Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 77
Ekki láta húðina fara í jólaköttinn...
www.egf.is
Farðu á stefnumót með Dr. Alex
Dr. Alexander Schepsky, sérfræðingur frá
Sif Cosmetics, býður upp á húðmælingar
fyrir jólin. Fáðu upplýsingar um rakastig og
teygjanleika húðarinnar og ráðleggingar um
umhirðu hennar.
• ATMO, Laugavegi – lau. 8. des. kl. 15-18
• Lyf og heilsa, Kringlunni – sun. 9. des. kl. 15-18
• Lyfja, Smáralind – lau. 15. des. kl. 15-18
• Sigurboginn, Laugavegi – sun. 16.des. kl. 15-18
EGF Húðdropar eru einu
húðdroparnir sem innihalda
frumuvaka sem er
náttúrulegur húðinni.
TM
Samtök um líkamsvirðingu
sendu fyrir nokkru erindi til
stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis um mikilvægi
þess að nefna holdafar á meðal
þeirra atriða sem talin eru upp
undir ákvæði um jafnrétti í
stjórnarskrá.
Í athugasemd frá samtökunum
kemur fram að rannsóknir sýni
að fordómar vegna holdafars
séu með algengustu fordóma
í vestrænum ríkjum. Einnig
kemur þar fram að íslenskar
rannsóknir sýna að mismunun
vegna holdafars eigi sér stað
í hér á landi og dæmi séu um
að fólki hafi verið meinað að
ættleiða börn sökum holdafars.
Samtök um líkamsvirðingu
eru hópur sem berst gegn
fitufordómum og hafa það að
markmiði að stuðla að virðingu
fyrir fjölbreytileika holdafars,
jákvæðri líkamsmynd. Sam-
tökin leggja sitt af mörkum til að
vinna gegn útlitsdýrkun og fitu-
fordómum og segja að siðlausar
og óheilbrigðar áherslur séu
á holdafar, meðal annars í
fjölmiðlum. Þau benda á að
líkamsvöxtur sé ekki endilega
mælikvarði á heilbrigði. Sam-
tökin hafa það að markmiði að
binda endi á átraskanir, stríðni
vegna holdafars og stríðið gegn
offitu.
Segja Holda-
far ekki
mælikvarða
á heilbrigði