Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 62
58 bílar Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Bandalag íslenskra BílaBlaðamanna
Mercedes-Benz A valinn Bíll ársins
reynsluakstur toyota gt 86 – skemmtilegt leikfang
n ýja vinkonan mín malar eins og köttur í hæga-
gangi en urrar eins og
ljón þegar ég stíg fast á
bensíngjöfina. Hún heitir
Toyota GT 86 og er leikfang fyrir konur
sem þurfa ekki lengur að skutla börnum
á milli staða. Hún er bíll fyrir töffara –
eins og ég verð eftir 15 ár (búin að reikna
þetta út... þá verður yngsta barnið búið í
menntó).
Fyrrverandi tengdamamma mín í
Suður-Englandi er löngu búin að upp-
götva gleðina við að keyra sportbíl og er í
góðum tengslum við töffarann í sér. Hún
fékk sér BMW sportbíl um leið og börnin
fluttu að heiman og síðan Porsche 911 sem
hún endurnýjaði fyrir stuttu. Af því að hún
getur það.
Þó svo að það sé næstum því
ekki pólitískt rétt að segjast
hafa gaman af því að keyra
góðan bíl í dag (skuldastaða
heimilanna, sjálfbær þróun
o.s.frv.), þá bara get ég ekki
orða bundist (svo er það
kannski dálítið öðruvísi að
vera kona og aka sportbíl. Það
einhvern veginn má). Þegar ég
settist inn í bílinn gat ég ekki
annað en brosað. Og brosið
fór ekki af. Þetta er alvörubíll
fyrir alvöruökumenn – án þess
þó að fara yfir strikið. Hann
öskrar ekkert: „Sjáðu mig!“
Hann hvíslar það.
Ég geri aðrar kröfur til
sportbíla en fjölskyldubíla
enda er hann valinn
á öðrum forsendum.
Sportbílar eru þyngri
í stýri, svo þeir séu
stöðugri á mikilli ferð,
bremsurnar eru annars
konar og hollningin öll. Þó svo að ég mæli
með þessum bíl fyrir ömmur verða þær að
vera nokkuð liprar og léttar á sér til þess
að geta komist inn í bílinn og út úr honum
aftur hjálparlaust því ökumaðurinn situr
svo neðarlega. En það er einmitt það sem
er svo töffaralegt. Mér leið að minnsta
kosti eins og Bond, Jamesínu Bond.
Þau sem vita meira um sportbíla en ég,
elska þennan bíl. Uppáhaldsbílaþáttur-
inn minn, Top Gear, gefur honum topp-
einkunn. Ég gat að sjálfsögðu ekki keyrt
hann hraðar en leyfilegur hámarkshraði
kveður á um og því fékk ég
ekki tækifæri til að fullreyna
kraft vélarinnar en mikið naut
ég þess að gefa aðeins í þegar
græna ljósið kom á gatnamót-
um borgarinnar.
Það var heldur ekki leiðin-
legt að taka fram úr, mér leið
pínulítið eins og þegar ég var
á vespunni minni sem ég ferð-
aðist um á í London forðum
daga, þar sem ég vippaði mér
á milli bíla sem sátu fastir í
umferðarflækju. Ég var bara
á allt öðrum forsendum í
umferðinni en aðrir ökumenn.
Hið sama á við um vinkonu
mína, Toyotu GT 86. Hún er
bara í öðrum leik en hinir
bílarnir. Verst fyrir þá.
Ég heiti Bond,
Jamesína Bond
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
Hann
öskrar
ekkert:
„Sjáðu
mig!“
Hann
hvíslar
það.
Plúsar
+ Fallegur
+ Kraftmikill
+ Skemmtilegur í akstri
Mínusar
÷ Enginn
Helstu
upplýsingar
Verð: Frá 8.090.000 kr
Eyðsla: 7,1*
Hámarksafl: 200**
Breidd: 177,5cm
*lítrar/100km í blönduðum
akstri
**hestöfl
Toyota GT 86 er leikfang fyrir konur sem þurfa ekki lengur að
skutla börnum milli staða. Í þessum sportbíl kemst maður í sam-
band við innri töffara sinn. Hann er alvörubíll fyrir alvöruökumenn.
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri
Öskju, tekur við Stálstýrinu úr hendi Guð-
jóns Guðmundssonar, formanns BÍBB.
Mercedes-Benz A er Bíll ársins 2013 á Íslandi.
Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stendur
að valinu. 38 bílar voru tilnefndir að þessu sinni í
þremur flokkum; fólksbílaflokki, jeppum og jeppling-
um og loks vistvænum bílum.
Fram kemur í tilkynningu að eftir prófanir hafi níu
bílar staðið eftir sem komust í úrslit. Í fólksbílaflokki
voru það Mercedes-Benz A, Volvo V40 og Audi A6. Í
jeppa- og jepplingaflokki Hyundai Santa Fe, Range
Rover Evoque og Audi Q3. Í flokki vistvænna bíla
komust í úrslit Peugeot 508 RXH, Opel Ampera og
Lexus GS 450h. Dómnefnd tók þessa níu bíla til kost-
anna með prófunum. Þar var meðal annars tekið mið
af hönnun, öryggi, aksturseiginleikum og verði.
Niðurstaða dómnefndar var sú að nýr Mercedes-
Benz A væri þess verðugur að teljast bíll ársins á
Íslandi. Um er að ræða gerbreyttan og í raun alveg
nýja gerð af minnsta fólksbíl Mercedes-Benz. Bíllinn
er vel búinn í grunninn og státar af einstaklega fín-
stilltum aksturseiginleikum. Verð á honum er frá 4,6
milljónum króna. Í öðru sæti var Volvo V40 og Audi
A6 í þriðja sæti.
Sigurvegari í flokki jeppa- og jepplinga var ný kyn-
slóð Hyundai Santa Fe. Range Rover Evoque var
númer 2 og og Audi Q3 númer 3. Í flokki vistvænna
bíla stóð Lexus GS 450h tvinnbílinn uppi sem sigur-
vegari. Val Bandalags íslenskra bílablaðamanna
endurspeglar faglegt mat á nýjum bílum sem hafa
komið á markað hérlendis síðastliðna tólf mánuði
og skara fram úr á sviði hönnunar, notkunar, rýmis,
aksturseiginleika, öryggis og verðs. Frumherji er
styrktaraðili valsins
Nýr Mercedes-Benz A Class.
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
12 volt díóðuljós
12v 1,3w12v 1,3w
12v 2,5w 12v 1,66w 12v 1,66w
12v 1,0w
12v 1,2w 12v 1,0w
Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku
Eyða allt að 90% minni orku en halogen
12v 3,0w
Brautarholti 16 S.562 2104 www.kistufell.is
GOTT VERÐ GÆÐI Í 60 ÁR
Tímagír í
bílinn þinn