Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 48

Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 48
H ugleikur hefur slegið í gegn með groddalegum örsögum sínum í bók- unum sem kenndar eru við „Okkur“ þar sem hann grínast með viðkvæm mál með einföldum spýtuköllum. Opinberun dregur dám af „Okkur“ bókunum þar sem spýtukallarnir úr þeim örsögum mæta plágum Opinberunarbókarinnar. En nú er allt í lit og þótt Hugleikur sé búinn að slá í gegn mátti hann láta sig hafa það að lita teikningar sínar sjálfur. Stóru karlarnir í myndasögubrans- anum eru flestir með sér mannskap í því að lita fyrir sig, svokallaða „inkera“ sem hafa ekki rutt sér til rúms á Ís- landi. „Það væri óskandi að ég væri með „inker“ og það væri nú fyndið ef ég myndi bara teikna þetta allt með blýanti og ráða síðan fólk til að fara með liti ofan í línurnar og þessa pínu litlu kalla,“ segir Hugleikur sem puðaði lengi við litunina. „Ég teiknaði þetta allt fríhendis og svo litaði ég myndirnar í Photoshop. Það tók miklu lengri tíma en ég gerði ráð fyrir. Ég hef lengi verið að fikta í Photoshop en hef aldrei fattað að tíminn líður öðruvísi á meðan maður er að þessu. Eitthvað sem tekur fjóra klukkutíma í Photoshop finnst manni bara taka svona hálftíma.“ Teiknuð hasarmynd Hinn svart/hvíti Hugleikur segir að efni Opinberunarinnar hafi einfaldlega kallað á liti enda hafi hann stefnt að því að gera kvikmyndalega myndasögu undir miklum áhrifum frá ofurspennu- myndaleikstjóranum Michael Bay sem hefur gert þær ófáar sprengju- veislurnar fyrir framleiðandann Jerry Bruckheimer. „Núna er ég meira að prófa að fara með þessa spýtukalla í ýktan Michael Bay-fílíng og einbeiti mér frekar að ævintýrinu en bröndur- unum. Þegar ég er í bröndurunum þá eru þeir sjálfir og „pönslínan“ eiginlega mikilvægari en teikningin sjálf þannig að það þarf engan lit þar.“ Hulli sækir innblástur í Opinber- unarbók Jóhannesar en Biblían býður að hans mati upp á margt skemmti- legt sem vinna má með. „Það er fullt skemmtilegt í Biblíunni en Opinber- unarbókin er svona alveg klikkuðust. Fram að henni voru öll ævintýrin búin að vera einhvern veginn innan ákveð- ins ramma og í sumum þeirra er meira að segja eitthvert við. Þau ganga upp á sinn hátt. Ævintýrið um Nóa og örkina hans er til dæmis með upphaf, miðju og endi en Opinberunarbókin er bara upptalning á brjálæði,“ segir Hulli sem gerir þó ekki ráð fyrir að sækja sér frekari efnivið í hina helgu bók. „Ég hugsa að ég reyni að draga mig í hlé frá Biblíunni svo ég fái hana ekki of mikið á heilann. Maður verður að passa sig á því. Ég ætla að reyna að gera zombíur næst. Ég er með athyglisverða zom- bíubók í hausnum og ætla að reyna að koma handritinu frá mér sem fyrst.“ Hulli er ekki síður á heimavelli í bíómyndum en myndasögum og hefur legið yfir hryllingsmyndum lengi og því þarf enginn að efast um að upp- vakningar steinliggi ekki fyrir honum. Vísindaleg staðfesting á fyndni Borðspilið Skrípó er líklegt til þess að gera lukku hjá fólki með almennilegt skopskyn en við spilið er mikill styrkur fólginn í góðri kímnigáfu. Spilið er runnið undan rifjum höfunda hins vinsæla Fimbulfambs en í Skrípó eru 150 teikningar eftir skopmyndateiknar- ana Hugleik, Halldór Baldursson, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Sigmúnd. Allur myndatexti hefur verið þurrkaður út af myndaspjöldunum og það kemur í hlut spilara að draga myndir og skrifa við þær fyndinn texta. Eðli málsins sam- kvæmt kemst síðan sá fyndnasti lengst áfram í spilinu. Forlagið gefur Skrípó út en bóka- útgáfan hefur ekki komið nálægt spilaútgáfu áður. „Skrípó er bara svo frábært og fyndið spil að við ákváðum www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk) *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn Myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson er sem endranær með mörg járn í eldinum og lætur til sín taka á tveim ur vígstöðvum fyrir þessi jól. Hann hefur sent frá sér litskrúðuga og kynngimagnaða mynda­ sögu sem hann byggir á Opin berunar bókinni og síðan eru teikningar hans notaðar í borðspilinu Skrípó sem gengur út á glens og grín. Þegar hann prófaði spilið komst hann að því að hann er í raun og veru fyndinn. Ég er í alvörunni fyndinn að slá til og skella okkur út í þetta,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Og Hulli tekur í sama streng. „Ég hef prófað að spila Skrípó og mér finnst þetta frábært spil, þótt ég segi sjálfur frá. Skemmtanagildið er ekkert ósvipað og í Fimbulfambi. Eiginlega bara skemmtilegra fyrir fólk eins og mig þar sem þetta er myndasögutengt,“ segir Hulli. Hulli þurfti varla að lyfta litla putta þegar kom að Skrípó. Eitthvað sem hann kann vel að meta. „Ég gerði í rauninni ekki neitt. Ég á teikningar í spilinu ásamt þremur öðrum myndasöguhöf- undum. Þeir höfðu bara samband, Fimbulfamb- strákanir, og báðu um að fá að nota myndir eftir mig og vildu borga fyrir það þannig að ég sagði bara já. Maður segir oftast já ef maður fær borgað og þarf ekki að gera neitt.“ Í Fimbulfambi átti að reyna að giska á rétta merkingu orða eða orðasambanda en í Skrípó reynir á húmorinn. „Hérna þarftu ekki að hitta á neitt rétt svar. Þú þarft bara að vera fyndinn og sá sem er fyndnastur græðir mest. Sá fyndnasti vinnur. Ég nefnilega spilaði þetta um daginn og ég vann. Ég rústaði öllum hinum og þá gerði ég mér grein fyrir því að ég er í raun og veru fyndinn. Þetta er ekki bara meðvirkni hjá öllum hinum og þarna er bara komin vísindaleg stað- hæfing um að ég er í raun fyndinn og það var ánægjulegt að átta sig loks á því að þetta er ekki bara eitthvert skrum í kringum mig.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Maður segir oftast já ef maður fær borgað og þarf ekki að gera neitt. Hugleikur Dagsson er í raun búinn að teikna hasar­ bíómynd upp úr Biblíunni í bók sinni Opinberun. Hann hefur einnig komist að því að hann er í raun og veru fyndinn. Mynd/Hari 46 viðtal Helgin 7.­9. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.