Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 66
... ætli við getum ekki líkt Carmen þess tíma við fatlaða lesbíu sem vinnur á blómamakri í Úganda í dag?  Leikhús einskonar fordómur um hús Bernhörðu aLBa Karlkona sem kúgar konur k vennaharmleikur Fe-derico García Lorca, Hús Bernhörðu Alba, verður frumsýndur í kvöld í Gamla bíói á vegum Borgarleikhússins. Ástæða þessa flótta í Gamla bíó er gangurinn á Músum og mönnum og söngleiknum um Mary Poppins á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Táknrænn flótti – gæti einhver freistast til að segja; að þetta mikla kvennastykki þurfi að víkja fyrir sýningum þar sem kvenpersón- urnar eru ýmist drepnar vegna brothættrar fegurðar eða þröngvað syngjandi glöðum inn í hefðbund- ið, íþyngjandi og þjónandi kynhlut- verk. Bernarða Alba er ekki kúgað fórnarlamb (þótt dætur hennar séu það); heldur þvert á móti gerandi; örlagavaldur, drottnandi kúgari og níðingur. En það skrítna er að það verður Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur Bernhörðu Alba í kvöld. Og hann er engin kona. Karlmennskan er sjálfstignun Kristín Jóhannesdóttir útskýrði þessa ákvörðun sína í sjónvarpinu í vikunni með því að Bernarða Alba væri svo ill persóna að engin íslensk leikkona gæti leikið hana; þær hefðu ekki í sér slíka illsku. Líklega hefur Kristín verið að grínast. Ef ekki; þá er þetta vitnis- burður um hversu fábreytt hlut- verkaval kvenna er; að þrátt fyrir langan leikferil ráði okkar bestu leikkonur ekki við illa innrætt skítmenni. Kannski vildi Kristín meina að eftir að leikkonurnar hafi leikið tvístígandi og buguð fórn- arlömb áratugum saman geti þær ekki brugðið sér í gervi hiklausra geranda. Hún er reyndar nokkuð áberandi í leikhúsunum þessi skýra skipting milli karla og kvenna; karlar eru gerendur og móta eigin örlög á meðan konurnar eru fórnarlömb aðstæðna og ákvarðana karlanna. Í tvíleik Mikaels Torfasonar, Harmsögu, lokar karlinn sig út í horni eigin hugrenninga á meðan konan er fremur fórnarlamb fæðingarþunglyndis; aðstæðna sem hún ræður ekki yfir eða hefur stjórn á. Í stofuleik Braga Ólafs- sonar eru konurnar áhorfendur og þolendur en karlarnir gerendur; bæði til góðs eða ills. Í uppfærslu Benedikts Erlingssonar á Jeppa á Fjalli er Ninna, eina kvenpersónan, dregin upp sem þjakað fórnarlamb erfiðra aðstæðna; jafnvel þótt hún gæti allt eins verið líflegur skörungur sem lemur ónýta eigin- mannsluðru sína og leitar lífsfyll- ingar og fróunar í bólum annarra karla. Ninna er í raun eina persóna leiksins sem reynir að brjótast af bás sínum; en birtist á sviðinu sem armæðan ein. Það má segja Mikael, Braga og Benedikt til vorkunnar að þeir eru karlar og karlmennska er í aðra röndina stjórnljós sjálfstignun. Körlum er það tamt að líta á sjálfa sig (og aðra karla) sem gerendur og skapendur en konur sem við- föng, þolendur eða njótendur sköp- unar sinnar – og kannski hvata hennar á góðum degi. Heimur karlmennskunnar er skiljanlega karlaheimur og því þurfa konurnar sérstaka vernd á leið sinni um hann. Þær eru nú einu sinni hitt kynið. Konan er á flótta En það eru ekki aðeins karlar sem ganga út frá því að heimurinn sé karlaheimur; það er líka út- gangspunktur flestra femínista. Í heimsmynd þeirra fæðast konur í raun inn í vitlausan heim og eru í honum fangar kynferðis síns. Og það er flestum augljóst að konur eru undirsettar í þessari karllægu fúlu veröld. En eftir því sem stétta- átök hafa kvarnast af kvennabar- áttunni