Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 62
K ristín Jóhannesdóttir leikstýrir Húsi Bernhörðu Alba sem Borgarleikhúsið frumsýnir í Gamla bíói á föstu-dagskvöld. Sýningin er femínísk og Kristín hefur flétt- að samtímavísunum saman við sígildan texta Federico García Lorca. Um 70 konur koma einnig að uppfærslunni og eru þær 35 á sviðinu þegar mest er. Einn karlmaður fær að slæðast með, Þröstur Leó Gunnarsson, en hann leikur sjálfa Bernhörðu en Kristín vildi karlmann í hlut- verkið þar sem kenningar eru uppi um að skáldið hafi skrifað einræðisherrann Franco inn í verkið í gervi Bernhörðu. Maríanna Klara Lúthersdóttir leikkona, bókmenntafræðingur og femínisti, leikur eina fimm dætra Bernhörðu í uppsetning- unni. Hún segir æfingaferlið hafa verið stórskemmtilegt í þessum líflega kvennahópi. „Þótt það sé dramatík á svið- inu þá er gríðarlega gaman á bak við tjöldin,“ segir Maríanna. „Og það er ekki leiðinlegt að æfa sýningu með hátt í 70 konum. Þetta er femínískt. Ef maður gerir á annað borð sýningu með 70 konum kemur ekki annað til greina og það gengur ekkert gegn minni sannfæringu að vinna með Kristínu. Það eru tólf leikkonur á sviðinu og sextíu kvenna kór sem skiptast á að vera á sviðinu, tuttugu í senn. Þannig að þetta er stór hópur.“ Maríanna lék yngstu dóttur Bernhörðu með Nemendaleik- húsinu fyrir tíu árum en hefur nú elst aðeins og er sú þriðja yngsta að þessu sinni. „Lorca er æðislegt skáld og ég hef alltaf verið mjög hrifin af honum og það er ekki leiðin- legt að koma að þessu tíu árum seinna. Þetta er náttúrlega frábært leikrit bara eins og það er skrifað en Kristín sprengir alltaf utan af sér rammann sem gerir hana að svo skemmti- legum leikstjóra. Hún tengir þetta beint við samtímann og það sem er að gerast í heiminum í dag,“ segir Maríanna en Pussy Riot-réttarhöldin eru á meðal þess sem Kristín vísar í. „Það er í sjálfu sér ekki verið að breyta neinu nema koma bara með vísanir beint í samtímann til að undirstrika hvað Lorca á enn vel við. Á meðan það er einhvers staðar kúgun og helsi í heiminum þá á þetta verk erindi.“ Þröstur Leó Gunnarsson er eini karlinn í hópnum en leikur engu að síður konu, sjálfa Bernhörðu og smellpassar í hópinn að sögn Maríönnu. „Þröstur, litli fuglinn þarna í úlfahópnum,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. „Hann er bara svo skemmtilegur maður að það hálfa væri nóg og er orðinn ein af stelpunum. Við erum að grínast með að hann verði farinn að nota varalit og baka úr spelti eftir frumsýningu. Ég sé ekki fyrir mér þann hóp sem Þröstur myndi ekki gera skemmti- legri enda er hann með skemmtilegri mönnum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  TónleiKasyrpa 15:15 í norræna húsinu Hljóðpínuseiður og söngur Tríó Vei heldur nú upp á sitt tíunda starfsár. Ný tónleikasyrpa í 15:15 röðinni er að hefjast í Norræna húsinu. Í vetur verða 9 tónleikar og er það Tríó Vei sem ríður á vaðið með tónleik- um sem nefnast Hljóðpínuseiður og söngur, sunnudaginn 20. október klukkan 15:15. Tríó Vei er skipað Ingibjörgu Guðjóns- dóttur sópran, Einari Jóhannessyni klarín- ettuleikara og Valgerði Andrésdóttur píanó- leikara. Efnisskrá tónleikanna samstendur af ís- lenskum og breskum tónverkum. Elsta verkið er frá árinu 1920 en það yngsta frá aldarmótaárinu 2000. Flutt verða verkin Songs of Innocence eða Söngvar sakleysis- ins eftir Arnold Cooke við ljóð hin þekktu ljóð Williams Blake. Two Nursery Rhymes eftir Arthur Bliss og Beauty Haunts the Woods at Night eftir Malcolm Arnold en þau eru öll skrifuð fyrir rödd, klarínett og píanó. Lokaverk tónleikana er Sonata op. 29 fyrir klarínett og píanó eftir Sir Malcolm Arnold og má þar heyra m.a. áhrif frá tékkneskum dansi. Af íslenskum verkum verða flutt þrjú söng- lög Þorkels Sigurbjörnssonar úr lagaflokkn- um Þorpinu við ljóð Jóns úr Vör. Verkið Seiður fyrir klarínett og píanó var samið árið 2000.  Maríana Clara Með TuguM Kvenna í húsi Bernhörðu alBa Mikið hlegið að tjaldabaki Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudag, leikritið Hús Bernhörðu Alba, eftir Federico García Lorca, í Gamla bíói. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir þessari sannkölluðu kvennasýningu sem er ekki aðeins femínísk í sjálfri sér heldur koma um 70 konur að uppfærslunni og þar af eru rúmlega þrjátíu á sviðinu. Maríanna Clara Lúthersdóttir er ein þeirra en hún leikur eina fimm dætra Bernhörðu. Hús Bernhörðu Alba Ekkjan Bernharða Alba fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum föngnum í húsi sínu án sam- skipta við umheiminn. Hún er heimilisharðstjóri. En þrátt fyrir að ytri aðstæður séu óbærilegar, þá er ekki hægt að bæla tilfinningarnar sem krauma undir niðri. Dæturnar eru allar við það að springa af þrá eftir frelsi, ást og betra lífi. Þegar svo tvær þeirra verða ástfangnar af sama manninum bresta allar hömlur og tilfinningarnar sjóða upp úr með ófyrirséðum afleiðingum. „Það hefur verið mjög mikið hlegið á æfingum og ég er eiginlega bara pínu leið yfir að maður sé ekki að fara að æfa þetta í næstu viku og vera alla daga með þessum hópi,“ segir Maríanna Clara um hópinn að baki Húsi Bernhörðu Alba. Mynd/Hari Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Lau 9/11 kl. 13:00 Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Sun 10/11 kl. 13:00 Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Lau 2/11 kl. 13:00 aukas Fim 14/11 kl. 19:00 Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Sun 3/11 kl. 13:00 aukas Fös 15/11 kl. 19:00 Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Rautt (Litla sviðið) Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar! Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna Saumur (Litla sviðið) Lau 19/10 kl. 20:00 frums Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren Mary Poppins – HHHHH – MLÞ, Ftíminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 62 menning Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.