Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 66

Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 66
66 matur & vín Helgin 22.-24. nóvember 2013 Jólamatseðill Tapas barsins Frá 18. nóvember 5.990 kr. Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mangó Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR  Matur Eva LaufEy Kjaran var að sEnda frá sér sína fyrstu MatrEiðsLubóK Vinkonusalatið góða Eva Laufey Kjaran kolféll fyrir Vinkonu- salatinu góða þegar hún fékk það fyrst hjá vinkonu sinni. Hún segir það ansi oft á boð- stólum þegar hún á von á vinkonum. „Ég ólst upp í mannmargri fjölskyldu þar sem matur var í hávegum hafður. Í huga mínum er hann sameiningartákn fjölskyldu og vina, mínar bestu stundir eru með fjölskyldu minni og vinum við matarborðið,“ segir Eva Laufey Kjaran sem var að senda frá sér sína fyrstu matreiðslubók, Matargleði Evu. Bloggsíða hennar með uppskriftum og umfjöllun um matargerð hefur notið mikilla vinsælda og hún er nýbyrjuð með matreiðsluþátt á Stöð 3. Eva deilir með lesendum Fréttatímans uppskrift að salati sem hún segir eitt besta salat sem hún hefur smakkað. „Ég fékk það fyrst hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en hef prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á boðstólum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla það Vinkonusalatið góða.“ Fyrir fjóra 1 msk ólífuolía 700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 krukka satay sósa salt og nýmalaður pipar 1 poki spínat 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 3 lárperur, smátt skornar 1 gúrka, smátt skorin 1 mangó, smátt skorið 200 g kúskús, kryddað með 1 tsk karrí 150 g fetaostur 100 g ristaðar furuhnetur Hitið olíuna við vægan hita á pönnu, skerið kjúklingakjötið í litla bita og steikið. Kryddið með salti og pipar, bætið satay sósunni saman við og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Skerið allt grænmetið fremur smátt og blandið saman í sér skál. Eldið kúskúsið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og bætið 1 tsk af karrí saman við. Ristið furuhnetur á þurri pönnu við vægan hita, fylgist vel með þeim, það er ósköp auðvelt að brenna þessar ágætu hnetur ef maður lítur af þeim augnablik. Raðið spínatinu á fallegt fat, bætið því næst kúskúsinu yfir spínatið. Grænmetið fer síðan ofan á kúskúsið og kjúklingurinn yfir grænmetið. Dreifið fetaosti og ristuðum furuhnetum yfir í lokin. - eh Vinkonu- salatið er gómsætt og hentar vel til að bjóða upp á þegar góðar vinkonur hittast. Mynd úr bókinni Eva Laufey Kjaran var að senda frá sér sína fyrstu matreiðslu- bók.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.