Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 12

Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 12
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is 3,6 L/100km í bLönduðum akStri C02 útbLáStur aðeinS 94 g Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr. 3.840.000 Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð. bí ll á m yn d: H on da C ivi c 1 .6 i-d te C e xe cu tiv e. Honda CiviC 1.6 dÍSiL 3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 94 g/km komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts. Umboðsaðilar: bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 www.honda.is Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000 hins vegar áfram til notkunar smokka. Það sem skiptir máli er að hinn aðilinn sé upplýstur og að þetta sé þannig meðvituð ákvörðun,“ segir Bryndís. Álag á sambandið Sigurlaug hefur unnið með HIV-jákvæðum í 16 ár, hún heldur utan um hópastarf með þeim í húsakynnum HIV-Íslands og segir hún að á fundi nýverið hafi hún spurt þá sem voru mættir hvort þeir hefðu minnkað smokkanotkunina. „Engum fannst rétt- lætanlegt að sleppa smokknum þótt líkurnar á smiti séu óverulegar. Oft er tilhugsunin um það að smita þann sem þú elskar mest það versta sem fólk getur hugsað sér. Yfir- leitt hefur fólk passað vel upp á það að nota smokkinn en fólki getur líka fundist mikið álag að þurfa alltaf að nota hann. Það hefur komið fyrir að ósmitaði aðilinn í sambandinu vilji ekki nota hann því honum finnist það skemma kynlífið. Þeir segjast tilbúnir til að taka afleiðingunum, þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisstarfsfólks að nota alltaf smokkinn. Stundum hafa þessi mál leitt til mikils álags í sambandinu og jafnvel skilnaðar, til dæmis þegar hinn HIV-jákvæði óttast að smita hinn. Búast má við að smokkanotkun í samböndum geti farið minnkandi á næstu árum í ljósi lítillar smithættu – það er að segja sé fólk í virkri HIV- meðferð, ekki með aðra kynsjúkdóma og ekki að halda fram hjá. Það er alltaf á endanum fólkið sjálft sem ákveður hvernig það vill haga sínu kynlífi þegar það hefur verið upplýst um stöðu sína. Rannsóknin sem sýndi fram á 96% minni smithættu þegar fólki væri á HIV-lyfjunum tók reyndar einungis mið af gagnkynhneigð- um pörum sem stunduðu hefðbundið kynlíf. Nánari rannsókna á þessu sviði er því þörf,“ segir hún. Stofna fjölskyldu og eignast börn Í fyrsta sinn eldast HIV-jákvæðir nú með sjúkdómnum í stað þess að deyja, vegna til- komu nýju lyfjanna. Hverfandi smithætta hefur einnig opnað þá möguleika fyrir HIV- jákvæða að stofna til fjölskyldu og eignast börn. „Ég þekki til margra HIV-jákvæðra sem hafa eignast börn á undanförnum árum. Ef konur eru á lyfjum á meðgöngu og barnið fær HIV-lyf í 6 vikur eftir fæðingu þá minnka líkur á smiti til barnsins úr ca. 30% í undir 1%. Stundum hafa þau farið utan í svokallaðan „sæðisþvott“ hafi karlinn verið HIV-jákvæður og ekki hún og þau langað til að eignast barn. Því það er ekki sæðið sem er sýkt, bara vökvinn sem er í kringum það. Ef konan hefur aftur á móti verið HIV-jákvæð og ekki hann hafa þau stundum notast við sprautur og sprautað sæðinu inn í hana. Ég gæti trúað að þessar að- ferðir verði notaðar sjaldnar í framtíð- inni, þess í stað fari fólk að nota meira hefðbundið kynlíf til að eignast börn. Þetta verður fólkið sjálft að gera upp við sig