Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Side 2

Fréttatíminn - 01.03.2013, Side 2
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Krefjast afsagnar Braga  gæludýr nagdýr sem minnir á íkorna til sölu á íslandi Degúar nýjasta gælu- dýraæðið hér á landi Ný tegund gæludýrs, sem kallast degú, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Það minnir á íkorna með músarskott og er gáfaðri en flest önnur nagdýr, getur lært að þekkja nafnið sitt og leika kúnstir. n ý tegund gæludýra nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi, svokallaðir degúar. Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkis- ins, segir degú mjög forvitið og skemmtilegt nagdýr með meira vit í kollinum en önnur nagdýr. Hann getur til að mynda lært að þekkja nafnið sitt. „Að auki er hann dagdýr, ekki næturdýr eins og hamstur og mörg önnur nagdýr,“ segir Gunnar. Degú minnir lítið eitt á íkorna með músarskott og er á stærð við hið fyrrnefnda. Hann er orku- mikill og félagslyndur og mælir Gunnar með því að fólk hafi aldrei færri en tvo degúa saman í búri. Degú þarf að vera í sérstökum járnbúrum því hann nagar sig á augabragði í gegnum hvaða plast og tré sem er, að sögn Gunnars. Degúinn getur lært ýmsar kúnstir og er jafn- framt mjög kelinn, ólíkt mörgum öðrum nagdýr- um. „Ef degú er klórað á kollinum leggst hann á bakið til að láta klóra sér á maganum. Aðeins hundar gera það, og jafnvel kettir,“ segir Gunnar. Fræðiheiti degúa er Octodon Degus og koma þeir upprunalega frá Chile. Þeir eru 25-30 sentí- metrar á lengd og vega 170-300 grömm. Þeir eru ljósbrúnir á lit, ljósari á kviðnum og fer brúni litur- inn út í gult í kringum augum. „Degú er mjög sér á parti og á engan náinn ættingja, er eina tegundin í þessum ættlegg. Í genatöflu hans er að finna ein- hver tengsl við kanínu þó svo að útlitið gefi það ekki til kynna,“ útskýrir Gunnar. Degúar krefjast nokkurrar sérþekkingar í um- önnun þar sem þeir eru gjarnir á að þróa með sér sykursýki. „Það er svo sem eins og með öll önnur dýr,“ segir Gunnar. „Fólk á að kynna sér þarfir dýra áður en það fær sér gæludýr,“ segir hann. „Sjálfur hef ég neitað að selja manni dísarpáfa- gaukinn Dísu þó svo að hann byði 700 þúsund krónur í hana. Ég treysti honum ekki til þess að hugsa nógu vel um hana,“ segir Gunnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkisins, segir að degú, sem hann heldur hér á, sér gáfaðri en flest önnur nagdýr. Hann geti lært að þekkja nafnið sitt og leika ýmsar kúnstir. Ljósmynd/Hari  Börn Úti er ævintýri vegna erfiðs reksturs Sumarbúðum lokað eftir 15 ár f orsvarsmenn sumarbúðanna Ævintýralands hafa tilkynnt um að þær verði lagðar niður vegna rekstrarörðugleika. Ævintýraland hefur verið starfandi í 15 ár og hafa þúsundir barna dvalið í búðunum, að sögn Svanhildar Sifjar Haraldsdóttur sumarbúðastjóra. „Þessi ákvörðun fyllir mig miklum söknuði en einnig nokkrum létti því okkur hefur ekki tekist að láta reksturinn standa undir sér,“ segir Svanhildur, sem hefur árum saman unnið í sjálfboðavinnu við starf- semina meðfram öðru. Hún segir að eftirsjáin hefði óneitan- lega orðið minni ef reksturinn héldi áfram í höndum annarra, en því miður sé það ekki raunin. „Mér þykir leitt að í því fjölmenningasamfélagi sem við búum í sé ekki hægt að bjóða upp á sumarbúðir sem eru hlutlausar í trú- málum,“ segir Gunnhildur. „Okkur tókst ekki að fá nægilega styrki svo starfsemin gæti staðið undir sér þrátt fyrir að öðrum sumarbúðum hafi tekist það,“ segir Svanhildur. Svanhildur Sif Haraldsdóttir fagnar afmæli sumarbúðabarns í Ævintýralandi. Arndís Ósk Hauksdóttir prestur er ein þeirra sem stendur fyrir mótmælafundi fyrir utan Barnaverndarstofu sem hefst á hádegi í dag, föstudag. Tilefnið er meðferð máls dætra Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur og segir Arndís að Barnaverndarstofa hafi brugðist börnunum í því máli. „Við ætlum að krefjast afsagnar Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Arndís. „Þetta verða friðsamleg mótmæli en tilgangurinn er að benda á þá gífurlegu handvömm og jafnvel lögbrot af hendi stjórnvalda og Barnaverndarstofu í málum þessara stúlkna,“ segir Arndís. Arndís stendur jafnframt að undirbúningi stofnun samtakanna Vörn fyrir börn. „Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að breyta hugsanagangi og þeim aðferðum sem er beitt í barnaverndarmálum. Ekki er nægi- lega hlustað á börnin og því oft brotið á rétti þeirra. Rétturinn á alltaf að vera barnanna og börnin eiga alltaf að njóta vafans,“ segir Arndís. -sda Degú er mjög sér á parti og á engan náinn ætt- ingja, er eina tegundin í þessum ættlegg. Þrjú leikara- börn í Leik- listarskólann Inntökuprófum fyrir leiklistardeild Listaháskóla Íslands er nú lokið. Að þessu sinni komust tíu ungmenni í gegnum síuna og munu þau hefja nám við skólann næsta haust. Sex konur hlutu náð fyrir augum dómnefndar, en fjórir karlar. Athygli vekur að þrjú af þessum tíu ungmennum eru afkomendur þekktra einstaklinga í leiklistarheiminum. Hjalti Rúnar Jónsson er sonur Maríu Sigurðardóttur, leikstjóra og fyrrum leikhússtjóra á Akureyri. Hjalti hefur áður haft sig í frammi á leiklistarsviðinu og lék meðal annars í kvikmyndinni Ikingut. Snæfríður Ingvarsdóttir er dóttir leikarahjónanna Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur. Snæfríður lék í kvikmyndinni Kaldaljósi með föður sínum og Ásláki bróður sínum. Að síðustu er það Sigurbjartur Atlason, sem er sonur Atla Rafns Sigurðarsonar leikara. Sigur- bjartur lék í kvikmyndinni Gauragangi. -hdm Dóttir Ingvars E. Sigurðssonar ætlar að feta í fótspor föður síns. Snæfríður Ingvarsdóttir er komin inn í leiklistardeild Listaháskólans. 2 fréttir Helgin 1.-3. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.