Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 72
Ný plata frá Mammút
Ný plata frá hljómsveitinni Mammút kemur út í dag, föstudag. Platan kallast Komdu til
mín svarta systir og er þriðja plata sveitarinnar. Fimm ár eru síðan síðasta plata Mammút,
Karkari, kom út en hún naut mikilla vinsælda.
Upptökur á Komdu til mín svarta systir hafa tekið langan tíma en þær hófust sumarið
2012 undir stjórn Axels „Flex“ Árnasonar. Meðlimir Mammút tóku sér síðan góða tíma í að
nostra við öll smáatriði plötunnar í stúdíóinu Orgelsmiðjunni, en þar hafði Magnús Øder
yfirumsjón með upptökum ásamt því að hljóðblanda plötuna.
Lögin Salt og Blóðberg hafa fengið góða spilun í útvarpi að undanförnu og gefa ágæt
fyrirheit um útkomuna.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 28. október, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
G
unnlaugur Scheving
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold Krakk-arnir í
Mammút
hafa
gefið út
þriðju
plötu
sína.
Félag litháa á Íslandi Fimm ára aFmæli
Á mótum ólíkra
menningarheima
F imm ár eru liðin frá stofnun Félags Litháa á Íslandi.
Tímamótunum verður
fagnað með sérstakri sýn-
ingu á kvikmyndinni Bréf
til Soffíu í Háskólabíói á
laugardaginn. Leikstjóri
myndarinnar, Robert Mull-
an, verður viðstaddur sýn-
inguna sem hann byggir á
ævi litháíska tónskáldsins
Ciurlionis með áherslu á
konuna í lífi hans og landið
sem hann elskaði.
„Við erum mjög ánægð með að bresk-
ur leikstjóri hafi gert mynd um lithá-
ískan myndlistarmann og tónskáld,
sannkallað undrabarn og snilling,“
segir Inga Minelgaite Snæbjörnsson,
doktorsnemi við HÍ og stjórnarmaður
í félaginu. „Við erum stolt af því að geta
kynnt þessa mynd fyrir Íslendingum á
þessum gleðilegu tímamótum hjá fé-
laginu.“
Inga segist telja margt í myndinni
geta vakið áhuga Íslendinga og bendir á
að þótt hún fjalli um Ciurlionis þá hverf-
ist hún ekki síst um Sofija Kymantaité,
ástakonu hans. Sofija var blaðamaður
og virt í stjórnmálabaráttu samtíma
þeirra og stóð ætíð þétt að baki lista-
manninum. „Hún var mjög sterk kona.“
Inga segir um 1400 Litháa búa á Ís-
landi og að um hundrað manns séu
virkir í félaginu. „Á sumum atburðum
náum við að safna saman allt að 400
manns.“
Inga segir að þegar Lit-
háum á Íslandi fór að fjölga
verulega hafi félagið verið
stofnað. „Mörg okkar eru
stolt af menningu okkar og
þjóð og viljum halda henni
á lofti auk þess sem við
viljum hjálpa hvort öðru að
sameinast íslensku samfé-
lagi og deila reynslu okkar
af nýju landi og þjóð.“
Íslendingar voru, eins og
alþekkt er, fyrstir til þess
að viðurkenna sjálfstæði
Litháen og því vinarbragði
verður seint gleymt. „Litháar eru yfir
höfuð mjög jákvæðir í garð Íslendinga
og Íslands og Jón Baldvin Hannibals-
son er hetja í Litháen og öllum Eystra-
saltslöndunum. Allar stærri borgir í
Litháen hafa nefnt götur til heiðurs Ís-
landi, til dæmis Reykjavíkurgötu og Ís-
landsbraut.“
Hvað hana sjálfa snertir segist Inga
ætíð munu elska föðurland sitt. „Ég
fæddist í Litháen og mun ætíð elska
landið en ég varð einnig ástfangin
af Íslandi. Ég er sannur aðdáandi Ís-
lands og þess vegna er ég mjög ánægð
með að sjá aukna samvinnu landanna
í menningu, viðskiptum, fræðum og
öðrum greinum.“
Sýningin á Bréfi til Soffíu hefst
klukkan 20 á laugardagskvöld í sal 1
í Háskólabíói.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Ciurlionis
Ciurlionis fæddist árið 1875
og var af litháískum bændum
kominn. Þrátt fyrir fátæklegt
umhverfi bernskunnar duld-
ist engum að drengurinn var
gæddur miklum hæfileikum
og hann væri einhvers konar
undrabarn þegar kom að því
að mála og semja tónlist.
