Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 28
E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 3 12 siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. Alþjóðlegur alnæmis­ dagur Sam­ einuðu þjóð anna er á morgun, 1.desember. Frá því fyrsti einstak­ lingur var greindur með HIV á Íslandi árið 1983 hafa 297 greinst með HIV veiruna og 39 hafa látist. Samtökin HIV Ísland (sem áður hétu Alnæmissamtökin) verða 25 ára á næsta ári og á morgun halda samtökin að venju upp á „Dag rauða borðans“. Boðið verður upp á kaffi og hnallþórur millli klukkan 15 og 18 í húsi samtakanna að Hverfisgötu 69. Tónlistarmenn og rithöfundar koma í heimsókn. Slagorð dagsins er: „Náum núllpunkti, eyðum fordómum.“ Skrifstofa HIV­Ísland að Hverfisgötu 69 er opin milli klukkan 13 og 16 alla virka daga. Framkvæmda­ stjóri er Einar Þór Jónsson. Símanúmer á skrifstofu eru 552 8586 og 552 0582. svo að hraka um haustið, minnið fór að miklu leyti og hann var mjög veikur. Þá var hann kominn með alnæmi á lokastigi og lést 12. júlí 1990. Það voru þrjú ár milli Grétars og pabba hans upp á dag. Grétar varð 48 ára og ég 42 ára ekkja. Jarðarförin var mjög erfið en samt var þetta í fyrsta skipti sem ég brosti í jarðarför. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng en hann er frá Bíldudal eins og Grétar og þekkti hann vel. Séra Jakob rifjaði upp skemmtileg atvik sem þeir hefðu átt saman, Grétar og hann. Eftir að Grétar var jarðsettur gat ég alveg sagt hvað hefði verið að. Það var í raun mjög skrýtið að ég skildi hafa sloppið, því við vorum jú hjón.“ Þannig að þegar hann lést gast þú ekki sagt „blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeim sem vilja minnast hans láti Alnæmissamtökin njóta þess?“ ,,Nei, ég þorði það ekki þá, en ég myndi gera það núna alveg hiklaust. Þetta var svo mikið tabú, alveg skelfilegt og enn þann dag í dag er þetta alltof mikill feluleikur. Haustið 1990 fór ég að vinna í efnalauginni Hvítir flibbar í Grafarvogi, og þar hitti ég mann sem ég þekkti frá gamalli tíð og öll hans skapbrigði þekkti ég strax. Ég hitti vinkonu hans nokkru síðar og spurði hvað væri að frétta af honum þegar hann fór á sjúkrahús.. Ég spurði hvort hann væri HIV smitaður og það reyndist rétt. Ég þekkti öll einkennin. En hann sagði mér aldrei frá því sjálfur og lést ekki löngu síðar.“ Segið sannleikann strax Breytti þetta þér? „Nei, mér finnst það ekki. Ég hef alltaf verið þannig að ég hef alltaf tekið upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Ég elskaði hann alltaf jafn mikið. Það komu nú ekki margir vinir í jarðarför- ina, enda þarf ég ekki á slíkum „vinum“ að halda. Við Gunnlaugur komum fram í sjónvarpsþætti hjá Stefáni Jóni Hafstein veturinn 1989 og ræddum um HIV, en við vorum skyggð svo við þekktumst ekki. Grétar vildi alveg koma fram undir nafni og láta sjá hver hann væri. Grétar var svo reiður af því það var alltaf talað um að þetta væri hommasjúkdómur, en hann vissi betur. Einhvern tíma voru konur eru í meirihluta þeirra sem greindust með HIV smit og á síðustu árum eru það fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir sem greinast.“ Er eitthvað sem þú getur ráðlagt fólki sem stend- ur í sömu sporum nú og þú gerðir? „Að segja sannleikann strax. Það var mikill léttir þegar ég gat sagt fólki sannleikann og ég ráðlegg fólki eindregið að gera það strax. Einn vinur okkar hringdi til dæmis og sagði: „Ég frétti að Grétar væri annaðhvort með krabbamein eða Aids?