Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 106

Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 106
 Í takt við tÍmann Edda Sif PálSdóttir Sumum finnst skrítið að ég fari ein í bíó Edda Sif Pálsdóttir er 24 ára íþróttafréttamaður á RÚV og meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Hún dansar við tóna kærastans á skemmtistöðum bæjarins en kann líka vel að meta að vera ein. Staðalbúnaður Ég er svolítill geðklofi í þessum fata- málum og fataskápurinn er mjög fjölbreyttur. Núna er ég til dæmis í blómabuxum og Timberland-skóm en svo á ég til dæmis leðurjakka með göddum. Rauði þráðurinn er þó að ég vil vera í þægilegum fötum. Sérstak- lega í vinnunni þar sem ég þarf að vera mikið á hlaupum. Ég er ekki mikið á hælum þar, þó mér finnist alveg gaman að gera mig fína stundum. Hér heima versla ég mest í Zöru og Top- shop en ég versla samt mest í lotum þegar ég fer til útlanda. Þá er ég mjög hrifin af H&M og Monki til dæmis. Hugbúnaður Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég þangað sem er mest fjör á dans- gólfinu og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Það vill svo til að kærastinn minn er plötusnúður og það er alltaf mikið fjör þar sem hann er að spila. Ég komst líka að því um daginn að það er mjög kósí að sitja á Næsta bar og maður hittir allskonar fólk. Það er fínt að byrja þar og fara svo að dansa. Ég hef aldrei átt líkams- ræktarkort, mín líkamsrækt er að fara út að labba með hundinn minn og fara í sund. Ég fylgist mikið með íþróttum hvort sem ég er að vinna eða ekki. Uppáhalds sjónvarpsefnið mitt er samt Homeland og nú eru mánu- dagar heilög stund. Ég fer stundum ein í bíó. Sumum finnst það skrítið og vandræðalegt og fólk horfir alveg stundum á mann. Mér finnst það fínt, það hentar til dæmis mjög vel ef kær- astinn er að vinna langt fram á nótt. Ég hef líka farið ein á tónleika. Það var skrítnara. Vélbúnaður Ég gekk í Apple-liðið í fyrra. Ég keypti mér Apple-tölvu og safnaði mér svo fyrir iPhone sem ég keypti í febrúar. Svo var honum stolið þegar ég fór til Barcelona og ég þurfti að vera með gamlan síma í mánuð á eftir, alveg buguð. Það var voða erfitt að vera án iPhone þegar maður var búinn að venjast honum. Á hinn bóginn fylgdi því ákveðin ró og um tíma fannst mér bara fínt að vita ekki hvað annað fólk borðaði í hádegismat. En ég safnaði mér samt fyrir nýjum iPhone og nú er fátæki námsmaður- inn og ríkisstarfsmaðurinn búinn að kaupa sér tvo slíka á einu ári. Ég eyði alltof miklum tíma á Facebook og Twitter er hálfgert vinnutæki. Svo er líka brjálað að gera á Instagram. Aukabúnaður Mér finnst mjög gott að borða og við kærustuparið erum kannski ekki alveg nógu dugleg að elda. En við erum að fara að flytja í eigin íbúð og þá er stefnan að gera eitthvað róttækt í eldhúsinu. Ég fer oft á Sushilestina, þar er fáránlega gott sushi og ótrúlega gott að sitja þar og borða í rólegheitunum. Á Grillmarkaðinum fær maður mjög góða nauta- steik og mjög góða kokteila líka. Annars er ekki gott fyrir píslir eins og mig að drekka sterka drykki og ég panta mér oftast Som- mersby þegar ég fer á bar. Ég keypti minn fyrsta bíl í sumar og ek nú um á fal- legum, kóngabláum Golf. Ég hef sérlegan áhuga á kirkjugörðum eftir að ég vann í kirkjugarði í þrjú sumur. Ég reyni að heim- sækja kirkjugarða þar sem ég fer. Ég veit að þetta er mjög skrítið en mér finnst bara eitthvað róandi að labba um í kirkjugörðum. Það er svo mikið af sögum þar. ÍSLENSKAR BARNABÆKUR Leyndarmál Kela. Útgáfuhóf í Eymundsson Skólavörðustíg, Laugardaginn 8.des. klukkan 17-19. Nýkomnar í verslanir Nýja útgáfan af sögunni um Búkollu er nú loksins komin! Ævintýri sem á erindi inn á hvert heimili.  Söfnun dagur rauða nEfSinS Er Í dag Palli frumflytur nýja útgáfu af Unicef-laginu Dagur rauða nefsins er í dag, föstudag. Í kvöld verð- ur söfnunarþáttur í beinni útsendingu á Stöð 2 þar sem þjóðin verður glödd með gríni og skemmtun en um leið er vakin athygli á neyð barna um allan heim og verkefnum Unicef. Fjölmargir Íslendingar eru heimsforeldrar hjá Unicef og nota samtökin daginn til að hvetja fleiri til að slást í hópinn. Einn ötulasti stuðningsmað- ur Unicef er poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson. Í fyrra kynnti hann sér aðstæður barna í Síerra Leóne og verk- efni Unicef á svæðinu. Í kjölfar heimsóknarinnar samdi hann einnig lag dagsins sama ár, Megi það byrja með mér, sem hlaut góðar viðtökur. Í skemmtiþættinum á Stöð 2 í kvöld munu Páll Óskar og Monika Abendroth frumflytja nýja útgáfu af laginu, Megi það byrja með mér, en auk þeirra treður fjöldi þekktra skemmtikrafta upp. Sem dæmi má taka Dóra DNA, Loga Bergmann Eiðsson, Önnu Svövu Knútsdóttur, Þór- unni Antoníu Magnúsdóttur, Steinda Jr., Halldór Gylfa- son og Ilmi Kristjánsdóttur. Útsending Stöðvar 2 hefst klukkan 19.30. Páll Óskar með skjólstæðingum Unicef í Síerra Leóne. Edda Sif Pálsdóttir íþrótta- fréttakona er búin að kaupa sér tvo iPhone á þessu ári. Ljósmynd/Hari 100 dægurmál Helgin 7.-9. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.