Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 73
Málfarsbloggarinn Eiður Guðnason hefur verið
vægast sagt gagnrýninn á helgardagskrá Ríkis-
sjónvarpsins í skrifum sínum og gagnrýnt valið
á þeim kvikmyndum sem valdar eru til sýninga
í Efstaleitinu. Eiður bendir á að fæstar þeirra nái
meðaleinkunn hjá kvikmyndagagnabankanum
imdb.com og að hjá Ríkisútvarpinu virðist fólk
ekki meðvitað um að kvikmyndagerð hófst fyrir
árið 1990.
Hvort sem umvandanir Eiðs hafa náð til þeirra
sem raða saman dagskránni skal ósagt látið en
kvikmyndir helgarinnar benda eindregið til þess
að mannskapurinn hafi hysjað upp um sig bræk-
urnar. Á föstudagskvöld sýnir Sjónvarpið meistara-
verk Davids Lean um Arabíu-Lárens sem samein-
aði Araba gegn Tyrkjum á árunum 1916-1918.
Lawrence of Arabia hlaut sjö óskarsverðlaun
árið 1963, meðal annars fyrir leikstjórn, kvik-
myndatöku, klippingu, tónlist og sem besta
myndin. Einkunn myndarinnar á imdb.com er 8.5.
Myndin er býsna löng og þeir sem ætla að njóta
hennar þurfa að vaka til klukkan 03.15.
Í sunnudagsbíói Sjónvarpsins er boðið upp á Ho-
dejegerne eða Hausaveiðarana, sérdeilis prýðilega
norska glæpamynd sem byggð er á samnefndri
bók Jo Nesbø.
Nesbø hefur aflað sér mikilla vinsælda víða um
heim með bókum sínum um fyllibyttuna Harry
Hole sem leysir flókin sakamál í Osló en hér er
hann í allt öðrum gír og býður upp á spennandi,
fyndna og flotta sögu sem er í raun ósköp einföld
en kemur samt ítrekað á óvart og tekur nokkrar
óvæntar beygjur. Nikolaj Coster-Waldau, einn aðal
vondi kallinn í Game of Thrones, fer hamförum í
hlutverki ískalds skúrks sem gerir klaufalegum
flottræfli lífið verulega leitt.
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Villingarnir / Strumparnir / Hello
Kitty / Algjör Sveppi / Latibær / Jóla-
dagatal Skoppu og Skrítlu / Waybuloo
/ Lína langsokkur / Tasmanía / Tommi
og Jenni / Kalli kanína og félagar / Kalli
kanína og félagar
11:10 iCarly (22/25)
11:35 Victorious
12:00 Nágrannar
13:45 The X-Factor (21/27)
14:35 Dallas (8/10)
15:25 Týnda kynslóðin (13/24)
15:55 Eldsnöggt með Jóa Fel
16:35 MasterChef Ísland (2/9)
17:25 60 mínútur
18:15 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu (1
og 2/24)
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Um land allt
19:25 Frasier (11/24)
19:50 Sjálfstætt fólk
20:30 The Mentalist (2/22)
21:20 Homeland (9/12)
22:15 Boardwalk Empire (4/12)
23:15 60 mínútur
00:05 The Daily Show: Global Edition
00:30 Fairly Legal (13/13)
01:15 The Newsroom (8/10)
02:15 The Crimson Petal and the White
05:25 The Mentalist (2/22)
06:10 Fréttir
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
08:25 Tvöfaldur skolli
09:00 Nedbank Golf Challenge 2012
14:30 Spænski boltinn
16:10 Kiel - Atl. Madrid
17:50 Montpellier - Flensburg
19:30 Nedbank Golf Challenge 2012
01:00 Spænski boltinn
02:40 24/7 Pacquiao - Marquez
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:05 WBA - Stoke
10:45 West Ham - Chelsea
12:25 Reading - Man. Utd.
14:05 Liverpool - Southampton
15:45 Norwich - Sunderland
18:00 Sunnudagsmessan
19:15 Man. City - Everton
20:55 Sunnudagsmessan
22:10 Norwich - Sunderland
23:50 Sunnudagsmessan
01:05 Fulham - Tottenham
02:45 Sunnudagsmessan
SkjárGolf
06:00 ESPN America
06:45 World Challenge 2012 (3:4)
11:45 Golfing World
12:35 World Challenge 2012 (3:4)
17:35 Ollie´s Ryder Cup (1:1)
18:00 World Challenge 2012 (4:4)
23:00 Golfing World
23:50 ESPN America
2. desember
sjónvarp 69Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Dagskráin góð helgi á rÚV
Eyðimerkurperla og norskur krimmi
Peter O´Toole er magnaður í hlutverki T.E. Lawrence
en Omar Shariff gerir tilraun til að stela senunni.