Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 83

Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 83
Miðaverð: kr. 3000 fullorðnir · kr. 2000 börn forsala Miða: harpa.is · Miðasala hörpu · Midi.is Stórsveitin heldur sína fyrstu jólatónleika í Hörpu og af því tilefni er dagskráin sérlega glæsileg. Allir gestasöngvarar fyrri jólatónleika sveitarinnar koma í heimsókn og halda uppi sjóðandi jólasveiflu. Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir. DiDDú · Helgi Björns gáttaþefur · Kristjana stefáns stjórnanDi: samúel j. samúelsson 2. DesemBer Kl. 16:00 eldborg hörpu stórsveit reykjavíkur áSAmt góðum geStum Styrkt af Flutt í Eldborg vEgna mikillar aðsóknar r  Útgáfa Ylja með lifandi þjóðlagapopp Smári Tarfur, Guðný Gígja og Bjartey skipa hljómsveitina Ylju sem hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Ljósmynd/Hari Nálægðin við hafið veitti innblástur Hljómsveitin Ylja hefur notið nokkurra vinsælda með lög sín á öldum ljósvakans. Nú er fyrsta plata sveitarinnar komin út og meðlimir hennar á fullu við tónleikahald til að kynna hana. Út- gáfutónleikar Ylju verða á fimmtudaginn næsta, 6. desember, á Kex Hosteli. f yrst prófuðum eina upptökuað-ferð en hentum henni svo í ruslið. Svo ákváðum að taka plötuna upp „live“, enda erum við öll sammála um að hinn lifandi þátt- ur tónlistarinnar verður að skína í gegn í upp- tökum,“ segir Bjartey Sveinsdóttir í hljóm- sveitinni Ylju. Auk henn- ar skipa sveitina Guðný Gígja Skjaldardóttir og Smári Tarfur Jóseps- son. Stelpurnar spila á gítar og syngja en Smári leikur á slidegítar. Guðný Gígja segir að lögin hafi að mestu verið tilbúin þegar upp- tökur hófust en þau hafi þróast aðeins í upptöku- ferlinu. Smári Tarfur er sáttur við að platan hafi verið tekin upp „live“: „Okkur fannst viss tengsl tapast meðlima á milli við það að taka upp í sitt hvoru lagi. Það skapast margfalt meiri fílingur við að taka upp „live“. Eða allsber! Það er eina vitið.“ Þjóðlagapoppið virðist njóta talsverðra vinsælda í íslenskri tónlist um þessar mundir. Af hverju nær tónlist ykkar og fleiri banda svona vel í gegn? „Tónlist sem leikin er á órafmögnuð hljóðfæri verð- ur gjarnan meira lífræn og aðgengileg – ólíkt einhverju sem drekkt er í effektum og þess háttar. Mér fannst stelpunum takast mjög vel til við textagerð á þessari plötu og lagasmíðin í heild er ótrúlega spennandi að mínu mati,“ segir Smári Tarfur. Guðný Gígja og Bjartey semja flesta textana á plötunni en sveitin leitar einnig í smiðju ekki ómerkari manns en Dav- íðs Stefánssonar. „Textarnir eru samdir við ýmsar aðstæður og upplifanir, eins og t.d. Sævindur Hafsson. Það sömdum við Bjartey á Hlaðseyri við Patreks- fjörð. Nálægðin við hafið veitti okkur mikinn inn- blástur þar og eins að vera í órafmögnuðu húsi sem á sér mikla sögu. Við settum okkur í spor forfeðra okkar sem voru sjómenn. Lagið er því virðingarvottur okkar til þeirra,“ segir Guðný Gígja. „Okkur fannst lag sem við sömdum smellpassa við Konan með sjalið eftir Davíð Stefánsson – gull- fallegt ljóð eftir sögu- legan höfund. Við römb- uðum síðan inn á Sköpun mannsins eftir Örn Arn- arson og gráglettnin í því ljóði greip okkur, líklega glóðvolg,“ segir Bjartey. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Ylju? Við erum á miðju tón- leikaferðalagi þessa dag- ana, erum t.d. á Hvamms- tanga og Akureyri þessa helgina. Síðan eru það útgáfutónleikar á KEX á fimmtudaginn,“ segir Smári Tarfur. „Hugurinn leitar út fyrir landsteinana. Draumurinn er að túra á erlendri grundu og hafa gaman,“ segir Bjartey. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Helgin 30. nóvember-2. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.