Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 16
Mannanafnanefnd Marzilíus eða Marzellíus? Í febrúar 2008 eignuðumst við hjónin son sem núverandi biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, skírði á stofugólfi ömmu hans og afa á pásk- unum það ár. Drengnum var gefið nafnið Birgir Marzellíus í höfuðið á móður- bróður mínum kærum sem hét í höfuðið á afa sínum, Marzellíusi Bernharðssyni skipasmið. Skömmu síðar fáum við hins vegar bréf frá Þjóðskrá sem segir að okkur að nafnið Marzellíus finnist ekki í mannanafnaskrá og því megi ekki gefa drengnum það nafn. Okkur þótti það undarlegt – og ekki síður frændanum sem bar nafnið (sá fór reyndar að kalla sig „Marzellíus heitinn“). Við sendum erindi til mannanafnanefndar sem hafnaði beiðni okkar á þeim for- sendum að eiginnafnið Marzellíus bryti í bág við íslenskt málkerfi því það væri með zetu. Ennfremur að nafnið hafi ekki unnið sér hefð í ís- lensku máli samkvæmt skilyrðum mannanafnanefndar. Við áfrýjuðum úrskurðinum og bent- um meðal annars á að frænda drengsins hefði verið gefið nafnið Marzelíus tveim- ur árum fyrr og fengist hefði samþykki fyrir því. Mannanafnanefnd segir að sá hafi fengið að bera það nafn samkvæmt sérstakri undanþáguheimild þar sem afi hans hafi heitið sama nafni. Manna- nafnanefnd úrskurðaði sem sagt að það mætti nefna í höfuðið á afa en ekki ömmubróður! Við settum málið í salt og tókum það upp að nýju nú í sumar, staðráðin í því að drengurinn fengi úrlausn mála sinna áður en hann byrjaði í grunnskóla. Eftir nokkurt grúsk í vinnureglum mannanafnanefndar og gömlum mann- tölum komst ég að því að ein mynd nafnsins, skrifuð með zetu, myndi geta flokkast sem nafn sem hefði unnið sér hefð í íslensku máli samkvæmt reglu 1.e. (Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur mann- tölum frá 1703–1910.) Komst ég að því að það var meira að segja langa-langa- afi drengsins sjálfs, Marzellíus Bern- harðsson, sem var skráður Marzilíus S. G. Bernharðsson í manntalinu sem gert var 1905 (sem var mjög ánægjulegt því mannanafnanefnd hafði haldið því fram í úrskurði sínum að ég væri að fara með rangt mál þegar ég hélt því fram að langafi minn hefði ritað nafn sitt með zetu. „Ekki virðist sá ritháttur styðj- ast við opinber gögn,“ sagði í úrskurði nefndarinnar). Ég sendi því inn nýja umsókn um eiginnafn til Þjóðskrár þar sem ég sótti um að drengurinn fengi að heita Birgir Marzilíus. Því var að sjálfsögðu hafnað því nafnið fyndist ekki í mannanafna- skrá. Því sendi ég í þriðja sinn erindi til mannanafnanefndar. Úrskurðurinn barst á dögunum: „Sam- kvæmt gögnum Þjóðskrár ber enginn karlmaður eiginnafnið Marzilíus í þjóð- skrá [...] en nafnið kemur fyrir í fjórum manntölum frá 1703-1910. Það telst því vera hefð fyrir rithættinum Marzilíus. Úrskurðarorð: Beiðni um eiginnafnið Marzilíus (k.k.) er samþykkt.” Skyldum við fá leyfi til að breyta rithættinum Marzilíus í Marzellíus? Það verður gaman að vita. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll M annrétt-indinda-samtökin Amnesty Internation- al sendu í vikunni frá sér skýrslu þar sem loftárásir Banda- ríkjanna í Pakistan með mannlausum sprengiflugvélum (e. Drones) – sem upp á Íslensku hafa verið kallaðar mannleysur – eru fordæmdar og Bandaríkin sökuð um stríðsglæpi. Hörmungar slíkra árása sem staðið hafa i nálega áratug eru loksins að koma upp á yfirborð umræðunnar á alþjóðavísu og var ég til að mynda í hópi evrópskra fræðimanna sem boðnir voru á ráðstefnu í Amsterdamháskóla um liðna helgi þar sem samtökin Foundation for Fundamental rights lýstu aðgerðum sínum. Fyrir þeim fer lögmaðurinn Shaz- had Akbar sem nýskeð vann gríð- armikilvæg málaferli fyrir rétti Pakistan þar sem mannleysu- árásir voru að hluta dæmdar ólöglegar. Shazhad Akbar og félagar höfða nú mál fyrir fjölda dómstóla í ýmsum umsýslu- dæmum þar sem látið er reyna á lögmæti þessa stríðsreksturs. Til að mynda hafa samtökin sótt stöðvarstjóra leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Pak- istan til saka fyrir fjöldamorð. Sá var fljótur að hverfa úr landi en eftirmaður hans þarf nú að horfa framan í samskonar kæru. Akbar og félagar undirbúa einnig málarekstur fyrir dómstólum í Ástralíu, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi en leyniþjónustur þessara landa hafa aðstoðað CIA í upplýsingaöflun sem notaðar eru við að ákvarða árásir. Þá eru málaferli einnig fyrirhuguð í Bandaríkjunum og fyrir stríðs- glæpadómstólnum