Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 18

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. V Vafalaust munu starfsmenn Happdrættis-stofu, verði af stofnun hennar, sinna störf-um sínum af kostgæfni, forstjóri stofunnar og aðrir starfsmenn. Hvort þörf er á að bæta við enn einni eftirlitsstofnun ríkisins er hins vegar önnur saga. Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um happdrætti hefur verið dreift á Alþingi. Þar er lögð til innleiðing á lagaákvæðum um aukið eftirlit með happ- drættum, auknar forvarnir og takmörkun á aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi. Koma skal á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem ætlað er að annast faglegt og kerfis- bundið eftirlit með þessari starfsemi hér á landi og vera stjórnvöldum til ráðgjafar um þróun happdrættismála. Í öðru lagi er ætlunin að koma í veg fyrir ólöglega netspilun á erlendum sem innlendum vefsíðum með því að leggja til bann við greiðsluþjónustu. Ýmsum þykir nóg um viðamikið eftirlits- kerfi hins opinbera. Þess er þörf á ýmsum sviðum en öllu má ofgera – og ekki má gleyma þeim kostnaði sem við bætist í viðamiklu, mannfreku og dýru ríkisbákni fámennrar þjóðar. Gagnsemi lögreglu og Langhelgisgæslunnar er ekki dregin í efa og sama á við um Ríkisendurskoðun, embætti skattrannsóknarstjóra og Vinnu- málastofnun, svo dæmi séu tekin. Þá gegna Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið, Matvælastofnun og Póst- og fjarskiptastofn- un mikilvægu hlutverki. En Stóri bróðir er víða á ferð og fylgist með. Nýleg eftirlitsstofnun er Fjölmiðla- nefnd en henni voru sett markmið um aukið faglegt eftirlit með fjölmiðlum. Stofnuð var sérstök sjálfstæð stjórnsýslunefnd, fjöl- miðlanefnd, sem heyrir undir menntamála- ráðherra. Nefndin leysti útvarpsréttarnefnd af hólmi en sú nefnd hafði haft eftirlit með starfsemi hljóð- og myndmiðla. Viðbótar- verkefni nefndarinnar var að hafa eftir- lit með starfi annarra fjölmiðla og annast daglega stjórnsýslu á því sviði, svo vitnað sé í fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012. Hvaða daglega stjórnsýslu þarf að viðhafa um fjöl- miðla, umfram önnur fyrirtæki? Fróðlegt væri að fylgjast með því daglega stússi. Fjölmiðlar dæma sig sjálfir með efni sínu. Hafi notendur þeirra undan einhverju að kvarta eru til margar leiðir til að koma þeim kvörtunum á framfæri og bregðast við þeim – og var löngu áður en þessi tiltekna stjórn- sýslunefnd var sett á laggirnar. Svipað er um fyrirhugaða Happdrætt- isstofu að segja. Ekki skal dregið í efa að góður hugur fylgir því forræði sem þar er boðað þótt erfitt sé að sjá hvernig koma á í veg fyrir notkun fólks á því sem í boði er á netinu. Hitt liggur fyrir, og kemur fram í frumvarpi innanríkisráðherra um þetta sérhæfða stjórnvald, að eftirlit með happ- drættum er fyrir hendi hér á landi. Því sinnir sýslumannsembættið á Hvolsvelli. Sýslumannsembættin eru 24. Þau sinna lögbundnu hlutverki en sum þeirra hafa tekið að sér ákveðin viðbótarverkefni. Það bendir til þess að bæta megi verkefnum á þau, að minnsta kosti sum þeirra. Væntan- lega er ódýrara að fela sýslumannsembætt- inu á Hvolsvelli happdrættiseftirlit áfram fremur en að búa til sérstaka stofnun þar um. Þau gjöld sem taka á af happdrættis- og spilatekjum þeirra aðila sem hafa leyfi til að reka happdrætti, spilakassa og veðmála- starfsemi geta þá gengið til sýslumannsins á Hvolsvelli – og þurfa væntanlega ekki að vera eins há og ef um rekstur heillar happ- drættisstofnunar er að ræða. Eftirlit á