Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 18.10.2013, Qupperneq 56
56 skák og bridge Helgin 18.-20. október 2013  Skák ÍSlandSmót Skákfélaga er hápunktur SkákárSinS Skemmtilegasta skákmót ársins! Í slandsmót skákfélaga hófst um síð-ustu helgi, en það er að margra mati skemmtilegasta hátíð ársins, enda koma þar saman skákmenn af öllum stigum fæðu- keðjunnar: Margreyndir stórmeistarar jafnt sem börn og byrjendur. Keppt er í fjórum deildum, rétt einsog í fótboltanum og skipta keppendur hundruðum. Núverandi Íslandsmeistarar koma úr Vík- ingaklúbbnum, sem hrifsuðu í vor bikarinn úr greipum Bolvíkinga sem höfðu einokað titilinn árum saman. Bolvíkingar hafa byggt lið sitt á firnasterkum útlendingum í bland við nokkra af sterkustu skákmönnum Ís- lands, en að þessu sinni mættu þeir til leiks með alíslenskt lið – sem er reyndar er ekki af verri endanum, þar sem sjálfur Jóhann Hjartarson leiðir sveitina. Flest önnur lið í 1. deild skörtuðu útlendingum á efstu borðum, en nú var reyndar aðeins leyfilegt að hafa tvo erlenda ríkisborgara í hverri sveit, í stað fjögurra áður. Þá var gerð sú breyting á efstu deild að liðum var fjölgað úr átta í tíu, en það þýðir að mögulegt er að ná áföngum að al- þjóðlegum titlum á Íslandsmótinu. Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins tefldu fram pólskum stórmeisturum á tveimur efstu borðum, og áttu þeir misjöfnu gengi að fagna. Stjörnur liðsins í fyrri hluta móts- ins voru Hannes Hlífar Stefánsson sem fékk 4 vinninga af 5, og Stefán Kristjánsson sem leyfði aðeins eitt jafntefli í fimm skákum. Þá skarta Víkingar hinum bráðefnilega Hjörvari Steini Grétarssyni, Birni Þorfinnssyni og fleiri kunnum köppum, og er því til alls lík- legir í seinni hlutanum sem fram fer í mars. Sem stendur eru Íslandsmeistararnir þó að- eins í þriðja sæti. Efstir á mótinu eru hinir eitilhörðu Eyja- menn, leiddir af litháíska stórmeistaranum Rozentalis og á 2. borði fór sænska ungst- irnið Nils Grandelius á kostum. Aðrir í sveit- inni eru m.a. íslensku stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen, sem sýndu góða takta, rétt einsog Fide-meistarinn Ing- var Þór Jóhannesson. Eyjamenn hafa á síð- ustu árum lent fimm sinnum í öðru sæti á Íslandsmótinu, og þeir munu leggja allt í söl- urnar til að hreppa loksins langþráð gullið. Í öðru sæti er GM Hellir, sem varð til á dögunum þegar Taflfélagið Hellir og Goðinn- Mátar gengu í eina sæng. Þeir hafa sterku liði á að skipa, og fer breski stórmeistarinn Gawain Jones fremstur í flokki. Hann rakaði saman 4,5 vinningi í 5 skákum, og jafngildir árangur hans heilum 2796 skákstigum! Á 2. borði er kornungur hollenskur snillingur, Robin van Kampen að nafni, sem kominn er með 2607 stig. Aðrir liðsmenn GM Hellis í 1. deild eru m.a. Sigurður Daði Sigfússon, og stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Senuþjófur sveitarinn- ar var þó tvímælalaust Einar Hjalti Jensson sem fékk 4,5 vinning í 5 skákum, og var með árangur upp á 2559 stig – sem er samboðið stórmeistara! Stórveldi Taflfélags Reykjavíkur, sem unnið hefur Íslandsmótið langoftast allra, er þessa stundina í 4. sæti. Þar er úkraínski stórmeistarinn Oleksienko á efsta borði, en alþjóðameistarinn Guðmundur Kjartansson kemur næstur og fékk þar með tækifæri til að keppa að stórmeistaraáfanga. Ólíklegt er að það takist (á þessu móti) en það er lofs- vert að TR skuli gefa efnilegum íslenskum skákmönnum kost á að spreyta sig á efstu borðum, fremur en treysta á hina ágætu er- lendu málaliða. Staðan í deildinni, þegar fjórar umferðir eru eftir: 1. Taflfélag Vestmannaeyja (28,5 vinningur) 2. GM Hellir (28) 3. Víkinga- klúbburinn (27) 4. Taflfélag Reykjavíkur A- sveit (24,5) 5. Taflfélag Bolungarvíkur (24) 6. Skákfélag Akureyrar (23,5) 7. Skákdeild Fjölnis (19,5) 8. GM Hellir b-sveit (11,5) 9. Vinaskákfélagið (7) 10. Taflfélag Reykjavík- ur b-sveit (6,5). Spennandi seinni hálfleikur framundan! Þ að kom fæstum á óvart þegar Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir unnu næsta öruggan sigur á Íslands- mótinu í tvímenningi kvenna sem fram fór um síðustu helgi, 12.