í Haag, þó svo að hvorki Bandaríkin né Pakistan hafi undirgengist lögsögu hans. Lög og ólög Árásir þessar byggja á lögum sem sett voru í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11 september 2001 sem heimila leyniþjónustunni að elta uppi og bana hryðjuverkamönnum hvar sem er í veröldinni. Svoleiðis innanlandslög stríða hins vegar vitaskuld gegn alþjóðarétti og lögum annarra ríkja enda ná lög einstakra ríkja ekki út yfir landa- mæri þeirra. Eftir innrás Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan í kjölfar hryðju- verkaárásanna stóðu öll spjót á Pakistan sem undir óbærilegum þrýstingi heimilaði aðgerðir Bandaríkjahers gegn hryðju- verkamönnum þar í landi. Það er semsé á þessum veika grundvelli sem leyniþjónusta Bandaríkjanna og Bandaríkjaher gera árásir sínar í Pakistan og raunar einnig í Jemen. Árásirnar eru enn fremur réttlættar með því að mannleys- urnar séu sérdeilis nákvæmar og öruggar og að með notkun þeirra sé hægt að tryggja að aðeins hryðjuverkamenn verði fyrir árásunum. Barak Obama Banda- ríkjaforseti sagði til að mynda að með þeim megi alfarið forða drápum á sakleysingjum í bar- áttunni við Al-keida og Talíbana. Annað hefur hins vegar komið í ljós. Í raun hið gagnstæða. Hver skýrslan á fætur annarri (svo sem skýrsla Stanford og New York háskóla 2012 og Am- nesty International nú) sýnir að fjöldi saklausra borgara hefur látið lífið í þessum aðgerðum, fast að tvö þúsund manns eftir því hvernig talið er. Í hópi fall- inna séu aðeins fáeinir raunverulegir hryðjuverkamenn, flestir séu saklausir borgarar, jafnvel börn. Einnkennisárásir Öfugt við fullyrðing- ar bandarískra ráða- manna virðist sem einkum óbreyttir borgarar verði fyrir þessum árásum. En skot- mörkin eru valin eftir ansi vafa- sömum upplýsingum. Þetta eru gjarnan svokallaðar einkennisá- rásir (e. Signature strikes) þar sem ákvarðanir um hverjir teljist réttdræpir hryðjuverkamenn byggjast á líkum. Metið er út frá meðal annars klæðaburði, skegg- vexti, vopnaburði og bíltegund hvort viðkomandi sé hryðjuverka- maður eða ekki. Drápslistinn al- ræmdi er meðal annars byggður á uppljóstrunum á meðal borgara í Pakistan sem fá greitt fyrir að ljóstra uppi um hryðjuverka- menn. Svoleiðis njósnaaðferð er hins vegar meingölluð því hún býr til hvata á meðal umsegjenda um að gefa upp sem flesta, hvort svo sem þeir eru raunverulegir hryðjuverkamnn eða ekki. Einn fulltrúi Bandaríkjahers sagði ný- verið að enginn saklaus borgari hafi verið drepinn í árásunum. Aðeins með því að útnefna ein- faldlega alla fallna sem hryðju- verkamenn er hægt að komast að slíkri niðurstöðu. Fregnir af sumum þessara árása eru ansi óhuggulegar. Í Norður Waziristan héraði, þar sem flestar árásirnar hafa verið gerðar, var 40 manna öldungaráð eins bæjar, sem starfar sem eins- konar dómstóll, þurrkað út í heilu lagi. 80 börn voru drepin í Ma- drassah árið 2006 en Bandaríkja- her hélt að þar væru æfingabúðir hryðjuverkamanna, en reyndust æskulýðsbúðir á borð við Vatna- skóg. Í fyrra var 68 ára gömul amma, Mamana Bibi, drepin við akuryrkju fyrir framan níu barna- börn sín. Átján verkamönnum var á svipuðum tíma slátrað við vegavinnu. Eitt sinn var hryðju- verkmaður felldur í vel heppnaðri árás. Í kjölfarið varpaði Banda- ríkjaher sprengjum sínum á útför hans undir því yfirskyni að þeir sem þar væru viðstaddir hlytu að vera hryðjuverkamenn. Um fleiri slíkar árásir má lesa í fyrrnefnd- um skýrslum. Öfugsnúningur Mannleysuárásir þessar eiga í orði kveðnu að auka öryggi Bandaríkjanna og Vesturlanda en í raun hafa þær haft þveröfug áhrif, árásirnar gera ekki annað en að æsa fleiri til andstöðu við Bandaríkin og bandamenn þess. Fyrir árásaraðilann eru mann- leysur vissulega þægileg vopn því hann þarf ekki að mæta fórnar- lömbum sínum, situr í öruggu skjóli hinum megin á hnettinum. En svona hernaður skapar stór- hættulega firringu og aftengingu við afleiðingar árásanna – verður bara eins og að leika tölvuleik. Menn eru bara í vinnunni, fara í kaffi og halda eftir hádegið áfram við að stúta heilu þorpunum. Og jafnvel þó svo að mannleysurnar sem slíkar séu kannski ekki ólög- legar þá eru alþjóðalög þverbrot- in með beitingu þeirra, eins og til að mynda Amnesty International hefur nú ályktað. Loftárásir með mannlausum sprengiflugvélum Mannleysur Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmála- fræði 16 viðhorf Helgin 25.-27. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.