Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 26

Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 26
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti4. Það þarf að vekja vonina aftur Algjörrar umbyltingar er þörf á húsnæði bráðamóttöku Landspítala svo tryggja megi öryggi og aðbúnað sjúklinga og aðstöðu starfsfólks sem segir að vekja þurfi vonina á ný. Allt að níu sjúklingar deila stofu og smithætta er því mikil. Deildin fékk einungis tíunda hluta þess fjármagns sem þörf var á til tækjakaupa í fyrra og undanfarin ár hefur lítið verið hægt að endurnýja af tækjum. Starfsfólk leitaði að skoðunarstól fyrir háls- nef og eyrnalækningar á eBay því stóllinn á bráðamóttökunni brotnaði og ekki eru til peningar fyrir nýjum. K lukkan er átta. Starfsfólk á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi er komið saman í svokölluðu fjarskiptaherbergi til að fara yfir stöðuna á deildinni áður en dagvaktin tekur við. Þetta er kallað stöðumat. Hjúkrunarfræðingur sem er að ljúka við næturvakt lýsir því hvernig nóttin gekk fyrir sig svo starfsfólkið sem er að taka við á dagvaktinni geti gert sér grein fyrir ástandinu. Fundurinn er stuttur og hnitmiðaður og að honum loknum fara hjúkrunarfræðingar og læknar í svokallað rapport þar sem farið er yfir ástand hvers og eins sjúklings. Morguninn er óvenju rólegur og andrúmsloftið létt og afslappað þótt allir séu í stöðugri viðbragðs- stöðu. Á yfirliti yfir sjúklinga á skjá í fjarskiptaherberginu má sjá ástæðu komu þeirra, hvenær þeir komu og hver staðan er á umönnun þeirra. Í dag, eins og aðra daga, eru ástæðurnar margvíslegar. Eitranir, kviðverkir og öndunarerfiðleikar svo fátt eitt sé nefnt. Þó svo að vikan fylgi ákveðnum sveiflum í álagi sem brugðist er við með mönnun, er aldrei hægt að sjá fyllilega fyrir hvenær álagið er sem mest á deildinni því slysin gera ekki boð á undan sér. 100 þúsund sjúklingar á ári Bráðamóttakan sinnir árlega um eitt hundrað þúsund manns. Það er tæpur þriðjungur þjóðarinnar. Fleiri börn koma á bráðamóttöku í Fossvogi en koma á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, tæplega 14 þúsund á ári hverju. Sérstakt fimm Bráðasvið Bráðamóttakan í Fossvogi er stærsta deild sjúkrahússins, þar er neyðarmóttaka fyrir fórnar- lömb kynferðislegs ofbeldis sem sinnir um 120 tilfellum á ári. Bráðasvið veitir einnig upplýsing- ar og ráðgjöf um viðbrögð og með- ferð þegar eitranir verða. Læknisfræðileg ábyrgð sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu er hjá bráðasviði. Samstarf er náið við Neyðarlínuna, Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og Landhelg- isgæslu Íslands um málaflokkinn en læknar sviðsins starfa ásamt áhöfnum sjúkraþyrlu við björgun og flutning veikra og slasaðra. Á bráðasviði er sjúkrahúsapó- tek Landspítala sem sér um alla lyfjaumsýslu á spítalanum og rekur jafnframt Miðstöð lyfjaupp- lýsinga þar sem veittar eru upp- lýsingar um áhrif og milliverkanir lyfja. Miðstöð sjúkraskrárritunar er einnig á höndum bráðasviðs. Hjúkrunarþjónusta sjúkrahótels tilheyrir einnig bráðasviði. Bráðasvið veitir jafnframt þjón- ustu fyrir aðstandendur þeirra sem látast með voveiflegum hætti, ýmist í slysi eða fyrir eigin hendi. Á bráðadeild í Fossvogi er lítil kap- ella þar sem aðstandendum býðst að kveðja sína nánustu. Framhald á næstu opnu 26 fréttaskýring Helgin 25.-27. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.