“ Og ég svaraði að það væri hvorugt. Þetta var skömmu eft- ir að ég frétti hvað væri að og var alls ekki tilbúin að bera það á torg. Þessi maður hefur aldrei talað við mig eftir þetta, í 23 ár. Það er alltof erfitt fyrir eina manneskju að bera þetta eins og leyndarmál í hjartanu. Þeir sem voru alvöru vinir komu strax og hafa alla tíð síðan sýnt mér mikla hlýju og vináttu. Mesta stuðninginn fékk ég þó frá börnunum mín- um. Gulli sonur minn og Elísabet, þáverandi kona, hans bjuggu heima hjá mér og þau voru mér allt. Ég sótti styrk í trúna eins og ég held að flestir gera þegar erfiðleikar steðja að. Ég fer alltaf með bænir og leita til Guðs. Það hjálpaði mér mikið eftir dauða Grétars að hann átti lítinn bróðurson sem ég fékk að hafa mik- ið um helgar. Ég fór með honum og mömmu hans til Portúgals og fólk skildi ekkert í því að hann kallaði mig ömmu og mömmu sína mömmu, en hún er sex árum yngri en ég! Hann er alltaf að rukka mig um að ferðina til Portúgals sem ég ætlaði að bjóða honum í þegar ég ynni í Lottóinu. Nú er hann 24 ára og ég hef ekki enn unnið í Lottóinu en við eigum vonandi eftir eina Portúgalsferð.“ Fjölhæfur og skemmtilegur félagsskapur Saknaðirðu Grétars? „Já ég gerði það mjög lengi. Það var svo oft gaman hjá okkur. Hann var svo listrænn, málaði, var í hljómsveit með Jóni Kr. Ólafssyni á Bíldudal, fjölhæfur að öllu leyti og var skemmtilegur félags- skapur. Alltaf rólegur og yfirvegaður, aldrei vesen og ég minnist hans með mikilli hlýju. Það var líka sérstakt við Grétar að þegar hann kom úr vinnunni fór hann strax úr vinnugallanum og í stífpressaðar buxur og skyrtu. Reiðin kom ekki út fyrr en eftir á. Ef ég fór út að skemmta mér og karlmenn komu að tala við mig fann ég að öllu. Þau voru í óburstuðum skóm, ógreiddir og ég veit ekki hvað og hvað, og ég þurfti náttúrlega endilega að segja þeim frá því! Það var vegna þess að Grétar, þessi snyrtipinni, var mér svo ofarlega í huga.“ Gunnlaugur Ingivaldur, sonur Grétars og Ingi- bjargar, er greinilega líkur móður sinni því hann hellti sér fljótlega út í að starfa fyrir Alnæmissam- tökin, sem nú heita HIV Ísland. „Já, Gunnlaugur Ingivaldur fór í stjórn Alnæmis- samtakanna, sat í stjórn í sjö ár og var formaður þar af í þrjú ár. Hann á tvö börn með fyrri konu sinni Elísabetu, þá Grétar Inga sem er tvítugur og skírður í höfuðið á okkur Grétari, og Arnar Gauta sem er þrettán ára og á að fermast í vor. Gulli minn og núverandi kona hans, Þórdís, eiga tvö börn, Friðmeyju Heklu sem er fjögurra ára og Mar- inó Geir sem er að verða tveggja ára. Mér finnst svo gott hversu gott samband er á milli Gulla og Elísabetar og nýju makanna þeirra. Gunnlaugur og Þórdís fóru til dæmis nýlega til Belgíu þar sem Elísabet býr nú og bjuggu hjá henni og hennar manni í viku. Grétar Ingi minnir mig mjög oft á afa sinn og nafna, einkum hvað hann er listrænn.“ Hjartað í húsi Geðhjálpar En það hefur enginn stungið upp á því að þú skild- ir við Grétar þegar hann greindist? „Jú, jú, elskan mín, það voru nokkrir sem skildu ekkert í því að ég skildi ekki við Grétar, þegar þeir vissu hvaða sjúkdóm hann var með. Ég er mjög þolinmóð að upplagi og hef yfirleitt ekkert látið æsa mig upp, en mér finnst ég einhvern veginn vera að breytast núna, er farin að hvessa mig þegar mér finnst óréttlæti ætla að ná yfirhöndinni. En ég á yndislegan sambýlismann núna, Guðmund Aðal- steinsson, sem er líkur Grétari að því leyti að hann er rólegur og algjörlega vesenslaus maður; mikill friðarsinni,“ segir hún. Ingibjörg starfar sem ráðskona í húsi Geðhjálpar við Túngötu og eftir að hafa setið með henni dags- stund skil ég mætavel að hún sé kölluð „hjarta hússins“ af þeim sem þangað sækja. Þótt umræðu- efnið hafi verið erfitt, náum við að fá eitt hressi- legt hláturskast í lokin þegar ég segi henni að ég hafi farið inn á Wikipedia og slegið inn leitarorðið „alnæmisdagurinn“ og fengið svarið: „Varstu að leita að Landnámsmaðurinn? Já hún er hláturmild og kát hún Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sem vinir hennar kalla Imbu Gull og þann titil þarf ekkert að útskýra... Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is 28 viðtal Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.