Dularfullur geðsjúkdomur
herjaði á hann frá unga aldri
og þar til yfir lauk. Á stuttri
ævi samdi Ciurlionis yfir 300
tónverk og málaði annað eins
af myndum.
Félag Litháa á Íslandi
fagnar um þessar
mundir fimm ára
afmæli og efnir af því
tilefni til sýningar á
kvikmyndinni Bréf til
Soffíu í Háskólabíói
á laugardaginn. Inga
Minelgaite Snæbjörns-
son segir þau kynna
myndina með stolti á
afmælinu og að hún
telji Íslendinga geta
fundið margt áhuga-
vert í myndinni.
Inga Minelgaité Kolféll
fyrir Íslandi.
Ástarsamband
Ciurlionis og Sofiju
er í brennidepli
kvikmyndarinnar
Bréf til Soffíu sem
Félag Litháa á
Íslandi sýnir á
laugardag.
Breskar sveitir á Gamla Gauknum
Tvær sveitir frá Englandi verða í heimsókn hér á landi um
helgina og leika á tónleikum á Gamla Gauknum á laugar-
dagskvöld. Þetta eru hljómsveitirnar The Activators og
Kill Pretty. Auk þeirra koma fram íslensku sveitirnar
Caterpillarmen, Fivebellies og Dýrðin.
The Activators er 10 manna sveit sem kemur frá Lincoln
og hét áður The Validators. Sveitin lék við góðar undir-
tektir á Faktory fyrir tveimur árum. Tónlist The Activators
er blanda fjölmargra stílbrigða en ska er sennilegast þar
mest áberandi. Kill Pretty er frá Salford í Manchester.
Tónlist sveitarinnar er hrátt rokk og svífur andi pönksins
yfir. „Það er óhætt að mæla með Kill Pretty, og segja má
að hún sé sérlega vænlegur kostur fyrir aðdáendur sveita
á borð við The Fall og Captain Beefheart,“ segir popp-
fræðingurinn Dr. Gunni um sveitina.
Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22 og miðaverð er
1.500 krónur.
Breska hljómsveitin Kill
Pretty leikur á Gamla
Gauknum á laugardags-
kvöld.
72 menning Helgin 25.-27. október 2013
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Lau 23/11 kl. 13:00
Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Lau 9/11 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00
Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Sun 10/11 kl. 13:00 Fim 28/11 kl. 19:00
Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Fim 14/11 kl. 19:00 aukas Fös 29/11 kl. 19:00
Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Lau 30/11 kl. 13:00
Lau 2/11 kl. 13:00 aukas Sun 17/11 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00
Sun 3/11 kl. 13:00 aukas Fim 21/11 kl. 19:00
Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Fös 22/11 kl. 19:00
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k
Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k
Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Fös 13/12 kl. 20:00 38.k
Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k
Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k
Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Þri 17/12 kl. 20:00
Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Mið 18/12 kl. 20:00
Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fim 19/12 kl. 20:00
Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fös 20/12 kl. 20:00
Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fim 26/12 kl. 20:00
Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fös 27/12 kl. 20:00
Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Lau 28/12 kl. 20:00
Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Rautt (Litla sviðið)
Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k
Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k
Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k
Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 30/11 kl. 20:00
Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið í takmarkaðan tíma
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k
Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Lau 23/11 kl. 20:00
Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00
Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna
Saumur (Litla sviðið)
Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k
Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k
Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands
Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið)
Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k
Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mýs og Menn – HHHHH – „Frábærlega vel heppnuð“
– SGV, Mbl