Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 62

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 62
Auður hefur hlýtt og hæglátt við- mót, lágstemmd röddin er hljómþýð en ákveðin. Hún er kennari að Guðs náð og þess vegna opnast verk hennar fyrir manni þegar hún talar um þau. Í Undantekningunni eru nokkrir meginþræðir sem allir fléttast saman. Nær allar persónur bókarinnar eru að skrifa, þau eru skáld. Persónurnar skrifa barnabækur, krimma, fræðirit, leikrit, ljóðabækur. „Fyrir utan söguhetjuna,“ segir Auður og er strax kominn á kaf í að kryfja verkið. „Hún er undantekning- in. Stærsta undantekningin.“ Björn Th. Björnsson Auður lærði sem fyrr segir í Frakk- landi. Hún bjó í sjö ár í París en þar áður hafði hún búið í tvö ár á Ítalíu. Hún ólst upp í Reykjavík, fyrst við Tjörnina, en svo flutu foreldrar hennar inn í Laugardal. Þau voru fimm systk- inin, öll ólík og hafa farið sínar eigin leiðir. Hún er dóttir Ólafs Tryggvason- ar rafmagnsverkfræðings („ljóðelskur og mikill náttúruverndarsinni,“ segir Auður) og Sigríðar Ingimundardóttur („hún var framkvæmdastjóri heim- ilisins,“ segir Auður) og Auður segir að hún hafi verið svo heppin að vera númer fjögur í röðinni og gat því leyft sér að vera frekar ósýnileg. Hún er dúx úr Menntaskólanum við Sund og fannst alltaf ofboðslega gaman í skóla („þannig nemendur verða oft kenn- arar“). Á menntaskólaárunum las Auður viðtal við Björn Th. Björnsson list- fræðing í einhverju dagblaðanna og róttæk og djörf sýn hans á sköpun kveikti í henni. Hún ákvað að hún yrði É g var nú svo djörf að stela undirtitli frá Hórasi og Arit-stóteles, de arte poetica eða um skáldskapinn,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur um nýjustu bók sína, Undantekninguna, sem kom út á dögunum og verður að teljast besta bók ársins. Enda búið að hlaða hana lofi í fjölmiðlum og um síðustu helgi var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auður segir að sig hafi langað til að skrifa um skáldskap í þessari nýju bók þannig að skáldskapurinn yrði að persónu í skáldsögunni. Henni tókst það og gerir það í gegnum fléttu og magnaða persónusköpun. Auður ljómar þegar hún talar um nýju bókina sína og líka þegar talið berst að síðustu skáldsögu hennar, Afleggjaranum, sem farið hefur sigurför um Frakkland síðustu misseri. Í síðustu viku áritaði hún 138 bækur á tveim tímum í Frakk- landi og fólk stóð í biðröð til að hitta skáldið, samkvæmt útgefanda hennar á Íslandi, sem er Bjartur bókaforlag. Frönsku lesendur Auðar komu margir hverjir færandi hendi og gáfu henni súkkulaði og hunang, sultur og bækur, líkjöra og döðlur, myndir og meira súkkulaði. Hún er undantekningin Í Frakklandi er Auður á heimavelli en þar menntaði hún sig og bjó lengi eða þar til hún flutti heim til að kenna listfræði sem hafa lengi verið hennar ær og kýr. „Ég kom heim og fór að kenna í gamla Leiklistarskólanum og MR,“ útskýrir Auður sem kennir enn og er nú lektor í listfræði við Há- skóla Íslands. Henni þykir miklu skemmtilegra að tala um bækurnar sínar og hið frábæra leikrit Svartur hundur prestsins sem verður að teljast til betri íslenskra leikverka. Hún nærri því andvarpar þegar tala á um Auði Övu, manneskjuna á bak við höfundinn, og segist ekki vilja leyna neinu en hún hafi ávallt verið dálítil prívat manneskja. Þegar fiðrildi blakar væng í Singapúr rignir í Stykk- ishólmi. Auður Ava Ólafs­ dóttir rithöf­ undur sló í gegn fyrir nokkrum árum með skáldsögunni Afleggjarinn en nú sendir hún frá sér hina frábæru skáldsögu, Undantekn­ inguna. Hún ljómar öll þegar hún talar um verkin sín en finnst erfiðara að tala um sjálfa sig. Mikael Torfason settist niður með henni og rakti úr henni garnirnar. Eða hann reyndi það. Mjög flókið að vera manneskja að læra listfræði: „Mér fannst svo margt sem hann sagði mjög spennandi og það púslaðist saman við margar þreifingar og langanir hjá sjálfri mér.“ Auður verður nærri þreytt á að ræða um sjálfa sig en ljómar aftur þegar hún segist eiga tvær stelpur, þær Melkorku Sigríði Magnúsdóttur danshöfund (hún gerði einmitt kóríógrafíu í Svört- um hundi prestsins) og Arndísi Lóu Magnúsdóttur, nema við Menntaskólann í Hamrahlíð. Tveir óreiðuflókar Auður reynir ávallt að smygla inn djúpri merkingu í bækur sínar. Sjálf segir hún að það sé sér eðlislægt að skrifa svona. Bækur hennar eru í mörgum lögum og hægt að kryfja þær nær óendanlega mikið. Eins og fyrr segir þá er skáld- Framhald á næstu opnu Auður Ava Ólafsdóttir hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem heitir Undantekningin en hún er tilnefnd til Bók­ menntaverðlauna Íslands. Lj ós m yn d/ H ar i 56 viðtal Helgin 7.­9. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.