Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 76
 Í takt við tÍmann Steinar BaldurSSon Fastur á Facebook alla daga Steinar Baldursson er 18 ára strákur úr Grafarvoginum. Hann gefur út sína fyrstu plötu, Beginning, hinn 12. nóvember næstkomandi en lagið Up hefur þegar fengið þó nokkra spilun í útvarpi. Steinar horfir mikið á þætti í sjónvarpinu og elskar iPhone-inn sinn. Steinar borðar meira af Dominos-pítsum en hann ætti að gera. Ljósmynd/Hari Steinar er borinn og barn- fæddur Grafarvogsbúi. Hann fluttist þó með fjölskyldu sinni til Englands þegar hann var tveggja ára og bjó þar í þrjú ár. Þaðan kom hann altalandi á ensku sem hefur ábyggilega haft sitt að segja um það að Steinar syngur á ensku. Hann semur lögin á plötunni sjálfur en nýtur aðstoðar Kristins Snæs Agnarssonar, Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og upptökuteymisins Redd Lights. Og þegar Steinar er spurður hvernig tónlist hann semur og flytur er svarið ein- falt; popp. Staðalbúnaður Ég myndi segja að fatastíllinn minn sé mjög misjafn. Ef ég sé flott föt þá tékka ég á þeim. Ég versla kannski mest í Gallerí Sautján og Urban. Oftast kaupi ég mér flottar peysur, skyrtur eða skó. Ég á nokkur pör af skóm, Converse og nokkra Nike. Ég reyni að halda fjöl- breytni. Hugbúnaður Um þessar mundir er ég mikið að einbeita mér að plötunni og redda hlutum í kringum hana þannig að ég hef ekki mikinn lausan tíma. Venjulega er ég bara að tjilla með félögunum og gera eitthvað skemmtilegt. Við spilum stundum FIFA eða eitthvað álíka. Ég á það til að horfa á sjónvarpið og er mikið fyrir þætti. Ég er búinn að taka Breaking Bad og Big Bang Theory. Svo verða Friends alltaf klassískir. Ég fer líka oft í bíó með strákunum en hef lítið komist undanfarið út af plötunni. Vélbúnaður Ég keypti mér iPhone 5 í sumar og hann er alveg ómiss- andi. Ég er kannski of mikið í honum ef eitthvað er. Ég er fastur á Facebook alla daga og er nýbyrjaður á Instagram. Ég stofnaði Twitter-aðgang en á enn eftir að virkja hann. Svo er ég með iMac heima, ég er svo- lítill Apple-fanboy. Fyrir utan FIFA spila ég Grand Theft Auto og keypti GTA 5 strax og hann kom út. Ég er reyndar að reyna að takmarka það hvað ég spila hann því maður getur fest í honum heilu dagana. Aukabúnaður Uppáhaldsmaturinn minn er pítsa, ég borða kannski of mik- ið af henni. Alla vega meira en ég ætti að gera. Mér finnst ekkert betra en Dominos, þær eru toppurinn. Í sumar var ég að vinna frá sjö til sjö hjá MS og gerði lítið annað. Ég fór bara í sumarbústaðaferðir með vinum mínum. Svo reyndi ég að spila körfubolta þegar veðrið var nógu gott. 76 dægurmál Helgin 25.-27. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.