Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 64
64 skák og bridge Helgin 25.-27. október 2013  Skák GlæSileG verðlaun á einu SkemmtileGaSta móti árSinS Æskan og ellin mætast! n ú er komið að einhverju skemmti-legasta skákmóti ársins: „Æskan og ellin“ er fyrir börn á grunnskóla- aldri og kempur sem orðnar eru sextugar eða eldri. Mótið verður haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, á morgun, laugardag, klukkan 13. Glæsileg verðlaun eru á mótinu, en auk þess ríkir einstæður andi þegar kynslóðabilið er brúað með þessum hætti. Á síðasta ári var 80 ára aldursmunur á milli yngsta og elsta keppanda! Þá sigraði ungstirnið Oliver Aron Jóhannesson, en meðal keppenda voru margir snjöllustu meistarar fyrri tíðar. Mótið er nú haldið í 10. skipti, en upp- hafsmaður þess var séra Gunnþór Ingason sem í áratugi var sóknarprestur í Hafnar- firði og eldheitur skákáhugamaður. Það er nú haldið í Reykjavík í fyrsta skipti. Riddar- inn, skákfélag eldri borgara í Hafnarfirði, Taflfélag Reykjavíkur og Olís hafa gert þriggja ára samstarfssamning um fram- kvæmd mótsins, til að auka enn veg þess og festa það í sessi. Verðlaunasjóðurinn er veglegur. Veitt eru 100 þúsund króna peningaverðlaun, og auk þess sérstök verðlaun í þremur flokkum ungmenna og öldunga. Í flokki 9 ára og yngri, 10-12 ára, og 13-15 ára eru gjafabréf með Icelandair í verðlaun, en í öldunga- flokkunum keppa menn um 10.000 króna úttektarkort hjá Olís. Þá eru bókaverðlaun í öllum flokkum, og síðast en ekki síst er happdrætti í mótslok, svo allir eiga kost á vinningi. Sportvörubúðin Jói útherji gefur alla verðlaunagripi á mótið. Tefldar verða 9 umferðir á mótinu, með sjö mínútna um- hugsunartíma. Það er rík ástæða til að hrósa öllum aðstandendum þessa glæsilega móts til hamingju, og séra Gunnþór má vera stoltur yfir að hugmynd sem kviknaði fyrir 10 árum skuli hafa fætt af sér svo blómlegt og skemmtilegt mót. Núverandi mótsnefnd skipa Björn Jónsson, formaður TR (sem stendur í sífelldum stórræðum), öðlingur- inn óþreytandi Einar S. Einarsson, formað- ur Riddarans og Páll Jónsson skákstjóri. Keppendur ættu að skrá sig sem fyrst á skak.is og mæta tímanlega á mótsstað, því hámarksfjöldi keppenda miðast við 100. Góður sigur Einars Hjalta á Gagnaveit- umótinu Einar Hjalti Jensson vann frækinn sigur á Gagnaveitumótinu – Haustmóti TR sem lauk í vikunni. Einar Hjalti, sem er FIDE- meistari að tign og með 2305 stig, skákaði stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni og alþjóðameistaranum Jóni Viktori Gunnars- syni, og hlaut alls 7,5 vinning af 9 mögu- legum. Einar Hjalti verður að teljast með okkar efnilegustu mönnum, þótt hann sé ekkert unglamb á mælikvarða skákarinnar – fædd- ur á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna árið 1980, en hann hefur með mikilli ástundun síðustu misseri stöðugt verið að bæta sig. Hann er kominn með einn áfanga að titli alþjóðameistara og í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga fyrir tveimur vikum var árangur hans samboðinn stórmeistara! Jón Trausti Harðarson (1930 stig) sigraði með yfirburðum í B-flokki Gagnaveitumóts- ins, landsliðskonan Elsa María Kristínar- dóttir (1787) sigraði í C-flokki, og hin unga og bráðefnilega Sóley Lind Pálsdóttir var sigurvegari opna flokksins. Í slandsmótið í einmenningi 2013 fór fram um síðustu helgi, dagana 18. og 19. október. Naumur sigurvegari eftir mikla baráttu var Kjartan Jóhannsson. Litlu munaði á skori hans og Hermanns Friðriks- sonar, sem endaði í öðru sæti, með aðeins tæplega 0,1% lægra skor. Lokastaða 5 efstu spilara varð þannig: 1 . Kjartan Jóhannsson .................................. 57,70% 2 . Hermann Friðriksson ............................... 57,63% 3 . Sigrún Þorvarðardóttir ............................ 56,90% 4 . Sigurjón Ingibjörnsson ............................ 55,80% 5 . Hrólfur Hjaltason ...................................... 54,10% Eins og sést munaði litlu á tveimur efstu sætunum. Spil í þriðju og síðustu lotu réðu miklu um úrslitin. Kjartan sat í norður þá og Hermann Friðriksson í austur. Vestur var með mikla skiptingu á hættu gegn utan og lét verða af því að láta melda sig út í spilinu. Vestur var gjafari og AV á hættu: ♠ D10832 ♥ Á5 ♦ ÁDG2 ♣ D7 ♠ ÁG974 ♥ G42 ♦ K105 ♣ 52 ♠ K6 ♥ KD10876 ♦ - ♣ K10986 ♠ 5 ♥ 93 ♦ 987643 ♣ ÁG43 N S V A Vestur opnaði á einu hjarta, Kjartan kom inn á einum spaða, austur pass og suður lét vaða í 4 spaða. Vestur lét ekki verða af því að segja aftur á óhagstæðum hættum og sagnir enduðu í 4 spöðum sem voru passaðir út. Eins og sést, þá standa 5 lauf og hjörtu á AV hendurnar og 4 spaðar niður með bestu vörn. Vörnin missteig sig hins vegar og