Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 60
60 bíó Helgin 18.-20. október 2013
Hrifn-
ingin sem
Gravity
hefur vakið
hefur orðið
til þess
að byrjað
er að spá
myndinni
velgengni
á næstu
óskars-
verð-
launahátíð.
Frumsýnd Gravity
m exíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron magnar upp mikla spennu í kringum lífsháska tveggja geim-
fara sem verða viðskila við geimfar sitt og
eru eins og stefnulaus reköld úti í geimnum
með takmarkaðar súrefnisbirgðir og enn
minni lífslíkur.
Gravity kemur feiknasterk inn í kjölfar
sápukúlumynda sumarsins og hefur sett
aðsóknarmet í Bandaríkjunum í október sem
er alla jafna frekar rólegur mánuður þegar
kemur að bíósókn. Myndin er búin að vera
á toppi aðsóknarlista í Bandaríkjunum og
Kanada í tvær vikur og sjálfum Tom Hanks
tókst ekki að velta Gravity úr þeim sessi
um síðustu helgi þegar nýjasta mynd hans,
Captain Philips, var frumsýnd.
Ryan Stone (Sandra Bullock) er í sinni
fyrstu geimferð þar hún nýtur leiðsagnar
hins reynda leiðangursstjóra Matt Kowalski
(George Clooney) sem er aftur á móti í sinni
síðustu ferð út fyrir gufuhvolfið. Geimfararn-
ir tveir lenda í meiriháttar vandræðum þegar
brak úr gervihnetti skellur á geimfari þeirra.
Tjónið er slíkt að viðgerð er ekki möguleg og
til að bæta gráu ofan á svart eru þau bæði að
störfum utan við geimstöðina þegar óhappið
verður.
Þau svífa því um geiminn bjargarlaus með
takmarkað súrefni og fá að kynnast ótta sem
erfitt er að hugsa sér, fullkomna innilokunar-
kennd í endalausu plássi. Þau eru sambands-
laus við stjórnstöð á jörðu niðri þannig að
þaðan er enga hjálp að fá og þau hafa því ekk-
ert annað til að treysta á en eigið hyggjuvit
og hugrekki sem virkar ekkert of vel þegar
örvæntingin tekur völdin.
Gravity hefur fengið frábæra dóma ytra
og spurst vel út með almannarómi þar sem
mest er gert úr góðum leik Söndru Bullock
og magnaðri leikstjórn Cuarons sem nýtir
þrívídd til þess að fanga þá tilfinningu að
áhorfendur svífi með persónunum í þyngdar-
leysinu.
Cuaron er einna þekktastur fyrir Children
of Men og að hafa verið kallaður til þegar
tími var kominn til að gera Harry Potter-
bálkinn drungalegri og ógnvænlegri en hann
leikstýrði þriðju myndinni, Harry Potter and
the Prisoner of Azkaban. Cuaron skrifar
handrit myndarinnar sjálfur ásamt syni
sínum, Jonás, en segja má að með Gravity
sameini hann tvo æskudrauma sína en hann
langaði alltaf að verða bæði leikstjóri og
geimfari.
Hrifningin sem Gravity hefur vakið hefur
orðið til þess að byrjað er að spá myndinni
velgengni á næstu óskarsverðlaunahátíð.
Gangi sú spá eftir er ekki útilokað að Sandra
Bullock geri atlögu að sínum öðrum verð-
launum. Eftir all mörg mögur ár hlaut hún
Óskarinn fyrir leik sinn í The Blind Side
2009 en í kjölfarið setti erfiður skilnaður
hana aðeins út af laginu. Hún hefur heldur
betur verið að ná vopnum sínum að nýju
undanfarið. Hún sló í gegn fyrr á árinu ásamt
Melissa McCarthy í gamanmyndinni The
Heat og nú fylgir hún velgengninni eftir með
Gravity og allt útlit er fyrir að seinni hluti
ferils hennar verði glæsilegri en í upphafi.
Geimtryllir Alfonso Cuarons er einhver umtalaðasta kvikmynd í heimi þessar vikurnar. Hún hefur
gert stormandi lukku bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum sem fá vart haldið vatni yfir
spennunni sem Cuaron laðar fram þar sem hann fylgir Söndru Bullock og George Clooney þar
sem þau svífa hjálparlaus í geimnum með takmarkaðar súrefnisbirgðir.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Þyngdarlaus dauðadómur
Sandra Bullock og George Clooney komast heldur betur í hann krappan þegar þau verða strandaglópar úti í geimnum í spennu-
myndinni Gravity.
Danskur krimmi og dans
Frumsýndar tvær ólíkar
Danski glæpasagnahöfundurinn Jussi
Adler-Olsen á nokkurn hóp aðdáenda
á Íslandi og þeir hafa nú heldur betur
tilefni til að fagna þar sem bíómyndin
Kvinden i Buret, sem gerð er eftir einni
bóka hans, er komin í bíó. Rannsóknar-
lögreglumennirnir Carl Mørck og Assad
flækjast í fimm ára gamalt mannshvarfs-
mál og þurfa að kafa djúpt ofan í ógeðs-
lega undirheima Danmerkur. Með aðal-
hlutverk í myndinni fara Nikolaj Lie Kaas
úr sjónvarpsþáttunum Forbrydelsen og
Fares Fares úr Snabba Cash I & II.
Í Battle of the Year segir frá sam-
nefndri árlegri danskeppni þar sem
bestu danslið heims mætast. Þegar hér
er komið við sögu hafa Bandaríkjamenn
tapað fimmtán ár í röð. Hipp hopp-arinn
Dante vill breyta þessu og fær heillum
horfinn körfuboltaþjálfara til þess að
setja saman öflugt lið.
Kunnugleg andlit úr sjónvarpinu eru í
forgrunni Konunnar í búrinu.
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS!
MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711
MuD (12)
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS
viDEODROME (16)
SuN: 20.00
KAUPTU FJÓRAR
FÁÐU SEX
HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU.
HENTAR flestum sem hafa mjólkursykuróþol.
Græna ljósið frumsýnir hina
umtöluðu heimildarmynd Black-
fish sem fjallar um illa meðferð
á háhyrningum í Sea World og
skelfilegar afleiðingar umgengn-
innar við dýrin.
Árið 2010 lést Dawn Brancheau,
dýraþjálfari í vatnsgarðinum Sea
World í Orlando á Flórída, þegar
háhyrningurinn Tilikum réðist á
hana. Tilikum hafði einnig valdið
dauðsfalli þjálfara árið 1991, áður
en hann kom til Sea World.
Háhyrningar eru ekki gjarnir
á að ráðast á fólk þegar þeir eru í
sínu náttúrulega umhverfi en þeim
mun líklegri til þess þegar þeir eru
hafðir til sýnis í kvíum og því eru
uppi efasemdir um hvort rétt sé að
halda þessum stóru, greindu dýr-
um föngnum til þess að sýna listir
sínar. Kvikmyndagerðarmaðurinn
Gabriela Cowperthwaite hefur
rannsakað lifnaðarhætti háhyrn-
inga allt frá því Dawn Brancheau
lést og sýnir þessar merkilegu
skepnur á áhrifamikinn og ögrandi
máta um leið og hún varpar ljósi á
hvernig hagur dýranna samræmist
ekki alltaf áætlunum um rekstur
og fjárhagslegan ávinning vatna-
garða á borð við Sea World.
Heimildarmynd BlackFisH
Aðgát skal höfð í nærveru háhyrninga
Blackfish þykir mjög áhrifarík heim-
ildarmynd um meðferð háhyrninga sem
sýningardýra.