Fréttatíminn - 18.10.2013, Síða 56
56 skák og bridge Helgin 18.-20. október 2013
Skák ÍSlandSmót Skákfélaga er hápunktur SkákárSinS
Skemmtilegasta skákmót ársins!
Í slandsmót skákfélaga hófst um síð-ustu helgi, en það er að margra mati skemmtilegasta hátíð ársins, enda koma
þar saman skákmenn af öllum stigum fæðu-
keðjunnar: Margreyndir stórmeistarar jafnt
sem börn og byrjendur. Keppt er í fjórum
deildum, rétt einsog í fótboltanum og skipta
keppendur hundruðum.
Núverandi Íslandsmeistarar koma úr Vík-
ingaklúbbnum, sem hrifsuðu í vor bikarinn
úr greipum Bolvíkinga sem höfðu einokað
titilinn árum saman. Bolvíkingar hafa byggt
lið sitt á firnasterkum útlendingum í bland
við nokkra af sterkustu skákmönnum Ís-
lands, en að þessu sinni mættu þeir til leiks
með alíslenskt lið – sem er reyndar er ekki
af verri endanum, þar sem sjálfur Jóhann
Hjartarson leiðir sveitina. Flest önnur lið í 1.
deild skörtuðu útlendingum á efstu borðum,
en nú var reyndar aðeins leyfilegt að hafa
tvo erlenda ríkisborgara í hverri sveit, í stað
fjögurra áður. Þá var gerð sú breyting á efstu
deild að liðum var fjölgað úr átta í tíu, en það
þýðir að mögulegt er að ná áföngum að al-
þjóðlegum titlum á Íslandsmótinu.
Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins tefldu
fram pólskum stórmeisturum á tveimur
efstu borðum, og áttu þeir misjöfnu gengi
að fagna. Stjörnur liðsins í fyrri hluta móts-
ins voru Hannes Hlífar Stefánsson sem fékk
4 vinninga af 5, og Stefán Kristjánsson sem
leyfði aðeins eitt jafntefli í fimm skákum. Þá
skarta Víkingar hinum bráðefnilega Hjörvari
Steini Grétarssyni, Birni Þorfinnssyni og
fleiri kunnum köppum, og er því til alls lík-
legir í seinni hlutanum sem fram fer í mars.
Sem stendur eru Íslandsmeistararnir þó að-
eins í þriðja sæti.
Efstir á mótinu eru hinir eitilhörðu Eyja-
menn, leiddir af litháíska stórmeistaranum
Rozentalis og á 2. borði fór sænska ungst-
irnið Nils Grandelius á kostum. Aðrir í sveit-
inni eru m.a. íslensku stórmeistararnir Helgi
Ólafsson og Henrik Danielsen, sem sýndu
góða takta, rétt einsog Fide-meistarinn Ing-
var Þór Jóhannesson. Eyjamenn hafa á síð-
ustu árum lent fimm sinnum í öðru sæti á
Íslandsmótinu, og þeir munu leggja allt í söl-
urnar til að hreppa loksins langþráð gullið.
Í öðru sæti er GM Hellir, sem varð til á
dögunum þegar Taflfélagið Hellir og Goðinn-
Mátar gengu í eina sæng. Þeir hafa sterku
liði á að skipa, og fer breski stórmeistarinn
Gawain Jones fremstur í flokki. Hann rakaði
saman 4,5 vinningi í 5 skákum, og jafngildir
árangur hans heilum 2796 skákstigum! Á 2.
borði er kornungur hollenskur snillingur,
Robin van Kampen að nafni, sem kominn er
með 2607 stig. Aðrir liðsmenn GM Hellis í 1.
deild eru m.a. Sigurður Daði Sigfússon, og
stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og
Þröstur Þórhallsson. Senuþjófur sveitarinn-
ar var þó tvímælalaust Einar Hjalti Jensson
sem fékk 4,5 vinning í 5 skákum, og var með
árangur upp á 2559 stig – sem er samboðið
stórmeistara!
Stórveldi Taflfélags Reykjavíkur, sem
unnið hefur Íslandsmótið langoftast allra,
er þessa stundina í 4. sæti. Þar er úkraínski
stórmeistarinn Oleksienko á efsta borði, en
alþjóðameistarinn Guðmundur Kjartansson
kemur næstur og fékk þar með tækifæri til
að keppa að stórmeistaraáfanga. Ólíklegt er
að það takist (á þessu móti) en það er lofs-
vert að TR skuli gefa efnilegum íslenskum
skákmönnum kost á að spreyta sig á efstu
borðum, fremur en treysta á hina ágætu er-
lendu málaliða.
Staðan í deildinni, þegar fjórar umferðir
eru eftir: 1. Taflfélag Vestmannaeyja (28,5
vinningur) 2. GM Hellir (28) 3. Víkinga-
klúbburinn (27) 4. Taflfélag Reykjavíkur A-
sveit (24,5) 5. Taflfélag Bolungarvíkur (24)
6. Skákfélag Akureyrar (23,5) 7. Skákdeild
Fjölnis (19,5) 8. GM Hellir b-sveit (11,5) 9.