leyfði Kjartani að henda tapslag í laufi í tíg- ul. Kjartan fékk skorið 20,5-5,5 fyrir 4 spaða staðna, en hefði fengið 8,7-17,3 ef 4 spaðar fara einn niður. Það hefði nægt Hermanni til sigurs í þessu móti ef svo hefði farið. Tveir nýir menn í stjórn BSÍ Hefð er fyrir því að Íslandsmót í einmenn- ingi og ársþing Bridgesambands Íslands er haldið sömu helgina. Ársþingið var hald- ið sunnudaginn 20. október. Á ársþinginu báðust tveir stjórnarmenn lausnar, Jörundur Þórðarson og Örvar Snær Óskarsson. Í stað þeirra voru kosnir Guðmundur Snorrason og Ingimundur Jónsson. Forseti BSÍ, Jafet Ólafsson, var endurkjörinn og starfar nú á sínu fjórða ári. Á þinginu var Erlu Sigurjóns- dóttur veitt heiðursmerki BSÍ. Lögfræðistofa Íslands áfram í forystu hjá BR Annað kvöldið í Grand hótel hraðsveita- keppni Bridgefélags Reykjavíkur fór fram 15. október. Sveit Garðs apóteks náði besta skorinu 580 impum og á hæla hennar kom sveit Sölukerfisins með 579 impa. Sveit Lögfræðistofunnar skoraði 552 impa, Grant Thornton 518 og Sölufélags garðyrkjumanna 515 impa. Staða efstu 5 sveita að loknum 2 kvöldum af 4 er þannig: 1. Lögfræðistofa Íslands ............................... 1163 2. Garðs apótek .............................................. 1121 3. Sölukerfið ................................................... 1094 4. VÍS ............................................................... 1084 5. Grant Thornton .......................................... 1050  BridGe kjartan jóhannSSon varð ÍSlandSmeiStari Í einmenninGi 2013 Naumur sigur í einmenningi Þau sem enduðu í þremur efstu sætunum voru Hermann Friðriksson sem endaði í öðru sæti, Sigrún Þorvarðardóttir sem endaði í þriðja sæti og Kjartan Jóhannsson sem vann til titilsins: Ís- landsmeistari í einmenningi 2013. Einar Hjalti Jensson, sigurvegari á Gagna- veitumótinu og er í mikilli framför. Oliver Aron Jóhannesson, einn efnilegasti skákmaður Íslands. Sigraði á „Æskan og ellin“ í fyrra. F R U M - w w w .f ru m .is Vantar 2ja til 4ra herb. í 101 til 108 Ég sýni eignina fyrir þig Ég aðstoða þig við að finna eign Enginn kostnaður nema eignin seljist Eggert Ólafsson löggiltur fasteignasali 893 1819 Pantaðu frítt söluverðmat 893 1819 Bókið skoðun í síma: 893 1819 Lindargata 57 - Vitatorg, íbúð 501, 101 Rvík *FYRIR 67 ÁRA OG ELDRI LAUS STRAX* Falleg 2ja herb., 51,2 fm. íbúð á 5. hæð, fyrir 67 ára og eldri. Laus strax. Svalir snúa út í skjólsælan garð. Öryggisverðir á vakt allan sólarhringinn. Öryggishnappur í íbúð. Innangengt er í þjónustusel. Verð kr. 22.900.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., sími 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Opið hús laugardag 26. október kl. 13:00-13:30 Bólstaðarhlíð 41, íbúð 201, 105 Rvík *FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI LAUS STRAX* 2ja herb., 69,9 fm. íbúð á 2. hæð fyrir 60 ára og eldri. Laus strax. Húsvörður og lyfta er í húsinu. Innangengt er frá jarð­ hæð í þjónustusel. Fallegur sameiginlegur garður. Verð kr. 22.300.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., sími 893 1819 eggert@fasteignasalan.is SELD — SELD — SELD — SELD Háaleitisbraut 117, 1. hæð, 108 Rvík *FALLEG ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR ÚTSÝNI* Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herb., 82,1 fm. íbúð á 1. hæð, ásamt bíl­ skúr. Endurnýjað var baðherbergi, eld­ húsinnrétting, fataskápar o.fl. Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Verð kr. 22.500.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., sími 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Bókið skoðun í síma: 893 1819 Yrsufell 28, raðhús, 111 Reykjavík *GLÆSILEGT OG MIKIÐ ENDURNÝJAÐ RAÐHÚS* Glæsilegt og mikið endurnýjað 5 herb. raðhús á einni hæð, ásamt bíl­ skúr. Lóð nýlega tekin í gegn og afgirt. Hiti undir hellum. Stór nýlegur sólpallur. Nýlegt garðhús og nuddpottur. Suðurgarður. Verð kr. 35.700.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., sími 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Bókið skoðun í síma: 893 1819 Naustahlein 26, endaraðhús, 210 G.bær *FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI ÞJÓNUSTA Í HRAFNISTU* Fallegt 3ja herb., 89,2 fm. endaraðhús, fyrir 60 ára og eldri. Hátt er til lofts í húsinu. Fallegur og ræktaður garður. Hiti í stéttum og bílaplani. Aðgangur er að þjónustu á vegum Hrafnistu í göngufæri. Verð kr. 31.500.000 Allar nánari upplýsingar veitir: Eggert, lögg. fasteignas., sími 893 1819 eggert@fasteignasalan.is Opið hús Fasteignasalan Bær • Ögurhvarfi 6 • 203 Kópavogur • Sími 893 1819 • www.fasteignasalan.is Fagleg og persónuleg þjónusta SEL D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.