Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 61
Vatnskannan komin á borðið
Þ
Það orð fer af Skagfirðingum að þeir séu
skemmtilegir og taki tilveruna mátulega
alvarlega. Þessu góða orðspori viðheldur
Björn Jóhann Björnsson, Skagfirðingur og
blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann gaf
út Skagfirskar skemmtisögur fyrir jólin í
fyrra. Skemmtisögurnar fengu ekki aðeins
góðar viðtökur í Skagafirði heldur um land
allt og vermdu metsölulista bókaverslana.
Björn Jóhann safnaði því fleiri skagfirskum
sögum fyrir þessi jól. Þær eru komnar út á
bók, Skagfirskar skemmtisögur 2 – Meira
fjör. Líklegt er að þær hljóti ekki síðri við
tökur.
Björn Jóhann er góður félagi og skemmti
legur. Það þekkir pistilskrifarinn enda
vorum við saman í skipsrúmi Jónasar
Kristjánssonar á DV á sínum tíma. Jónas
á tengingu í Skagafjörðinn, alnafni afa
síns, hins kunna læknis á Sauðárkróki til
margra ára en Jónas læknir stofnaði síðan
Náttúrulækningahælið í Hveragerði. Hann
sigldi vestur um haf og kynnti sér nýjungar
í læknisfræði, meðal annars næringarfræði.
Sú ferð er talin marka upphaf náttúrulækn
ingastefnunnar hér á landi. Jónas Kristjáns
son ritstjóri hefur áratugum saman skrifað
um mat og matarmenningu, meðal annars
barist gegn óhóflegri sykurneyslu – og
sækir það ekki í sjöunda lið því Jónas, afi
hans, hóf á sinni tíð baráttu fyrir breyttu
mataræði Skagfirðinga, að því er fram
kemur í bók Björns Jóhanns. Einnig varð
Jónasi lækni „tíðrætt um meltingarkvilla
eins og harðlífi og áttu menn helst að hafa
hægðir þrisvar á dag,“ eins og segir í bók
inni. „Ekki leist öllum Skagfirðingum vel á
þessar nýju kenningar,“ segir enn fremur,
„og til varð þessi vísa hjá Gísla Magnússyni
í Eyhildarholti:
Jónas læknir ætti í
eigin barm að líta.
Ætl’ann sjálfur yndi því
alltaf að vera að skíta?“
Skagfirskir alþýðumenn voru höfðingja
djarfir, ef marka má bók Björns Jóhanns.
Þar segir frá samskiptum Guðmundar
Oddssonar, sem lengi bjó á
Sauðárkróki, og Jónasar
læknis. Guðmundur,
sem kallaður var Gvend
ur snemmbæri, var eitt
sinn að skipa upp fiski
úr bát sínum þegar
lækninn bar að. „Þú
hefur aflað vel, Guð
mundur minn,“ sagði
læknirinn. Ekki stóð á
svari hjá Gvendi: „Ekki
held ég að þér þyki þetta
nú mikið, sem tekur
mörg hundruð krón
ur fyrir að rista eina
kerlingu á kviðinn.“
Fleiri Skagfirð
ingar hafa þénað
vel en Jónas lækn
ir. Í bókinni segir af
skipverjum togar
ans Drangeyjar
SK sem komu
í land á Krókn
um eftir góðan
túr og
vænan hásetahlut. „Ekkert fljótfengið vín
reyndist til staðar, og lítið til af brugguðu,
og því var ákveðið að panta flugvél frá Ísa
firði til að fljúga með þá skipsfélaga frá
Króknum til Siglufjarðar, sem var næsta
ríkisverslun í þá daga.
Þar var völlur á mönnum, vel keypt af vín
inu á Sigló og síðan tekið á loft á ný. Upp
götvaðist þá skýjum ofar, þegar menn tóku
vodkaflöskurnar úr kössunum, að gleymst
hafði að kaupa blandið. En menn dóu ekki
ráðalausir:
Förum í Grímsey!
