Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 68
68 bíó Helgin 25.-27. október 2013 Það má því segja að Greeng- rass sé á heimavelli með Tom Hanks úti á reginhafi þar sem hann rekur sögu Phillips skipstjóra.  Frumsýnd Captain phillips l eikstjórinn Paul Greengrass kann upp á sína tíu fingur að setja saman þéttar og góðar spennumyndir. Honum telst sérstaklega til tekna í þeim efnum að hann fer ekki hefðbundnar leiðir og nær yfirleitt að gefa þeim sögum sem hann segir mikinn slagkraft. Hann leikstýrði The Bourne Supremacy og The Bourne Ultimatum, tveimur seinni myndunum í Bourne-þríleiknum, með Matt Damon í titilhlutverkinu. Ágætis myndir sem lítið er út á að setja sem spennumyndir en Greengrass er hins vegar bestur þegar hann keyrir upp spennuna í sönnum sögum. Hann vakti til dæmis mikla og verðskuldaða athygli 2002 með Bloody Sunday, leikinni mynd í hálfgerðum heimildarmyndastíl og fjallaði um mótmælagöngu á Norður-Írlandi í janúar 1972. Mótmælin snerust upp í blóðbað þegar breskir hermenn létu til skarar skríða gegn mótmælendum af fullri hörku. Þá vakti myndin United 93 ekki síður mikla athygli árið 2006 en þar sem spunnin var upp hugsanleg atburðarás í fjórðu flugvélinni sem var rænt þann 11. september 2001 og hrapaði í Pennsylvaníu. Í myndinni sneru farþegar um borð vörn í sókn og buðu hryðjuverkamönn- unum byrginn. Það má því segja að Greengrass sé á heima- velli með Tom Hanks úti á reginhafi þar sem hann rekur sögu Phillips skipstjóra. Phillips var skipstjóri á flutningaskipinu Maersk Ala- bama sem sómalskir sjóræningjar rændu árið 2009. Við tekur æsispennandi og magnþrung- in atburðarás þar sem skipstjórinn reynir allt sem hann getur til þess að leysa málin frið- samlega og leggur þar með líf sitt að veði. Bandarísk yfirvöld senda herskip á vett- vang en Phillips veit manna best að hann og gíslarnir í áhöfn hans eiga litla von um að verða frelsaðir með vopnavaldi þar sem sjóræningjarnir eru fastir fyrir og eins og alkunna er semja bandarísk yfirvöld ekki við hryðjuverkamenn. Greengrass rekur atburðina frá ýmsum sjónarhornum og sjóræningjarnir njóta nokkurrar samúðar og leikstjórinn reynir að flétta pólitískri gagnrýni á alþjóðavæðinguna saman við hasarinn. Tom Hanks þykir standa sig frábærlega í túlkun sinni á skipstjóranum og nýliðinn Barkhad Abdi þykir ekki gefa honum neitt eftir í hlutverki annars tveggja leiðtoga sjóræningjanna. En sá, Muse, glímir við sam- visku sína á meðan félagi hans, Bilal er öllu kaldrifjaðari. Aðrir miðlar: Imdb. 8,1, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic: 83%. Kvikmyndirnar Captain Phillips og Gravity eru ansi ólíkar enda gerist önnur úti í geimnum en hin úti á hafi. Þær eru þó einhverjar umtöluðustu Hollywood-myndirnar þessar vikurnar enda þykja þær stórgóðar og trekkja vel í miðasölunni. Captain Phillips er byggð á raunverulegum atburðum og segir frá hremmingum skipstjóra sem lendir í klóm sómalskra sjóræningja. Tom Hanks leikur skipstjórann og þykir líklegur til að landa sínum þriðju Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hanks tekur stefnuna á þriðja Óskarinn Tom Hanks leggur sig allan fram í hlutverki Phillips skipstjóra og reynir að leysa gíslatöku um borð í skipi sínu friðsamlega. SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711 pARADíS: tRú (16) SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS pOSSESSiON (16) SuNNuDAG: 20.00 LABYRiNth lAu - SuN: 16.00 Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Græna ljósið frumsýnir Frances Ha, athyglisverða mynd frá leik- stjóranum Noah Baumbach (Squid and the Whale, Margot at the Wedding). Greta Gerwig (To Rome with Love) leikur villu- ráfandi konu sem þvælist um stræti New York þar sem vináttan er könnuð og metnaður, mistök og endurlausnir koma við sögu. Vitleysingarnir í Jackass-hópnum hafa skreytt fávitagangs- myndir sínar með kostulegri persónu óheflaðs og ruddalegs gamalmennis sem Johnny Knoxville túlkar. Nú hefur þetta glat- aða gamalmenni fengið sína eigin mynd í Bad Grandpa. Þar ferðast hann um með meintu barnabarni sínu og þeir rugla og bulla í saklausu fólki að hætti Borats. Johnny Knoxville læst vera ruglað gamalmenni og blekkir saklaust fólk út í alls konar vitleysu. Frances Ha... ... og ömurlegur afi  Frumsýndar Disconnect Disconnect er fyrsta bíómynd leikstjórans Henrys Alex Rubin sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmyndina Mur- derball árið 2006. Hér segir Rubin þrjár að- skildar sögur sem allar fjalla um hremmingar fólks á netinu. Neteinelti og fleiri stafræn óáran keyra sögurnar áfram þar til þær renna saman í eina heild. Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 67%, Metacritic: 69%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.