Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 76
72 bækur Helgin 30. nóvember-2. desember 2012  Bókmenntir UnglingaBók Um átröskUn m ig langaði að fjalla um það hvenær maður tekur ákvörðun um hvort maður geri eitthvað í málum annars,“ segir Ragnheiður Gests- dóttir sem nýverið sendi frá sér bókina Myndin í speglinum sem fjallar um át- röskun og útlitsdýrkun. Aðalsögupersónan er fermingarstúlkan Rúna sem á 16 ára systur sem er gífur- lega upptekin af útliti sínu, svo mikið að Rúnu hættir að standa á sama. Ragnheiður segist mikið hafa velt fyrir sér útlitsdýrkun og hvernig ungt fólk tekst á við hana. „Miklar kvaðir eru um það hvernig fólk lítur út og mjög þarft er að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin þegar unglingsstúlkur eru farnar að setja sílíkon í brjóstin á sér og láta laga á sér nefið,“ segir Ragnheiður. Hún þekkir einnig vel til fólks sem hefur glímt við átröskun. „Ég veit því hvað þetta getur verið erfitt viðureignar meðal annars vegna þess að margir sem stríða við þennan sjúkdóm láta líta svo út að allt leiki í lyndi, fólkið reynir að hafa allt á hreinu enda er það jafnvel haldið fullkomnunaráráttu. Það kemur síðan oft verulega á óvart þegar sjúkdómurinn kemst upp,“ segir Ragnheiður. Hún bendir á að þessi feluleikur og laumuspil geti oft átt við aðra sjúkdóma á borð við þunglyndi og einnig vímuefna- notkun. „Mig langaði að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð og því ákvað ég að segja söguna út frá sjónarhorni þess sem er ekki að lifa vandamálið sjálfur,“ segir hún. Aðspurð segist hún vonast eftir því að bókin skilji eftir sig hjá þeim sem lesa að það skipti meira máli að finna út hver maður sé heldur hvernig maður vilji að aðrir sjái sig. „Það er eðlilegt að ungling- ar velti fyrir sér sjálfsmynd sinni en það er ekki mikil hjálp þegar þessum óeðli- legu stöðlum er sífellt haldið á lofti,“ segir Ragnheiður. Aðalpersónan sé með báða fætur á jörðinni og nokkuð heilbrigða sýn á lífið. „Hún veltir ýmsu fyrir sér eins og svo algengt er með mjög marga krakka á þessum aldri,“ segir hún. Ragnheiður segist ekki aðeins vera að skrifa til þess að koma góðum boðskap á framfæri. „Mér finnst líka mjög mikil- vægt að unglingar lesi bækur og því reyni ég að skrifa bækur sem höfða til þeirra,“ segir hún. Hún segir að bókin eigi erindi við börn frá um 11 ára aldri en mælir með því að fullorðnir lesi hana líka. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Hvenær gerir maður eitt- hvað í málum annarra? Saga frönsku byltingarinnar er blóði drifin og ófáir hausarnir fuku af fólki í væringunum sem voru ekki síðri bak við tjöldin en á götum úti. Byltingin gæddi sér meðal annars á börnum sínum og þeir sem leiddu fólk undir fallöxina einn daginn gátu hæglega endað með höfuðið í körfunni þann næsta. Tveir afar ólíkir menn, Charles Maurice de Tal- leyrand og Joseph Fouché, náðu að stíga ölduna og héldu haus í þessu öllu saman og lifðu byltinguna og stjórnartíð Napoleons. Stefan Zweig skrifaði sögu Fouché sem fékk viðurnefnið slátrarinn frá Lyon þegar hann sinnti starfi sínu sem lögreglustjóri Napoleons af slíkri einurð og festu að líkin hrönnuðust upp í kringum hann. Zweig greinir þennan valdamikla stjórnmálamann, undirferli hans og ómerkilegheit af mikilli list í Lögreglustjóra Napoleons. Saga Fouché teygir sig frá árdögum byltingarinnar til endaloka Napoleons. Bókin kom fyrst út á Íslandi árið 1944 í þýðingu Magnúsar Magnús- sonar, ritstjóra Storms. Bókin hefur verið illfáanleg en hefur nú loks verið endurútgefin. Slátrarinn frá Lyon Hvert erum við komin þegar unglings- stúlkur eru farnar að setja sílíkon í brjóstin á sér? Ragnheiður Gestsdóttir hefur sent frá sér bókina Myndin í spegl- inum þar sem fjallað er um átröskun og útlitsdýrkun. Hana langar að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð og vonast eftir því að hinir ungu reyni frekar að finna út hverjir þeir eru sjálfir heldur en hvernig þeir halda að aðrir vilji að þeir séu. „Mig langaði að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð og því ákvað ég að segja söguna út frá sjónarhorni þess sem er ekki að lifa vandamálið sjálfur,“ segir Ragnheiður Gests- dóttir rithöfundur. Hinn fláráði Joseph Fouché sigldi milli skers og báru í frönsku byltingunni og slátraði síðar fjandmönnum Napoleons af mikilli elju. Stefan Zweig segir magnaða sögu Fouché í Lögreglustjóra Napoleons.  stefan Zweig kærkomin endUrútgáfa Ófriður skekur Rökkurhæðir. Tekst Ingibjörgu og Matthíasi að komast að rótum vandans áður en það er of seint? Kristófer finnur fullkomna gjöf handa litlu systur í könnunarleiðangri um Rústirnar, gjöf sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. „Frekar krípi, gat samt ekki hætt að lesa Daníel 15 ára fyrir ára 12-16 „Hryllilega spennandi bækur, mæli með þeim“ Eyrún Ósk 10 ára Vinsælasti íslenski unglinga- bókaflokkurinn Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar Sérlegir sérfræðingar í barn a- og unglingabókum 3. sæti yfir mest seldu barna- og unglingabækur* * M et sö lu lis ti E ym un ds so n vi ku na 1 4 .-2 1 . nó v. BRETTAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU BRETTI, BINDINGAR OG BRETTASKÓR. Á R N A S Y N IR util if. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.