Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 36
Ég þagði yfir ofbeldinu því ég vissi ekki að ég ætti að segja mömmu og pabba frá því. Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Komdu í heimsókn til okkar á aðventunni og gerðu góð kaup. Fjöldi tækja á séstöku jólaverði. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Sjón er sögu ríkari. Jólaverð: 7.880 kr. stgr. Símtæki Gigaset Jólaverð: 2.300 kr. stgr. Eldhúsvogir Adler Jólaverð: 114.900 kr. stgr. Þvottavél SIEMENS Jólaverð: 119.900 kr. stgr. Þurrkari SIEMENS Jólaverð: 23.900 kr. stgr. Skaftryksuga BOSCH Jólaverð: Handþeytari BOSCH 5.200 kr. stgr. Jólaverð: Borðlampar VENDELA 8.900 kr. stgr. G uðrún Bergmann ætlar enn að stunda jóga þegar hún verður hundrað ára. Hún ætlar sér að vera „ung á öllum aldri“ eins og nýja bókin hennar heitir og segist vera í betra formi, andlega og líkamlega, nú á sjötugsaldri, en hún hefur nokkru sinni verið. Bókinni er ætlað að vera innblástur fólks sem komið er á miðjan aldur og vill eiga heilsuhraust efri ár. „Það er svo mikilvægt að byrja strax. Það sem við gerum í dag ræður því hvernig okkur líður eftir fimm, tíu eða fimmtán ár. Það er mitt hjartans mál að vekja fólk til umhugsunar í tæka tíð og fá það til að breyta lífsháttum sínum strax í dag svo það geti notið efri áranna. Lífaldur okkar er sífellt að lengjast en heilsa okkar hefur ekki batnað í samræmi við það. Við getum breytt því,“ segir Guðrún. Hún segist hafa tvo málshætti til viðmiðunar: „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag – hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun,“ segir hún. Og hitt: „Við eyðum fyrri hluta ævinnar í að afla tekna og tapa heilsunni og síðari hluta ævinnar í að nota tekjunnar til að ná heilsunni aftur. Því það er dýrt að verða veikur,“ bætir hún við, „og dýrt að ná upp heilsu aftur. Því er svo mikilvægt að byrja strax. Það er alltaf hægt að finna tíma, þetta er alltaf val. Okkur finnst við ódrepandi þegar við erum ung, að ekkert geti skaðað okkur og við getum allt. Ég var ekkert öðruvísi. En svo verðum við hissa þegar við veikjumst. Jafnvel þótt við séum búin að sjá merkin í dálítið langan tíma og jafnvel ekkert gert í því,“ segir Guðrún. Guðrún hefur lifað og hrærst í heilsu og andlegum málefnum frá því hún var táningur, byrjaði 18 ára að stunda jóga, sú eina úr vinkvennahópnum, og hefur gert það æ síðan. Síðastliðna áratugi hefur hún gert ýmsar tilraunir með mataræði sitt því hún varð fyrir áfalli í æsku sem varð til þess að hún var komin með magasár tíu ára og hefur átt við vandamál í melting- arfærum að stríða alla tíð. Nauðgað sjö ára „Ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun þegar ég var barn, tæplega sjö ára gömul. Ég þagði yfir ofbeld- inu því ég vissi ekki að ég ætti að segja mömmu og pabba frá því,“ segir Guðrún. „Ég missti á vissan hátt málið því ég gat ekki einu sinni æpt á meðan nauðguninni stóð.“ Guðrún lokaði hryllinginn svo djúpt í undirvitundinni að það opnaðist ekki á hann fyrr en hún stóð á fertugu. „Ég gróf þetta svo djúpt í gleymskunnar dá að ég get ekki rifjað upp, þegar ég hugsa til baka yfir líf mitt, að ég hafi nokkurn tím- ann munað eftir þessu. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu í bókinni er sú að líkamleg vandamál mín tengjast mörg þessu atviki þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en miklu seinna á lífsleiðinni,“ segir Guðrún, „og ég held að fleiri séu í sömu stöðu og geti lært af minni reynslu.