ýmsum sviðum á rétt á sér en í þessum efnum eins og öðrum ber að minn- ast frelsis einstaklingsins og þess að fara gætilega með fé skattborgaranna. Guðlaug- ur Þór Þórðarson alþingismaður benti á þau augljósu sannindi í fyrirspurn sinni á þingi um eftirlitsstofnanir fyrr á þessu ári þegar hann spurði um þróun fjárheimilda, starfs- mannafjölda og meðallaun starfsmanna þeirra. Hjá þingmanninum kom fram að ýmislegt benti til þess að eftirlit hefði aukist í tíð núverandi stjórnvalda og mikilvægt væri að vita umfang þess Eftirlitskerfi ríkisins Er þörf á sérstakri Happdrættisstofu? Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is „Ótrúlega skrítið allt saman. Hélt alltaf að fólk væri áhugasamt um Gísla en ég átti ekki endilega von á þessum viðtökum,“ segir Ingi- björg Reynisdóttir. Hún er maður vikunnar að þessu sinni. Bókin hennar um Gísla á Uppsölum tók fyrsta sæti á metsölulista og skaust hún þar með fram úr metsöluhöfundunum Arnaldi og Yrsu. „Þetta er hvort tveggja óvænt og skemmtilegt. Ég er mikið í því að lesa upp á hinum ýmsu stöðum og það er ómetanlegt að fá að hitta svona hina ýmsu og ólíku þjóðfélagshópa.“ Aðspurð segist Ingibjörg vera með fjölda verkefna á prjónunum eftir áramót en þar ber helst að nefna nýja bók, kvikmyndahandrit og leiklistar- verkefni. „Það er alveg nóg að gera. Ég hef verið með sögu í hnakkanum sem farin er að garga á mig. Það er mjög flókin og skemmtileg saga,“ segir Ingibjörg. MaðuR vikunnaR Ingibjörg Reynisdóttir Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Verslunin okkar er komin í jólabúning og er sneisafull af glæsilegum vörum. Fjöldi tækja á sérstöku jólaverði. Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Jólaverð: 5.500 kr. stgr. Gufustrokjárn BOSCH Jólaverð: 27.900 kr. stgr. Ryksuga SIEMENS Jólaverð: 8.300 kr. stgr. Kaffivél SIEMENS Jólaverð: 14.500 kr. stgr. Gólflampi STAVANGER Jólaverð: Matvinnsluvél BOSCH 10.900 kr. stgr. Jólaverð: Rakatæki ANTON 19.900 kr. stgr. JÓLAGJÖF FERÐAMANNSINS Ný og endurbætt útgáfa Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Þar fæst skýr yrsýn yr landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 00. Vegahandbókin Sundaborg 9 sími 562 2600 www.vegahandbokin.is Auðvelt er að etta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yrsýn yr það svæði sem ferðast er um. Hljóðbók! Bókinni fylgir hljóðbók með 22 þjóðsögum. Ítarlegur hálendiskai Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um, ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Gefðu gjöf sem gefur Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Eitt gjafabréf kostar 3000 kr. Hafðu samband solitogo@solitogo.org eða síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf. Heimilið er rekið af Victo sem er nunna í bænum Anehó í Tógó. Fyrir fimmtán árum tók hún að sér unga munaðarlausa stúlku. Síðar bættist önnur stúlka við og smá saman safnaðist í kringum Victo hópur barna. Þegar hún var ráðin til að kenna við skóla í miðbæ Anehó fylgdu börnin með. Nú eru þau orðin rúmlega sjötíu talsins og það er ekki lengur rúm fyrir þau í húsnæðinu við skólann. Þess vegna hefur félagsskapurinn Sól í Tógó tekið að sér að reisa nýtt hús fyrir Victo og börnin. Florentine í Aneho. Nóvember 2012 Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3.000 kr. Farðu á http://solitogo.org/ og fáðu nánari upplýsingar. Þú getur líka sent póst á olitogo@solitogo.org eða hringt í síma 659 75 vi sendum þér gjafabréf. 16 viðhorf Helgin 7.-9. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.