Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 32

Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 32
Lífið er engin Disney-mynd Ólafur Helgi Móberg kynntist eiginmanni sínum í gegnum einkamálasíðu, fyrsta stefnumótið þeirra var á Disney- mynd og í sumar gengu þeir í hjónaband. Lífið hefur þó ekki verið neinn dans á rósum hjá Ólafi því nauðgun sem hann varð fyrir í Mílanó þar sem hann var við tískunám varð til þess að tilvera hans einkenndist um tíma af kvíða og van- máttarkennd. Honum tókst um síðir að vinna sig frá þeirri reynslu, hann útskrifaðist sem tískuhönnuður í haust og stefnir á að hasla sér völl á því sviði. É g hef titlað mig sem tísku-, búninga- og brúðkaupshönnuð. Mér finnst skemmtilegast að hanna fyrir brúð- kaup – ég fann sérstaklega fyrir því fyrir mitt eigið brúðkaup,“ segir Ólafur Helgi Móberg Ólafsson sem útskrifaðist í haust úr tískuhönnunarnámi frá Nuova Acca- demia di Belle Arti Milano á Ítalíu. Þann 29. júní gekk hann að eiga unnusta sinn til fjögurra ára, Daníel Móberg Guðjónsson, og auk þess að sjá um allan undirbúning fyrir brúðkaupið hannaði Ólafur Helgi einnig fötin sem hann klæddist – jakkaföt innblásin af brúðarkjól. Ólafur Helgi er líkamlega fatlaður með skakkan hrygg en hann hefur ekki látið fötlun sína aftra sér frá því að láta drauma sína rætast og vera opinn fyrir ástinni. „Ég hafði aldrei áður verið á föstu og þetta er því fyrsta sambandið mitt. Við kynntumst í gegn um Einkamál.is. Ég millilenti í Kaupmannahöfn þegar ég var á leið heim í jólafrí frá Mílanó árið 2007 og ákvað að skrá mig á einkamálasíðu í von um að hitta einhvern í Kaupmannahöfn til að fara með út á lífið. Ég kynntist engum þar en fékk póst frá Daníel sem var á Íslandi. Við send- um hvor öðrum löng bréf og ákváðum loksins að hittast þó ég hefði í raun ekki verið að leita að kærasta. Fyrsta stefnumótið var 29. desember. Hann sótti mig heim til mömmu, þar sem ég bjó þá, og við fórum á bíómynd sem ég hafði valið. Þetta var Disney-myndin Enchanted og hún fjallar um teiknimyndaprinsessu sem lendir inni í raunveruleikanum. Amy Adams lék prinsess- una. Ég vissi ekki hvernig Daníel myndi lítast á myndina. Hann sagði mér seinna að hann hefði orðið svolítið hissa þegar myndin var að byrja því hún byrjar sem teiknimynd en við hlógum báðir mikið yfir henni og í dag er þetta í raun myndin okkar. Þegar hann keyrði mig heim eftir bíóið teygði ég mig yfir til að kyssa hann á kinnina, eins og allir gerðu á Ítalíu, en hann hélt að ég ætlaði að kyssa hann á munninn og kyssti mig á móti. Þarna kysstumst við í fyrsta skipti og ég fékk fiðring í magann.“ Ákvað 13 ára að verða dragdrottning Ólafur Helgi heillaðist snemma af leiklist, fram- komu og búningum. Þegar hann á unglingsaldri og sá myndina Priscilla – Queen of the Desert, sem fjallar um dragdrottningu, var ekki aftur snúið. „Ég sagði þá við bróður minn að ég ætlaði að verða dragdrottning þegar ég yrði stór og fór í fyrsta skipti í drag þegar ég var 13 ára.“ Ólafur Helgi fór í Fjölbrautaskóla Breiðholts en fann sig ekki í námi. Hann tók þá áhugasviðspróf og var ráðlagt að fara á handíðabraut. „Ég kunni ekki einu sinni að þræða saumavél þegar ég byrjaði en fannst þetta nám ótrúlega spennandi og mér fannst virkilega gaman að skapa flíkur. Ég tók þátt í starfi leiklistarhópsins í skólanum og þegar settur var upp söngleikur um Abba fékk ég að hanna alla búninga og leika aðalhlut- verk. Upphaflega ætlaði ég að fara til Ítalíu og læra leikhúshönnun en á síðustu stundu ákvað ég að læra tískuhönnun. Ég var búinn að gera mér grein fyrir að það voru tískuhönnuðir sem hönnuðu fyrir öll stóru tónlistarmyndböndin og fannst sá heimur líka heillandi.“ Árið 2002 markaði tímamót hjá Ólafi Helga þegar hann kom út úr skápnum og sama ár tók hann þátt keppninni Dragdrottning Íslands. „Þetta var svo ótrúlega gaman að ég tók aftur þátt ári seinna og sigraði þá sem Starina. Ég var í kjól sem ég hannaði og ákvað að þegar ég færi í drag væri það alltaf mín hönnun. Ég reyndar fer í kjóla sem mér eru gefnir en ég hef aldrei keypt mér kjól. Þegar ég hanna sé ég alltaf umhverfið og Kjóllinn sem Ólafur Helgi klæðist hér er hluti af lokaverkefni hans við hönn- unarskóla í Mílanó sem var innblásið af fantasíu. Afgang af efninu notaði hann til að búa til föt á brúðarmeyjarnar í brúðkaupinu sínu í sumar, sem og vesti hringaberans. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opna 32 viðtal Helgin 18.-20. október 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.