“ Hún þróaði með sér alvarlega kvíðaröskun, fékk kvíðaköst og niðurgang af minnsta tilefni, varð fíkin Ætlar að stunda jóga 100 ára Guðrún Bergmann segir ellinni stríð á hendur, ætlar að vera ung á öllum aldri og stunda jóga hundrað ára. Hún segir að fólk þurfi að huga að heilsunni snemma á ævinni ætli það að vera heilsuhraust gamalmenni. Hún varð fyrir misnotkun sjö ára sem olli heilsufarstjóni fyrir lífstíð, andlegu sem líkamlegu. í sætindi og fór að kasta upp þeim mat sem hún borðaði, jafnt að nóttu sem degi. Þegar hún hafði strítt við þessi veikindi í þrjú ár var hún lögð inn með magasár – tíu ára gömul. „Meltingarstarf- semin hefur alltaf verið til vandræða hjá mér,“ segir Guðrún, „og auðvitað alls kyns tengd vanda- mál, svo sem bjúgur, höfuðverkir og mígreni. Vestræn læknisfræði var bara ekki með svörin við þessu og ég var stimpluð ímyndunarveik 18 ára. Ég var ekki sátt við það og fór sjálf að leita lausna. Stundum verður maður að fara á botn sársaukans til þess að fara að leita. Ég féll tiltölulega fljótt á minn sársaukabotn þótt ég fyndi ekki lausnir fyrr en miklu síðar.“ Kynntist ástinni 17 ára Guðrún fór að stunda jóga og lesa sér til um and- leg mál og fór að gera tilraunir með mataræðið. Hún var fíkin í sykur og komst að því síðar að sykurneyslan var ein af orsökum vanlíðaninnar. Á þessum tíma hafði hún kynnst ástinni í lífinu sínu, Guðlaugi Bergmann. Árið 1968, þegar Guð- rún var sautján ára, hitti hún Guðlaug á skrif- stofu hans, en þá rak hann Karnabæ, sem var aðaltískubúð þessa ára, því hún hafði verið hvött til að sækja um starf hjá honum, þótt hún væri í raun komin með sumarstarf. „Það gerðist eitthvað þegar við hittumst. Við horfðumst í augu og það varð samstundis einhver tenging. Við fundum það bæði. Það má segja að það hafi verið upphafið að kynnum okkar,“ segir hún. Guðrún verður ögn hlédræg þegar talið berst að Gulla, eins og hún kallar hann. Hann er ástin í lífi hennar – þótt samband þeirra hafi ekki verið hefðbundið framan af. Hann var kvæntur og átti börn með eiginkonu sinni, lifði tveimur aðgreind- um lífum í mörg ár – átti tvær fjölskyldur. Guðrún eignaðist með honum tvo drengi á meðan hann var enn í hinu hjónabandinu, Guðjón árið 1972 og Guðlaug yngri árið 1979. Líf Guðrúnar og Guðlaugs fór fram í felum. „Hvernig gat ég sætt mig við þetta?“ spyr Guðrún og hlær. „Það er von að þú spyrjir. Það fór ekki á milli mála að okkur þótti gífurlega vænt um hvort annað. Það var mikil ást í þessu sambandi og við áttum erfitt með að slíta okkur hvort frá öðru. Ég trúði því alltaf að hann ætlaði að fara að gera breytingar á sínum högum og því var sífellt verið að lengja sambandið út frá því. Ég get ekki skýrt það öðruvísi en að kannski þurfti ég að fara í gegnum allt þetta ferli til að finna út hver ég er.“ Af þessum sökum var Guðrún félagslega ein- angruð í sambandinu við Gulla í meira en áratug. Það var raunar ekki nýtt fyrir hana. „Þegar maður verður fyrir nauðgun einangrast maður einhvern veginn inn í sér og þess vegna fannst mér kannski allt í lagi að vera félagslega einangruð þegar ég var ung kona.“ Hún segir að sjálfsmynd sín hafi að auki verið sködduð – hún hafi ekki haft neinar varnir. „Varnirnar mínar voru brotnar þegar ég var barn og kannski er það ein ástæða þess að ég fór inn í framhjáhaldssamband með kvæntum manni.“ Framhald á næstu opnu Guðrún Bergmann: „Eftir langa og stranga leið hef ég loks náð þeim áfanga í lífinu að vera virkilega sátt og ánægð í eigin skinni, laus við drauga fortíðar og sannfærð um að ég geti verið ung á öllum aldri eins lengi og ég er tilbúin að leggja mig fram um það.“ Ljósmyndir/Hari 36 viðtal Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.