Fréttatíminn - 18.10.2013, Side 40
40 fjölskyldan Helgin 18.-20. október 2013
Skortur á þakklæti er sök hinna fullorðnu
A sante sana, Maka Pola, asante“, hrópar margradda kór tólf stúlkna þegar ég rétti hverri fyrir sig litla fernu með ávaxtasafa. Í snarþýðingu úr swahili yfir á íslensku, myndi setningin hljóma einhvern veginn svona: „Takk innilega,
Magga Pála, takk fyrir mig“.
Hversu oft hef ég ekki rétt barni og börnum fernu af þessu tagi eða gaukað ein-
hverju lítilræði að litlu kríli án þess að heyra fagnaðarlæti eða þá að þakkað sé sérstak-
lega fyrir sig. Hvert augnablik með þessum munaðarlausu stúlkum í Daar es Salaam
í Tansaníu minnir mig harkalega á skuggahliðar allsnægtanna heima á ísaköldu landi
harla mörgum breiddargráðum norðar en litla athvarfið sem hópur Íslendinga hefur
byggt upp hér á síðustu mánuðum. Þær skortir nánast allt sem heima þykir sjálfsagt
og alls ekki þakkarvert en af sumu eru þær margfalt ríkari en börn efnaðri þjóða.
Þær eiga óendanlega gleði með allt sem gert er með þeim og fyrir þær og þær eiga
undrun barnshugans óspillta yfir öllu þessu skrýtna og skemmtilega sem leynist
í heiminum eins og miðaldra, hvítri konu sem kútveltist rennsveitt með þeim um
gólfið. Svo eiga þær þakklæti hjartans. Þakklæti fyrir ávaxtadrykk, þakklæti fyrir
eina skólabók, þakklæti fyrir eina stund sem gleður, þakklæti fyrir lífið og til-
veruna. Þetta er þeirra ríkidæmi sem allsnægtir Vesturlanda hafa svipt börnin sín í
tómu hugsunarleysi.
Ég vanda mig ógn og skelfing að hlaða ekki á þær gjöfum í hvert skipti sem ég
kem á heimilið til að spilla ekki þeirra hreina hjarta því ég veit sem er að kálfar
launa sjaldnast ofeldi. Svo hugsa ég heim til allra barnanna sem hafa ekki fengið
að æfa þakklæti því að leikföng og munngát eru partur af daglegu lífi og þar af
leiðandi ekki þakkarvert. Það er ekki við þau að sakast þótt þau hrópi; „mig langar,
mig langar“, það er okkar fullorðinna að snúa við blaðinu. Það er nefnilega ekki
bara skorturinn sem hefur kennt stúlkunum mínum þakklæti, heldur hefur þeim
verið kennt að þakka fyrir sig í þau fáu skipti sem þeim hlotnast gjöf eða þeim er
gerður dagamunur með einhverjum hætti.
Allsnægtir Vesturlanda eru í sjálfu sér ekki orsökin fyrir skorti á þakklæti
barna. Við, hin fullorðnu, gleymum að þakka fyrir það sem við eigum – bæði hátt
og í hljóði. Við berum börnum endalaust óþarfa gjafir og réttum sælgæti og sælgætis-
drykki við öll hugsanleg sem óhugsanleg tækifæri í stað þess að aga okkur í hófsemi og
gæta að aurunum okkar. Síðan gleymum við að „láta“ börnin þakka fyrir sig þar til þau
eru farin að krefjast og heimta af tómu vanþakklæti eins og við orðum það!
Hver veit nema fjölskyldur geti valið að venda sínu kvæði í kross og farið að æfa bæði
hófsemi og þakklæti. Þökkum fyrir matinn umyrðalaust, föðmum og þökkum fyrir
hverja gjöf. Segjum frá öllum þeim sem eiga minna og hafa minna og hvernig væri að
eiga krukku á heimilinu fyrir smápeninga sem eru látnir renna til þurfandi barna og
fjölskyldna heima og heiman. Tölum um gleði okkar yfir öllu því sem við eigum, húsa-
skjól og næringu, heimili og fjölskyldu og fyrir að eiga hvert annað.
Allsnægtir Vesturlanda eru í sjálfu sér ekki orsökin fyrir
skorti á þakklæti barna. Við, hin fullorðnu, gleymum að
þakka fyrir það sem við eigum – bæði hátt og í hljóði.
Takk fyrir mig
Margrét
Pála
Ólafsdóttir
ritstjórn@
frettatiminn.is
heimur bArnA
www.tk.is
ERUM EKKI Í KRINGLUNNI
EINGÖNGU Á
LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
Í TÉKK-KRISTAL
Hnífaparatöskur
16 teg. Verð frá
24.990.- TILBOÐ
Heldur heitu og köldu í
4 tíma + - margir litir
Virka daga 11 -18
Laugardaga 11 -16
O P N U N A R T Í M I
FIMMTUDAG, FÖSTUDAG
LAUGARDAG & MÁNUDAG
T ILBOÐSBORÐ
25% TIL 50% AFSLÁTTUR
JÓLAVÖRUR OG FLEIRA
Global hnífar
ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA
FULL BÚÐ AF
FLOTTUM
VÖRUM Á
TILBOÐSVERÐI
Hnífapör og fylgihlutir
f.12manns samt. 72 stk.
Söfnunarglös 16 teg.
TILBOÐSVERÐ
T.d. kristals-hvítvínsglös
6. stk í gjafakassa
frá kr. 4.275.-
AFSLÁTTUR AF SÖFNUNAR
HNÍFAPÖRUM &
MATAR- & KAFFISTELLUM
NÝTT KORTATÍMABIL
÷20%
AFSLÁTTAR
÷10% til ÷15% ÷20% til ÷25%
Öllum matar
og kaffistellum
IITTALA VÖRUR
hreyfifærni Góður leikur til Að AukA sAmhæfinGu oG þol
Blöðruleikur úti í náttúrunni
Blöðrur eru skemmtilegur efniviður til að
vinna og leika sér með og henta vel til að efla
hreyfifærni barna. Það er gaman að leika með
blöðrur innandyra en jafnvel enn skemmtilegra
getur verið að fara með þær út í náttúruna.
Ef langur spotti er bundinn í blöðru og um
úlnlið barns er hægt að skottast með blöðruna
út um allt án þess að vindurinn feyki henni
út í buskann. Að ganga á ójöfnu undirlagi og
halda blöðru á lofti á sama tíma krefst mikillar
samhæfingar, bæði á milli augna og handa og
augna og fóta auk þess að vera góð jafnvæg-
isæfing. Við slíkar æfingar eflist skynþroski
barna til muna þar sem unnið er með mörg
skynfæri á sama tíma og úti í náttúrunni þar að
auki.
Við slíka leiki eykst þol barna því þau geta
auðveldlega gleymt sér í hita leiksins og hlaup-
ið um án þess að velta fyrir hvað tímanum líður
eða hversu langa vegalengd þau hafa hlaupið.
-dhe
Upplýsingar af Facebook-síðu bókarinnar Færni
til framtíðar eftir Sabínu Steinunni Halldórs-
dóttur.
Ganga á ójöfnu undirlagi þar
sem reynt er að halda blöðru
á lofti á sama tíma krefst
mikillar samhæfingar. Slíkar
æfingar hafa góð áhrif á
skynþroska barna. Ljósmynd/
GettyImages/NordicPhotos.