og samstaða með öðrum undirokuðum hópum; eftir því sem kvennabaráttan hefur orðið sjálf- stæðari hugmynda- og fræðigrein; hefur umræðan og athyglin færst yfir á kynferðislega kúgun kvenna. Konur eru bráð í rándýrs-veröld karla. Þeim er þröngvað inn í kyn- hlutverk til að þóknast körlum; hraktar úr einni megruninni í þá næstu, brjóst þeirra eru fyllt, stútur settur á varirnar, pilsin stytt og hælarnir hækkaðir; þær eru klipnar í rassinn, áreittar með dónaskap og káfi, misnotaðar og svívirtar. Þær fá ekki vinnu nema vera sætar en fá svo ekki stöðuhækkun af því þær eru of sætar. Þær eru í raun fangar eigin kynferðis – sem er ekki skilgreint af konum heldur körlunum og eftir þeirra þörfum og væntingum. Af því þetta er karlaheimur. Það er því ekki bara tilhneig- ing karla heldur líka kvenna að draga upp konur sem þolendur og bjargarlaus fórnarlömb á sviði. Hrafnhildur Hagalín sýnir okkur reyndar í verki sínu, Sek, konu sem er ekki aðeins fórnarlamb eymdarlífs lágstéttanna heldur ekki síður eigin langana, gerða og aðgerðarleysis. Hún svíkur barn sitt fyrir kynferðislega fróun með vinnumanni sínum og stundar- lausn frá ömurlegum kjörum. Val Hrafnhildar á þessu söguefni og persónu er brýnt, djarft og spenn- andi. En því miður nær Hrafn- hildur ekki að klára verkið; hvorki söguna né persónuna. Kannski er það heldur ekki vinnandi vegur í dag; að fá áhorfendur til að finna til samkenndar með konu sem kýs að fórna barni sínu til að sinna áfram kynferðisþörfum sínum og ástmanns síns. Þó vitum við vel að þessi saga endurtekur sig og er enn að endurtaka sig. Fasisminn er karl Þar sem ég hef ekki séð uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á Húsi Bernhörðu Alba hef ég ekki hug- mynd um hvort að ákvörðun henn- ar um að láta Þröst Leó leika kon- una, sem kúgar bæði dætur sínar og móður, byggist á því að það sé trúverðugra (eða þægilegra) fyrir fólk að horfa á karl kúga konur en konu að kúga aðrar konur. Ég veit ekki hvort þetta sé svipuð lausn og að kalla Margaret Thatcher karlkonu; að hún hafi verið kona að þjóna feðraveldinu; kapo í fangelsi kvenna (og því oft grimmari gagn- vart konum en karlarnir). Þar sem Hús Bernhörðu Alba er fjölskyldu- saga á yfirborðinu rímar það illa við fjölskyldusögur okkar margra; sögur sem eru bornar upp af sterk- um konum og þar sem karlarnir eru í hálfgerðum aukahlutverkum (þótt þeir hafi reynt að leika stóra karla út í hinu opinbera lífi). En Hús Bernhörðu Alba er líka undir yfirborðinu spegill á þjóð- félagið sem leikritið var skrifað inn í. Bernarða er táknmynd kúgunar fasismans á Spáni; hún er Franco sjálfur. En aðrar persónur eru að sama skapi táknmyndir ýmissa samfélagshópa og ef Franco er færður til síns rétta kyns mætti allt eins gera það sama við ömmuna eða nokkrar dætur. Að kynskipta Bernhörðu einni er yfirlýsing um að fasisminn sé karl. Sem vel má vera að hann sé (án þess að allir karlar þurfi endilega þar með að vera fasistar). Hús Bernhörðu Alba verður mikil kvennasýning. Fyrir utan Lorca og Þröst Leó koma karlar varla að sýningunni nema til að þýða verkið og sinna tækjum og tólum. Fyrir utan að vera tækifæri til að varpa fersku ljósi á stöðu kvenna gefur verkið Kristínu fjölda tilefna til að leika sér að því sem hún hefur mest yndi af í leikstjórn; táknum og tilvísunum. Stór hópur frábærra leikkvenna mun leika og kvennakór syngja. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu á þessa uppfærslu að hún hristi upp í hug- myndum okkar um stöðu og tæki- færi kvenna. Og slái á sama tíma nýjan takt í leikhúsinu. Ég fer alla vega með þær væntingar í Gamla bíó; að sjá og heyra eitthvað nýtt. Fyrirfram vekur það nokkra forvitni hvers vegna Kristín Jóhannesdóttir kaus að láta Þröst Leó Gunnarsson leika kúgarann og kvenskörunginn Bernhörðu Alba. Er hið illa í lífi kvenna alltaf karl? Þar fyrir utan verður spennandi að sjá hvaða mynd einvalalið íslenskra leikhúskvenna mun draga upp af stöðu og tækifærum kvenna í þessum mikla kvennaharmleik. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Hús Bernhörðu Alba færir Kristínu Jóhannesdóttur mörg tilefni til að vinna með liti, tákn og tilvísanir; nokkuð sem henni leiðist ekki. Þótt blóðheit, stolt og stygg persóna Carmen kunni að virðast klisjukennd í dag; þá var það án efa nokkuð djarft af Georges Bizet að láta óperu sína hverfast um konu í láglaunastarfi og af sígaunaættum árið 1875. Á þeim tíma voru flestar persónur á óperusviðinu bæði betur settar og betur ættaðar (og svo er reyndar enn). Hjá Wagner fengu varla aðrir að syngja en guðir og þeir sem gátu rakið ættir sínar til þeirra eða voru af flottari heimum en mannheimum. Láglaunakonur af sígaunaættum áttu ekki marga talsmenn 1875; ætli við getum ekki líkt Carmen þess tíma við fatlaða lesbíu sem vinnur á blómamakri í Úganda í dag? Við getum verið viss um að ef Carmen kæmi til Íslands myndi Útlendingastofnun fljótt vísa henni úr landi. En Carmen Bizet var svo sem ekki raunveruleg kona og Bizet var enginn málsvari kvenna, láglauna- fólks eða sígauna. Carmen hans var að stærstu leyti órar evrópskra karla um hina hálftömdu villikonu. Á tímum Bizet töldu þeir sig geta fundið hana á Spáni en síðan hafa þeir leitað hennar á fjarlægari stöðum. Og eru enn að. Með veskið uppi. Það er hins vegar varla boðlegt að setja upp slíka óra á svið í Hörpu í Reykjavík í dag. Ef einhver gælir við slíka óra fer hann líklega eitthvað annað en í Hörpu að finna þá. Vandi leikstjórans Jamie Hayes og íslensku óperunnar er því að verða betri málsvari láglaunakvenna af erlendu bergi en Bizet var; að ýta undir sjálfstæðisbaráttu Carmen og óþol gagnvart kúgun og hömlum. Hún hafði ekki aðra flóttaleið frá bágum kjörum en að treysta á einhvern lukkuridd- ara (sem oftast reyndust bölvaðir drulladelar þegar á reyndi, eins og Dagur Sigurðarson orðaði það þegar hann orti um hlutskipti kvenna) og það þarf að benda á það með einhverjum hætti. En þetta er vandi allra þeirra sem setja upp Carmen, en aðeins La traviata er oftar sett upp í heiminum. Það er verið að syngja Carmen á tugum sviða um allan heim um þessa helgi; í stórum húsum í stórborgum og litlum svið- um í smábæjum (og svo á stóru sviði í smábænum Reykja- vík). En þetta er svo sem ekki íþyngjandi vandi. Það er svo mikið spönk í Carmen og tónlistin svo skemmtileg að það hlýtur að vera bæði gaman og þakklátt að setja nýja merkingu og skilning undir óstýrilæti Carmen. Það þarf svo sáralítið að gera fyrir karlana. Þeir elta mest montið í sjálfum sér í óperunni eins og karlar gera svo sem enn þann dag í dag. -gse  ÍsLenska óperan frumsýnir Carmen Láglaunakona af erlendum uppruna Þótt Carmen sé kannski karladraumur um hálftamda villimey þá verður Íslenska óperan að leggja aðrar áherslur í uppfærslu sinni. Hanna Dóra Sturludóttir syngur sjálfstæðisanda í Carmen á laugardagskvöldið. 66 samtíminn Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.