í ljósi nýj- ustu rannsókna,“ segir Sigurlaug. Fordómar stórt vandamál Fréttatíminn ræddi við gagnkyn- hneigða HIV-já- kvæða konu í lang- tímasambandi sem segist stunda óvar- ið og upplýst kynlíf með sambýlis- manni sínum. Hún segir gríðarlegar breytingar á stöðu HIV-jákvæðra hafa átt sér stað á und- anförnum árum en hún treysti sér ekki til að koma í viðtal um þessa jákvæðu þróun út af þeim fordómum sem enn eru til staðar gegn HIV-jákvæðum. Sigurlaug segir að fordómar séu vafalaust meir en helming- ur vanda HIV-jákvæðra. „Þótt ýmislegt hafi áunnist og fordómar hafi farið minnkandi með árunum þá eru þeir því miður ennþá til staðar. Fólk fær enn áfall við greiningu og upplifir sektartilfinningu og skömm og kvíð- ir því gjarnan að segja sínum nánustu frá sjúkdómsgreiningunni. Þeir ganga því ekki alltaf strax að stuðningi vísum. Langoft- ast segja þeir að lokum nánustu ættingjum og vinum sínum frá greiningunni og finnst aðstandendum mikils virði að upplifa slíkt traust.“ Hún telur meðal annars hópastarf hjálpa þeim heilmikið til að einangrast ekki með sjúkdóminn og takast á við eigin for- dóma, en HIV-jákvæðir endurspegla gjarn- an fordóma samfélagsins. Þeim léttir oft mikið við að sjá hvað aðrir í hópnum líta vel út þrátt fyrir að hafa verið smitaðir í mörg ár. Það virkar jafnframt hvetjandi að heyra sögur hinna og kynnast betur öllum þeim möguleikum sem eru í boði.“ Sigurlaug segir frá því að fólk sem greinist hér á landi og komi frá fjarlægum heimsálfum eins og Afríku og Asíu sé yfirleitt mun óttaslegnara en Íslendingar við greininguna enda sé staðan allt önnur og oftast mun verri í þeirra heimalandi. Þarf að greina sem flesta Bryndís segir að jákvæð teikn séu á lofti til framtíðar þegar kemur að HIV-jákvæðum. „Þetta snýst um að greina sem flesta og koma þeim í meðferð. Þannig minnkum við smithættuna í þjóðfélaginu. Nýgengi HIV fer minnkandi en algengið er meira, það er fjöldi þeirra sem lifa með HIV er svipaður eða aukinn. Það er vegna þess að HIV-jákvæðir eru hættir að deyja úr sjúkdómnum.“ Hún bendir á að fyrir áratug, þegar talið var líklegt að lækning við alnæmi væri á næstu grösum, hafi heilbrigð- isstarfsfólk tekið eftir því að HIV-jákvæðir stunduðu áhættukynlíf og skyndikynni í auknum mæli. „HIV er lífstíðarsjúkdómur. Það er engin lækning til. Það er samt ekki dauðadómur að greinast og fólk á ekki að vera hrætt við að fara í prufu. Heilt yfir þá greinist fólk of seint í Evrópu og því lengur sem veiran hefur haft tækifæri til að hafa áhrif á ónæmiskerfið, því erfiðara er að koma því aftur í lag. Ég rifja hér upp orð sem féllu á HIV-þinginu sem ég var að koma af: Við breytum ekki grunnhegðun fólks. Fólk sefur hjá og fólk stundar skyndikynni. Það sem við getum gert er að greina sem flesta og stöðva útbreiðsluna með því að hafa sem flesta á lyfjameðferð. Það er það sem þetta snýst um í stóra samhenginu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, er nýkomin af ársþingi HIV- samtaka í Evrópu þar sem helstu sérfræðingar álfunnar deildu þekkingu sinni. Ljósmynd/Hari Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá embætti landlæknis, sem sinnir forvörnum og fræðslu um HIV og alnæmi, segir að HIV sé hættur að vera þessi lífshættulegi sjúkdómur sem allir hræðast. Ljósmynd/Hari 12 fréttaskýring Helgin 25.-27. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.