-13. október. Þegar upp var staðið voru þær með næstum fjögurra prósenta forystu á annað sætið. Báðar hafa margsinnis unnið þennan titil og engin oft- ar en Esther. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1 . Esther Jakobsdóttir – Ljósbrá Baldursdóttir 59,6% 2 . Ingibjörg Guðmundsdóttir – Sólveig Jakobsdóttir 55,7% 3 . Dröfn Guðmundsdóttir – Hrund Einarsdóttir 55,4% 4 . Jóhanna Sigurjónsdóttir – Una Árnadóttir 54,8% 5 . Anna Þóra Jónsdóttir – Svala K. Pálsdóttir 54,6% Í þessu spili í fyrstu lotunni fengu þær stöll- ur hreinan topp sem vannst vegna góðrar úrspilstækni Ljósbrár Baldursdóttur sem var sagnhafi í þremur gröndum. Austur var gjafari og enginn á hættu: ♠ K98763 ♥ 1063 ♦ 63 ♣ D9 ♠ 642 ♥ K42 ♦ KG9 ♣ G764 ♠ DG10 ♥ DG975 ♦ 102 ♣ Á52 ♠ Á ♥ Á8 ♦ ÁD8754 ♣ K1083 N S V A Esther opnaði á einum tígli á austurhöndina og Ljósbrá sagði 1 hjarta á vesturhöndina. Esther stökk þá í 3 lauf til að sýna styrk sinn- ar handar og Ljósbrá lauk sögnum á 3 grönd- um. Það var lokasamningurinn á 6 af 8 borð- um. Fjórir fengu 9 slagi, einn sagnhafi fór 2 niður en Ljósbrá lét sér 9 slagi ekki nægja. Út- spilið var spaðasjöa eins og á flestum borðum og Ljósbrá átti fyrsta slag á ás. Hún spilaði næst hjartaás og litlu hjarta. Suður setti lítið og Ljósbrá drottningu. Litlu hjarta var spilað og tígli hent í blindum. Suður átti slag á kóng og kaus að spila spaða til baka. Norður tók á kóng og spilaði meiri spaða. Ljósbrá átti nú 9 slagi og vildi eðlilega fleiri. Hún henti sig niður á K10 í laufi og ÁD8 í tígli. Suður var orðinn verulega aðþrengdur í láglitunum og valdi að kasta tveimur laufum. Lauffimma varð því 10 slagurinn og hreinn toppur í húsi. Ef suður hendir tígli, hefði Ljósbrá spilað tígli á ás (fellt gosa) og spilað meiri tígli og tryggt þannig 10 slaginn. Lögfræðistofan í forystu Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavík- ur hófst 8. október með þátttöku 15 sveita. Sveit Lögfræðistofu Íslands náði þar besta skorinu og er með 18 impa forystu á annað sætið. Staða 5 efstu sveita er þannig, meðal- skor var 504 stig: 1 Lögfræðistofa Íslands ........................................... 599 2 VÍS ........................................................................... 581 3 Málning ................................................................... 548 4 Skákfjelagið ........................................................... 536 5 Garðs apótek/Grant Thornton ............................. 532 Föst spilamennska hjá Miðvikudags- klúbbnum Miðvikudagsklúbburinn býður upp á eins kvölds spilamennsku öll miðvikudagskvöld. Miðvikudaginn 9. október mættu 16 pör til leiks. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Eiríkur Sigurðsson – Sigurður Kristjánsson 59,4% 2. Björn Árnason – Unnar Atli Guðmundsson 58,7% 3. Magnús G. Magnússon – Baldur Bjartmarsson 58,5% 4. Hulda Hjálmarsdóttir – Halldór Þorvaldsson 57,6% 5. Ásgeir Ingvi Jónsson – Sigurður G. Ólafsson 52,5%  Bridge ÍSlandSmótið Í tvÍmenningi Öruggur sigur Þær stöllur, Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir eru vanar því að taka við fyrstu verðlaunum í þessu móti eins og þær gerðu í ár. Þær eru þarna með pörunum sem lentu í öðru og þriðja sæti, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Sólveigu Jakobs- dóttur, Dröfn Guðmundsdóttur og Hrund Einarsdóttur. Vinaskákfélagið setur sannarlega skemmtilegan svip á Íslandsmótið, jafnt í 1. og 4. deild. Á myndinni eru tveir knáir Vinaskákfélagsmenn, þeir Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.