Þangað var síðan flogið til að redda gos
inu en þegar vélin lenti var komið kvöld.
Þurfti því að opna verslunina til að bjarga
skipverjunum skagfirsku um blandið!“
Ef lagfæra þarf það sem betur má fara
eru engir til þess betri en Skagfirðingar.
Björn Jóhann segir þannig af Erlingi Erni
Péturssyni sem lengi rak verslunina Tinda
stól á Sauðárkróki, eftir að hafa tekið við
rekstrinum af foreldrum sínum. Þegar hann
lét af verslunarrekstrinum og flutti suður
á mölina, eins og margir aðrir, innritaði
hann sig í ensku í öldungadeild MH og gaf
eftirfarandi skýringu á skólavistinni: „Ég
er að vísu ágætlega að mér í ensku en mér
fannst ég þurfa að bæta svolitlu við mig.
Ég er nefnilega ekki alveg ánægður með
þýðingar Helga Hálfdanarsonar á Shake
speare!“
Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg
stundaði hins vegar þýðingar í raun og veru
og þýddi meðal annars nokkrar af Ævin
týrabókunum eftir Enid Blyton. Kristmundi
mun hins vegar, að því er fram kemur í
skagfirsku skemmtisögunum, hafa leiðst
að þýða „kerlinguna“ eins og Blyton hét á
heimilinu á Sjávarborg. Þegar tilkynnt var í
hádegisfréttum um andlát rithöfundarins á
Kristmundur að hafa rekið upp fagnaðaróp
í eldhúsinu:
„Hún skrifar þá ekki fleiri bækur, fjanda
kornið!“
„Kristmundur vissi hins vegar ekki þá að
Enid Blyton hafði gefið út á sjöunda hundr
að bóka, langflestar óþýddar!“
Hvort Skagfirðingar eru heilagri en aðr
ir skal ósagt látið en svo mætti þó álykta
af frásögn af Hólahátíð. Þar var „um árið
mættur fjöldi presta og kirkjan yfirfull af
fólki víða að af Norðurlandi. Einn af prest
unum, líkast til úr Skagafirði, segir þá við
annan: Fátt er hér af guðsbörnum – flestir
Akureyringar.“
Sagt hefur verið um skagfirska karla
að þeir séu söng gleði og kvennamenn.
Rétt þykir því að ljúka þessum skagfirska
pistli með stuttri sögu hins þvottekta Skag
firðings, Björns Jóhanns Björnssonar „af
ónefndum karli á Sauðárkróki sem var
þeirrar undarlegu náttúru gæddur að það
leið alltaf yfir hann þegar hann hafði mök
við konuna sína. Hún varð því að skvetta
á hann vatni svo hann rankaði við sér. Á
kjaftastæðinu svonefnda við bryggjuna var
karlinn stundum heldur glaðhlakkalegur,
glotti við tönn og sagði:
Jæja piltar. Vatnskannan er komin á borð
ið í kvöld!“
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
MEINDL
GÖNGUSKÓR
GÆÐI Í GEGN
ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF.
Í Réttindagátt getur þú séð greiðslur þínar vegna
heilbrigðisþjónustu. Með því að skrá bankareikning og
netfang tryggir þú að allar endurgreiðslur verði lagðar
inná reikning þinn og þér jafnframt sendur tölvupóstur.
SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS
LAUGAVEGI 114
150 REYKJAVÍK
WWW.SJUKRA.IS
Kannaðu málið í
Réttindagátt á sjukra.is.
Átt þú inni endurgreiðslu
vegna heilbrigðisþjónustu?
www.sjukra.is
Hjálpaðu okkur að tryggja rétt þinn.
Mötuneyti HB Granda hf Reykjavík
auglýsir eftir starfmanni
Starð felst í aðstoð í eldhúsi og
viðkomandi þarf að geta leyst
matráð af í fríum.
Nánari upplýsingar gefur
Arnbjörn í síma 550-1059
eða með tölvupósti á
matsalur@hbgrandi.is
Helgin 7.-9. desember 2012 viðhorf 55