Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
V Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Garðabæ fara sínu fram við lagningu nýs Álftanesvegar í Gálgahrauni – eða Garðahrauni – þrátt fyrir harða andstöðu og baráttu þeirra sem vernda vilja hraunið. Í yfirlýsingu Vegagerðarinnar
síðastliðinn mánudag, þegar lögregla fjar-
lægði mótmælendur af vinnusvæðinu í
hrauninu, sagði að af hálfu Garðabæjar og
Vegagerðarinnar hefði alltaf verið ljóst að
ekki yrði hætt við lagningu
nýs Álftanesvegar þótt lagn-
ingu hans um Garðahraun hafi
verið mótmælt. Vegagerðin
rökstyður þá ákvörðun með
því að vegaframkvæmdin hafi
lengi verið á aðalskipulagi
Garðabæjar og að slysatíðni á
gamla veginum sé meiri en á
sambærilegum vegum. Ekki
sé mögulegt að breyta þeim
gamla þannig að hann standist
kröfur um veg af því tagi sem
Álftanesvegurinn er.
Vegagerðin áréttar enn fremur að þótt
kærumál vegna vegaframkvæmdarinnar séu
fyrir dómstólum verði verkið unnið áfram.
Niðurstaða í lögbannsmáli liggi í fyrsta lagi
fyrir í apríl á næsta ári og lokaniðurstaða í
dómsmálum í fyrsta lagi síðla árs 2015, hugs-
anlega ekki fyrr en 2016. „Fari svo ólíklega
að það mál tapist hefur ekki annað komið
fram hjá Garðabæ,“ segir Vegagerðin, „en
að farið yrði á ný í umhverfismat og ekki við
öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú
sama og fyrri mata á umhverfisáhrifum og
yrði þá á ný gefið út framkvæmdaleyfi fyrir
lagningu nýs Álftanesvegar. Þannig að allar
tafir fresta einungis lagningu nýs Álftanes-
vegar en koma ekki í veg fyrir að hann verði
lagður.“
Þarna talar sá sem valdið hefur og vissu-
lega var valdi beitt þegar mótmælendur voru
handteknir á vinnusvæðinu, borgaraleg
óhlýðni þeirra var ekki liðin. Á rök þeirra
var ekki hlustað en Hraunavinir hafa bent
á að framkvæmdin um veg eftir endilöngu
Gálgahrauni byggi á 20 ára gömlu skipulagi.
Gálgahraun sé á náttúruminjaskrá og sé –
eða hafi verið þar til framkvæmdir hófust
– eina óraskaða apalhraunið sem eftir var á
höfuðborgarsvæðinu. Það geymi fyrirmyndir
að fjölda hraunamynda Kjarvals, varðveiti
fornar leiðir til Bessastaða og sé einstök nátt-
úru- og útilífsperla.
Hraunavinir hafa því mætt Vegagerðinni
og bæjaryfirvöldum með rökum um að
þyrma hrauninu. Yfirvöld hafa hins vegar
haldið sínu striki, viss um lagalegan rétt
sinn. Í stöðu sem þessari hefðu skynsamir
menn beðið niðurstöðu dómstóla. „Ef ég
fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í
málinu,“ sagði Sigurður Líndal, fyrrum laga-
prófessor, aðspurður um málið. Hann segir
jafnframt að í málinu séu ýmis vafamál og
því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dóm-
stóla, þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé
heimilt og hvað ekki. Náttúruverndarsinnar
hefðu orðið að una niðurstöðu dómstóla,
rétt eins og Vegagerðin og bæjaryfirvöld í
Garðabæ.
Hvorki Vegagerðin né yfirvöld í Garðabæ
virðast hafa góða ráðgjafa í málinu. Þau hafa
betur en þeir sem vernda vilja hraunið. Þegar
hafa stórvirkar vinnuvélar rutt vegarstæðið
að mestu. Það er óafturkræft. Sigur þeirra í
málinu er hins vegar Pyrrhusarsigur. Líklegt
er að þessi sigur sé svo dýrkeyptur að hann
snúist að lokum upp í ósigur – eða með
öðrum orðum sigur náttúruverndarsinna.
Þeir töpuðu þessari orrustu en með baráttu
sinni höfðu þeir varanleg áhrif á almennings-
álitið í friðunarmálum sem þessum. Sláandi
myndir frá handtökum Hraunavina segja
sína sögu. Alþýða manna sættir sig einfald-
lega ekki við handtöku Ómars Ragnarssonar
við þessar aðstæður, hvað sem öðru líður.
Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður 16.
september árið 2010 af umhverfisráðherra.
Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnars-
sonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi
sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og
almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar
náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt
af mörkum til að fræða um íslenska náttúru.
Þrátt fyrir að hafa sitt fram töpuðu yfirvöld
nákvæmlega á þeirri stundu er lögregluþjón-
arnir báru Ómar Ragnarsson í lögreglubíl og
óku honum í Steininn.
Hvar voru ráðgjafar skynseminnar?
Pyrrhusarsigur
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Ninna Ómarsdóttir
Æ,æ, vonandi verður farið varlega með
elsku pabba í fangelsinu.
Hekla Sól Hauksdóttir
Afi minn handtekinn fyrir að vernda
náttúruna!!
Þráinn Bertelsson
Það er margt merkilegt í samfélagi
okkar, ekki síst varðandi forgangsröðun
hlutanna. Mér finnst það til dæmis
skrýtin forgangsröðun að stinga Ómari
Ragnarssyni í tugthúsið.
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Lok lok og læs og allt í stáli....
Lommi Lomm
Á hverjum einasta degi níðist valdið á
einhverjum sem ekki er Ómar Ragnars-
son.
María Ellingsen
Það var sorglegt að verða vitni að því
að lögregluher íklæddur skotheldum
vestum, leðurhönskum með hnúa-
járnum, vopnaður táragasi og kylfum
réðist gegn friðsömu fólki á sjötugs- og
áttræðisaldri sem lagðist í lyngið í haust-
litum til að verja hraunið með lífi sínu.
Anna Margrét Guðjónsdóttir
Ómar Ragnarsson, Gunnsteinn Ólason
og Reynir Ingibergsson eru auðvitað
stórhættulegir menn og dugir vart
minna en fjórar fílelfdar löggur til að
fjarlægja hvern og einn þeirra.
Árni Snævarr
Það er eitthvað að í landi þar sem Ómar
Ragnarsson er handtekinn en mennirnir
sem settu Ísland á hausinn ganga lausir.
Svanborg Sigmarsdóttir
Rúmlega tugur mótmælenda var hand-
tekinn í morgun. Af hverju er það verra
að Ómar var handtekinn en allir hinir?
Kristján B. Jónasson
Í gær birtist skoðanakönnun sem sýndi
algjört fylgishrap stjórnarflokkanna.
Helstu PR gúrúar réðu ráðum sínum
og ákváðu að handtaka Ómar
Ragnarsson.
Andri Þór Sturluson
Um leið og þú handtekur Ómar Ragnars-
son þá ertu búinn að tapa.
Ragnar Þór Pétursson
Mér finnst menn misskilja dálítið
borgaralega óhlýðni ef mönnum finnst
það í alvöru einhvernveginn alvarlegra
að handtaka Ómar Ragnarsson en aðra
menn. Þetta snýst ekki um að móðgast
yfir handtöku þekktra gamalmenna
– þetta snýst um að fylla fangelsin af
fólki sem er sömu skoðunar og þeir sem
fjarlægðir voru í dag.
Illugi Jökulsson
Handtaka Ómar Ragnarsson?!! Fyrir-
gefiði, en nú er þetta komið langt út
fyrir allan þjófabálk!
Bragi Valdimar Skúlason
Ég nenni ekki að vera með í þjóð sem
handtekur Ómar Ragnarsson.
Vikan sem Var
Þrátt fyrir að hafa sitt fram töpuðu yfirvöld nákvæmlega
á þeirri stundu er lögregluþjónarnir báru Ómar Ragnars-
son í lögreglubíl og óku honum í Steininn.
NÝTT
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið
dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og
auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri:
Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir
einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú
reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir
þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri
skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst
sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal
endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á
sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám
saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring.
Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð
til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega
komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus
tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar
ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð.
Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota
lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða
æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða
lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja
tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið.
Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað
er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn
af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer
Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
®
Loksins
á Íslandi!
Nicotinell með
Spearmint bragði
- auðveldar þér að
hætta reykingum
Ómar handtekinn
Vikan byrjaði með látum á mánudaginn þegar Ómar Ragnarsson var handtekinn í mótmælum í Gálgahrauni.
Facebook nötraði og sjálfsagt eru þeir vandfundnir sem ekki létu að sér kveða þar vegna framgöngu lögreglu.
14 viðhorf Helgin 25.-27. október 2013