfa af sígildri bók Jólin koma kom fyrst út árið 1932 og hefur æ síðan verið ómissandi við undirbúning jólanna. Ljóð Jóhannesar úr Kötlum hafa kynnt íslenska þjóðtrú og jólasiði fyrir hverri kynslóðinni á fætur annarri. Fyrir þessa útgáfu voru teikningar Tryggva Magnússonar myndaðar að nýju og hafa aldrei birst lesendum skýrar en nú. 80 ára gersemi – nú innbundin  frumSýnd alex CroSS Snýr afTur Morðingi með kvalalosta Spennusagnahöfundurinn James Patterson hefur skrifað vænan haug af bókum um sálfræðinginn og alríkislögreglumanninn Alex Cross. Morgan Freeman gerði persónunni ágætis skil í tveimur myndum, Kiss the Girls og Along Came A Spider. Hann sagði síðan skilið við Cross og nú kemur það í hlut Tylers Perry að leika kappann í myndinni Alex Cross sem er lausbyggð á bókinni Cross. Þegar kona sem Alex Cross þekk- ir er myrt á hrottalegan hátt heitir hann því að hafa hendur í hári morð- ingjans en sá skrattakollur er ekkert lamb að leika sér við eins og Cross á eftir að komast að raun um. Læknirinn góði úr sjónvarpsþátt- unum Lost leikur óða morðingjann Picasso sem nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín áður en hann drepur þau. Geðþekki og vannýtti leikarinn Edward Burns leikur félaga Cross í þeim mikla hildarleik sem leitin að Picasso snýst fljótt upp í. Rob Cohen, sem á sínum tíma gerði The Fast and the Furious, leik- stýrir myndinni þannig að ætla má að hasarinn verði keyrður í botn. Tyler Perry tekur við keflinu af Morgan Freeman og spreytir sig á hlutverki Alex Cross. Á disknum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, fíkjur, amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, sætkartöflusalat með geitaosti og sólkjarnafræjum, bakað egg, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí, íslenskt grænmeti og ávextir. BRUNCH-DISKUR Á NAUTHÓL Í BOÐI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 11.00 – 15.00 www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is tel.: 599 6660
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.