Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 104
Kúbuferð Ný plata frá Sigurði guðmuNdSSyNi og memfiSmafíuNNi
Ekki eins ungur og baldinn og maður var
S igurður Guðmundsson söng sig inn í hjörtu landsmanna með plötunni Oft spurði ég mömmu
sem kom út fyrir fjórum árum. Í kjölfarið
kom jólaplatan Nú stendur mikið til sem
sömuleiðis naut mikilla vinsælda. Báðar
voru plöturnar gerðar undir merkjum
Memfismafíunnar, sem er eins konar
regnhlífarsamtök tónlistarmanna sem
eiga samastað í hljóðverinu Hljóðrita í
Hafnarfirði. Óumdeildur foringi hópsins
er upptökustjórinn og þúsundþjalasmið-
urinn Guðmundur Kristinn Jónsson,
Kiddi.
Meðlimir Memfismafíunnar bera, auk
áðurnefndra platna, ábyrgð á fjölmörg-
um vinsælum plötum sem gefnar hafa
verið út síðustu ár, plötum Baggalúts
og Hjálma, Diskóeyjunni og svo mætti
áfram telja.
Nú er þriðja platan þar sem Sigurður
er í aðalhlutverki komin út. Hún kall-
ast Okkar menn í Havana og var tekin
upp á Kúbu á tíu daga tímabili í október
síðastliðnum. „Þetta var hugmynd sem
fyrst kom upp í vor en lagðist svo í dvala.
Svo fórum við aftur að velta þessu fyrir
okkur í ágúst og fórum þá á fullt að finna
leið til að gera þetta. Okkur leist nú ekki
á að leggja í þetta fyrr en á næsta ári en
Kiddi vildi keyra allt á fullt eins og hann
er vanur. Hann er ekki mikið fyrir að
sitja og bíða,“ segir Sigurður í samtali við
Fréttatímann.
Auk Sigurðar og Kidda voru með í för
Samúel Jón Samúelsson, Bragi Valdimar
Skúlason og Tómas R. Einarsson. Allir
eiga þeir lög á plötunni en Bragi Valdi-
mar sér alfarið um textagerðina. Auk
þess var í föruneytinu kvikmyndagerð-
armaður sem skrásetti það sem á daga
þeirra dreif. Heimildarmyndin fylgir
geisladisknum.
Sigurður segir að tónlistin á Okkar
mönnum í Havana svipi nokkuð til
fyrri verka hópsins. „Í raun er þetta
bara næsti kafli, býst ég við. Þetta rann
alla vega frekar auðveldlega. Þetta er
kannski aðeins annað grúv en þetta er
ekki víðsfjarri því sem hefur verið á
hinum tveimur plötunum.“
Hitinn hefur ekkert vafist fyrir
rauðbirknum, tveggja metra íslenskum
söngvara?
„Nei, nei, ég vissi sirkabát hvað ég var
að fara út í. Maður hefur verið í hita áður,
ég var á Spáni í sumar og svo tókum við
upp á Jamaíka með Hjálmum. Þetta gekk
mjög vel, þangað til ég kvefaðist.“
Útgáfutónleikar plötunnar voru haldn-
ir á dögunum, bæði í Hofi á Akureyri og í
Háskólabíói, og þóttu heppnast vel. Ekki
eru fleiri tónleikar fyrirhugaðir. Sigurður
hefur enda í nógu að snúast. Auk fjölda
verkefna í tónlistinni eignaðist hann sitt
fyrsta barn fyrir skemmstu. „Það tekur
auðvitað smá tíma hjá manni. Maður er
ekki eins ungur og baldinn og maður var
hér um árið.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Sigurður Guðmundsson og félagar í Memfismafíunni fóru til Kúbu í
október og tóku upp plötuna Okkar menn í Havana. Með Sigurði í för
voru Kiddi Hjálmur, Samúel Jón Samúelsson, Tómas R. Einarsson og
Bragi Valdimar Skúlason.
Sigurður Guðmundsson
kunni vel við sig við upptökur
á Kúbu í október.
„Kiddi vildi keyra
allt á fullt eins og
hann er vanur. Hann
er ekki mikið fyrir
að sitja og bíða.“Sigurður Guðmundsson og félagar með kúbverskum samverkamönnum sínum.
Afkastamikill Óskar
Óskar Guðjónsson saxófónleikari er ekki maður
einhamur því í vikunni komu út þrjár plötur þar sem
hann lætur til sín taka. Fyrst ber að geta plötu hans
og hins brasilíska Ife Tolentino,
söngvara og gítarleikara, Voce
Passou Aqui eða Þú komst hér
eins og hún myndi kallast á ís-
lensku. Á disknum leika einnig
Eyþór Gunnarsson píanó-
leikari, Matthías Hemstock
trommari og Ómar Guðjónsson
gítarleikari og bróðir Óskars. Á
þriðjudagskvöld kynna Óskar
og félagar plötuna á tónleikum
í Iðnó. Þeir hefjast klukkan 21
og miðaverð er 2.500 krónur.
Þá komu út tvær skífur frá
djassveit þeirra bræðra,
ADHD. Fyrri tvær skífurnar
hafa fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda og
tónlistaráhugafólks. Ásamt Óskari og Ómari skipa
sveitina Davíð Þór Jónsson píanóleikari og Magnús
Trygvason Eliassen trommari. Fyrr á árinu sendi
Óskar frá sér plötuna The Box Tree ásamt Skúla
Sverrissyni bassaleikara. Ótrúlegt ár hjá Óskari.
Jónas og Ómar á mölinni
Í kjölfar vel heppnaðar tónleikaferðar um landið
munu þeir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson
halda tónleika í Reykjavík í næstu viku. Tónleik-
arnir verða á Kex Hosteli á
fimmtudags- og föstudags-
kvöld, 13. og 14. desember.
Tónleikaferð þeirra félaga
vakti nokkra athygli í fjöl-
miðlum enda lögðu þeir
upp í ferðina í húsbíl en
þurftu að verða sér út um
fjórhjóladrifinn jeppa þegar
vetrarfærðin reyndist hús-
bílnum um megn. Alls léku
þeir á fjórtán tónleikum á
fjórtán dögum.
Jónas og Ómar eru vanir
að troða upp með hljóm-
sveitum en á þessum túr eru þeir tveir einir, með tvö
trommusett á sviðinu og úr verður skemmtilegur
bræðingur. Tónleikarnir á Kexi hefjast klukkan 21
bæði kvöldin og aðgangseyrir er tvö þúsund krónur.
Jónas Sigurðsson og
Ómar Guðjónsson.
Hljómsveitin
ADHD. Frá vinstri
eru Óskar, Ómar,
Davíð og Magnús.
98 tónlist Helgin 7.-9. desember 2012
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn,
matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu
skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
GEFÐU
HÆNU
P
IP
A
R
\T
B
W
A
• S
ÍA
• 102985