Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 83

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 83
Miðaverð: kr. 3000 fullorðnir · kr. 2000 börn forsala Miða: harpa.is · Miðasala hörpu · Midi.is Stórsveitin heldur sína fyrstu jólatónleika í Hörpu og af því tilefni er dagskráin sérlega glæsileg. Allir gestasöngvarar fyrri jólatónleika sveitarinnar koma í heimsókn og halda uppi sjóðandi jólasveiflu. Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir. DiDDú · Helgi Björns gáttaþefur · Kristjana stefáns stjórnanDi: samúel j. samúelsson 2. DesemBer Kl. 16:00 eldborg hörpu stórsveit reykjavíkur áSAmt góðum geStum Styrkt af Flutt í Eldborg vEgna mikillar aðsóknar r  Útgáfa Ylja með lifandi þjóðlagapopp Smári Tarfur, Guðný Gígja og Bjartey skipa hljómsveitina Ylju sem hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Ljósmynd/Hari Nálægðin við hafið veitti innblástur Hljómsveitin Ylja hefur notið nokkurra vinsælda með lög sín á öldum ljósvakans. Nú er fyrsta plata sveitarinnar komin út og meðlimir hennar á fullu við tónleikahald til að kynna hana. Út- gáfutónleikar Ylju verða á fimmtudaginn næsta, 6. desember, á Kex Hosteli. f yrst prófuðum eina upptökuað-ferð en hentum henni svo í ruslið. Svo ákváðum að taka plötuna upp „live“, enda erum við öll sammála um að hinn lifandi þátt- ur tónlistarinnar verður að skína í gegn í upp- tökum,“ segir Bjartey Sveinsdóttir í hljóm- sveitinni Ylju. Auk henn- ar skipa sveitina Guðný Gígja Skjaldardóttir og Smári Tarfur Jóseps- son. Stelpurnar spila á gítar og syngja en Smári leikur á slidegítar. Guðný Gígja segir að lögin hafi að mestu verið tilbúin þegar upp- tökur hófust en þau hafi þróast aðeins í upptöku- ferlinu. Smári Tarfur er sáttur við að platan hafi verið tekin upp „live“: „Okkur fannst viss tengsl tapast meðlima á milli við það að taka upp í sitt hvoru lagi. Það skapast margfalt meiri fílingur við að taka upp „live“. Eða allsber! Það er eina vitið.“ Þjóðlagapoppið virðist njóta talsverðra vinsælda í íslenskri tónlist um þessar mundir. Af hverju nær tónlist ykkar og fleiri banda svona vel í gegn? „Tónlist sem leikin er á órafmögnuð hljóðfæri verð- ur gjarnan meira lífræn og aðgengileg – ólíkt einhverju sem drekkt er í effektum og þess háttar. Mér fannst stelpunum takast mjög vel til við textagerð á þessari plötu og lagasmíðin í heild er ótrúlega spennandi að mínu mati,“ segir Smári Tarfur. Guðný Gígja og Bjartey semja flesta textana á plötunni en sveitin leitar einnig í smiðju ekki ómerkari manns en Dav- íðs Stefánssonar. „Textarnir eru samdir við ýmsar aðstæður og upplifanir, eins og t.d. Sævindur Hafsson. Það sömdum við Bjartey á Hlaðseyri við Patreks- fjörð. Nálægðin við hafið veitti okkur mikinn inn- blástur þar og eins að vera í órafmögnuðu húsi sem á sér mikla sögu. Við settum okkur í spor forfeðra okkar sem voru sjómenn. Lagið er því virðingarvottur okkar til þeirra,“ segir Guðný Gígja. „Okkur fannst lag sem við sömdum smellpassa við Konan með sjalið eftir Davíð Stefánsson – gull- fallegt ljóð eftir sögu- legan höfund. Við römb- uðum síðan inn á Sköpun mannsins eftir Örn Arn- arson og gráglettnin í því ljóði greip okkur, líklega glóðvolg,“ segir Bjartey. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Ylju? Við erum á miðju tón- leikaferðalagi þessa dag- ana, erum t.d. á Hvamms- tanga og Akureyri þessa helgina. Síðan eru það útgáfutónleikar á KEX á fimmtudaginn,“ segir Smári Tarfur. „Hugurinn leitar út fyrir landsteinana. Draumurinn er að túra á erlendri grundu og hafa gaman,“ segir Bjartey. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.