Vinaskákfélagið (7) 10. Taflfélag Reykjavík-
ur b-sveit (6,5). Spennandi seinni hálfleikur
framundan!
Þ að kom fæstum á óvart þegar Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir unnu næsta öruggan sigur á Íslands-
mótinu í tvímenningi kvenna sem fram fór
um síðustu helgi, 12.-13. október. Þegar upp
var staðið voru þær með næstum fjögurra
prósenta forystu á annað sætið. Báðar hafa
margsinnis unnið þennan titil og engin oft-
ar en Esther. Lokastaða 5 efstu para varð
þannig:
1 . Esther Jakobsdóttir – Ljósbrá Baldursdóttir 59,6%
2 . Ingibjörg Guðmundsdóttir – Sólveig Jakobsdóttir 55,7%
3 . Dröfn Guðmundsdóttir – Hrund Einarsdóttir 55,4%
4 . Jóhanna Sigurjónsdóttir – Una Árnadóttir 54,8%
5 . Anna Þóra Jónsdóttir – Svala K. Pálsdóttir 54,6%
Í þessu spili í fyrstu lotunni fengu þær stöll-
ur hreinan topp sem vannst vegna góðrar
úrspilstækni Ljósbrár Baldursdóttur sem
var sagnhafi í þremur gröndum. Austur var
gjafari og enginn á hættu:
♠ K98763
♥ 1063
♦ 63
♣ D9
♠ 642
♥ K42
♦ KG9
♣ G764
♠ DG10
♥ DG975
♦ 102
♣ Á52
♠ Á
♥ Á8
♦ ÁD8754
♣ K1083
N
S
V A
Esther opnaði á einum tígli á austurhöndina
og Ljósbrá sagði 1 hjarta á vesturhöndina.
Esther stökk þá í 3 lauf til að sýna styrk sinn-
ar handar og Ljósbrá lauk sögnum á 3 grönd-
um. Það var lokasamningurinn á 6 af 8 borð-
um. Fjórir fengu 9 slagi, einn sagnhafi fór 2
niður en Ljósbrá lét sér 9 slagi ekki nægja. Út-
spilið var spaðasjöa eins og á flestum borðum
og Ljósbrá átti fyrsta slag á ás. Hún spilaði
næst hjartaás og litlu hjarta. Suður setti lítið
og Ljósbrá drottningu. Litlu hjarta var spilað
og tígli hent í blindum. Suður átti slag á kóng
og kaus að spila spaða til baka. Norður tók á
kóng og spilaði meiri spaða. Ljósbrá átti nú
9 slagi og vildi eðlilega fleiri. Hún henti sig
niður á K10 í laufi og ÁD8 í tígli. Suður var
orðinn verulega aðþrengdur í láglitunum og
valdi að kasta tveimur laufum. Lauffimma
varð því 10 slagurinn og hreinn toppur í húsi.
Ef suður hendir tígli, hefði Ljósbrá spilað tígli
á ás (fellt gosa) og spilað meiri tígli og tryggt
þannig 10 slaginn.
Lögfræðistofan í forystu
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavík-
ur hófst 8. október með þátttöku 15 sveita.
Sveit Lögfræðistofu Íslands náði þar besta
skorinu og er með 18 impa forystu á annað
sætið. Staða 5 efstu sveita er þannig, meðal-
skor var 504 stig:
1 Lögfræðistofa Íslands ........................................... 599
2 VÍS ........................................................................... 581
3 Málning ................................................................... 548
4 Skákfjelagið ........................................................... 536
5 Garðs apótek/Grant Thornton ............................. 532
Föst spilamennska hjá Miðvikudags-
klúbbnum
Miðvikudagsklúbburinn býður upp á eins
kvölds spilamennsku öll miðvikudagskvöld.
Miðvikudaginn 9. október mættu 16 pör til
leiks. Lokastaða 5 efstu para varð þannig:
1. Eiríkur Sigurðsson – Sigurður Kristjánsson 59,4%
2. Björn Árnason – Unnar Atli Guðmundsson 58,7%
3. Magnús G. Magnússon – Baldur Bjartmarsson 58,5%
4. Hulda Hjálmarsdóttir – Halldór Þorvaldsson 57,6%
5. Ásgeir Ingvi Jónsson – Sigurður G. Ólafsson 52,5%
Bridge ÍSlandSmótið Í tvÍmenningi
Öruggur sigur
Þær stöllur, Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir eru
vanar því að taka við fyrstu verðlaunum í þessu móti eins og
þær gerðu í ár. Þær eru þarna með pörunum sem lentu í öðru
og þriðja sæti, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Sólveigu Jakobs-
dóttur, Dröfn Guðmundsdóttur og Hrund Einarsdóttur.
Vinaskákfélagið setur sannarlega skemmtilegan svip á Íslandsmótið, jafnt í 1. og 4. deild. Á myndinni
eru tveir knáir Vinaskákfélagsmenn, þeir Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason.