Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Page 30

Fréttatíminn - 25.10.2013, Page 30
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 5 2 9 ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓTRÚLEGT Tjón gera sjaldnast boð á undan sér. Þess vegna erum við á vakt allan sólarhringinn og tryggjum að þú fáir bestu hugsanlegu tjónaþjónustu hvenær sem þú þarft á henni að halda. 24 tíma tjónaþjónusta – sími 800 7112 24 TÍMA TJÓNA ÞJÓNUS TA Markmið Sjóvár er að veita viðskiptavinum ávallt bestu hugsanlegu tjónaþjónustu. Endurgjöf frá viðskiptavinum er okkur mikilvæg og góður leiðarvísir um hvernig við getum bætt okkur og þróað starfsemi okkar enn frekar. Það gleður okkur mjög þegar við fáum staðfestingu frá ánægðum viðskiptavinum á því sem vel er gert. Hér á eftir eru nokkur bréf sem okkur hjá Sjóvá hafa borist frá ánægðum viðskiptavinum sem hafa þurft að nýta sér tjónaþjónustu okkar. „Ég vil þakka starfsfólki Sjóvár fyrir frábærar móttökur og úrlausn mála þegar ég varð fyrir því að gjör- eyðileggja bílinn minn í hálkuslysi 31 jan. s.l. Það er alveg ljóst að Sjóvá er með mjög hæft og vel þjálfað starfsfólk, sem er reiðubúið að aðstoða viðskiptavininn af kostgæfni og alúð. Takk fyrir, Sjóvá, og megi heill og hamingja fylgja starfsfólki þínu um aldur og ævi.“ Valgeir Hauksson „Við vorum í Ásbyrgi með hjólhýsið okkar og urðum fyrir því óláni að keyrt var á okkur með þeim afleiðingum að bæði bíllinn okkar og hjólhýsið voru ónothæf. Gott fólk hjá Sjóvá aðstoðaði okkur við að komast á áfangastað og afgreiddi okkar mál hratt og örugglega. Með innilegu þakklæti fyrir frábæra aðstoð og hlýju í okkar garð.“ Gunnar Sigurjónsson og Ása Bryngeirsdóttir „Ég hef sem betur fer sjaldan þurft að leita til Sjóvár vegna tjóna. Mér er þó minnisstætt þegar upp kom leki í húsinu sem ég bý í hversu góðan stuðning og faglega hjálp ég fékk hjá tjónamatsmanni Sjóvár.“ Eggert Gíslason „Frábært, takk kærlega fyrir! Þetta var orðið rosalega ruglingslegt. Þakka fyrir þjónustuna ykkar, hún er alltaf jafn góð! Verð aldrei fyrir vonbrigðum.“ Hjördís Vigfúsdóttir „Mig langar til að byrja á því að þakka ykkur fyrir frábæra tjóna- þjónustu vegna tjóns sem ég lenti í núna í júlí. Einnig langar mér að þakka fyrir smiðina sem þið senduð mér, aldrei á ævi minni hef ég séð jafn snyrtileg vinnubrögð, og ég tala nú ekki um hvað þeir voru skipulagðir í öllu sem þeir gerðu á mínu heimili. Og ekki vantaði kurteisina hjá þessum mönnum. Takk fyrir okkur.“ Rannveig Oddsdóttir „Mig langaði að koma á framfæri við ykkur þakklæti vegna afgreiðslu vatnstjóns sem ég lenti í. Aðkoma ykkar fólks var öll til fyrirmyndar. Ég hef alla tíð verið með mínar tryggingar hjá Sjóvá og í þau fáu skipti sem ég hef þurft að leita til ykkar hefur þjónustan verið frábær.“ Jóhann Petersen „Hjá Sjóvá erum við með viðskipta- stjóra með þekkingu á þörfum fyrirtækisins og iðnaðarins sem við getum leitað til með öll okkar mál með skömmum fyrirvara.“ Guðný Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri fjármála Saga Film Þú tryggir ekki eftir á Regluleg yfirferð tryggingaverndar borgar sig Þörfin fyrir tryggingavernd tekur breytingum í takt við breytingar á húsnæði, fjölskyldustærð, tómstundum og áhugamálum. Þess vegna mælum við með því að viðskiptavinir fari reglulega yfir tryggingavernd sína með sérfræðingum okkar. Með slíkri yfirferð eru meiri líkur á að þú sért með fullnægjandi vernd og betur í stakk búin(n) að mæta áföllum sem orðið geta í lífinu. Það eina sem þú þarft að gera er að koma við í næsta útibúi okkar, panta ráðgjöf á sjova.is eða senda okkur tölvupóst á netfangið sjova@sjova.is. 24 tíma tjónaþjónusta – ef mikið liggur við FRÉTTATÍMINNAuglýsing Vegaaðstoð Allir geta lent í vandræðum með bílinn. Þá er gott að geta hringt í Vegaaðstoð Sjóvár í síma 440 2222. Vegaaðstoð Sjóvár aðstoðar viðskiptavini í Stofni ef bíllinn verður rafmagnslaus eða bensínlaus og aðstoðar við að skipta um sprungið dekk. Ef þú lendir í árekstri á höfuðborgarsvæðinu getur þú einnig hringt í Vegaaðstoðina og færð þá aðstoð frá fagaðilum* við að fylla út tjónaskýrslu. Kostir þess er nákvæm skoðun aðstæðna og myndataka sem notuð er sem gögn við uppgjör tjóna. Tjónstilkynningin er send rafrænt beint til tryggingafélaga til úrlausnar, sem sparar þér sporin. *Aðstoð & Öryggi ehf. er sjálfstætt og hlutlaust þjónustufyrirtæki er annast vettvangsrannsóknir umferðaróhappa. Þjónustan tryggir réttláta og fljótvirka afgreiðslu tjóna fyrir tryggingarfélög og viðskiptamenn þeirra. Rúðuviðgerðir Einföld leið til sparnaðar Frá árinu 2010 hefur Sjóvá dreift framrúðuplástrum til viðskipta- vina sinna og hefur árangurinn verið góður. Með framrúðu- plástri er hægt að hefta útbreiðslu sprungu í framrúðu þar til hægt er að komast á verkstæði. Í mörgum tilfellum er hægt að lagfæra rúðuna og spara þannig kostnað við rúðuskipti. Þúsundir viðskiptavina hafa nýtt sér þessa þjónustu og meðalsparnaður viðskiptavinar nemur um 10.000 kr., sem hann hefði annars þurft að greiða í eigin áhættu ef skipta hefði þurft um rúðuna. Sjóvá hvetur viðskiptavini sína til að koma við í næsta útibúi og næla sér í framrúðuplástur sem gott er að hafa til taks í hanskahólfinu í bílnum. Ef skemmd verður á bílrúðu skal setja pláturinn stax á skemmdina og fara með bílinn sem fyrst á rúðuverkstæði sem er viðurkennt af Sjóvá. Ef hægt er að gera við rúðuna greiðir Sjóvá viðgerðina að fullu, viðskiptavinur greiðir ekki neitt. Sjóvá vottar sín verkstæði – og auðveldar viðskiptavinum sínum valið Sjóvá hefur samið við og gert úttektir á ákveðnum verkstæðum til að meta hvernig þau uppfylla kröfur Sjóvár um tjónamat og viðgerðir. Verkstæði sem uppfylla kröfur okkar falla í einnar, þriggja eða fimm stjörnu flokk. - Fimm stjörnu verkstæðin veita faglega og góða þjónustu og hafa innleitt vottað gæðakerfi. - Þriggja stjörnu verkstæðin veita góða þjónustu en eru ekki með vottað gæðakerfi. - Einnar stjörnu verkstæðin eru með samning við Sjóvá, eru með fagmenntaðan starfsmann og starfsleyfi. Stjörnurnar eru til marks um gæði, bíllinn fær viðgerð þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi. Þannig auðveldar stjörnugjöf Sjóvár þér að velja hvert á að fara með bíl í viðgerð. Þú finnur yfirlit yfir viðurkennd verkstæði á sjova.is. Vetrardekkjatilboð – góð dekk auka umferðaröryggi Tjón gera sjaldnast boð á undan sér og geta orðið á öllum tímum sólarhringsins. Oft skiptir sköpum að brugðist sé hratt við til þess að lágmarka tjón. Við erum á vakt allan sólarhringinn og tryggjum að þú fáir bestu hugsanlegu tjónaþjónustu hvenær sem þú þarft á henni að halda. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar sem lenda í tjóni verði fyrir sem minnstum óþægindum og að afgreiðsla mála gangi hratt fyrir sig. Þegar mikið liggur við, hafðu þá samband við okkur í síma 800 7112 og við hjálpum þér að leysa málin. Frá ánægðum viðskiptavinum Sjóvá hefur síðustu tvö ár gert úttekt á ástandi hjólbarða á ökutækjum sem lent hafa í tjóni. Niðurstöður benda til sterkra tengsla á milli ástands hjólbarða og fjölda tjóna. Of margir bílar eru á slitnum dekkjum sem eru í raun óhæf til vetraraksturs. Þess vegna býður Sjóvá viðskiptavinum í Stofni tilboð á vetrardekkjum í samstarfi við dekkjaverkstæði víða um land. Það eina sem þú þarft að gera er að hafa samband við einhvern af afgreiðslustöðum samstarfsaðila okkar og gefa upp kennitöluna þína. Þú finnur allar upplýsingar um dekkjatilboðið á sjova.is.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.