Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Side 6

Fréttatíminn - 01.03.2013, Side 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Vatn eða sódavatn? Svalaðu þorstanum með einu glasi eða heilli könnu af fersku vatni með eða án kolsýru, úr þessum glæsilega kæliskáp frá Electrolux, sá eini sinnar tegundar á markaðinum. Stöðluð stærð 180x60 cm svo hann smellpassar í eldhúsið þitt. Glæsileg innrétting. Sjón er sögu ríkari. Verð áður kr. 299.900 GILDIR FÖSTU- & LAUGARDAG 199.900SPARAÐU 100.000 OFURTILBOÐ KR. ERES-38820X Kæliskápur stál TOPPMÓDEL! Sódavatn Vatn Voltaren Dolo 25 mg - nú tvöfalt sterkara en áður! Voltaren Dolo 25 mg Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur Hagnaður Íslandsbanka 23,4 milljarðar Svartsýni neytenda jókst lítið eitt í febrúar, samkvæmt væntingavísi- tölu Capacent Gallup sem birt var í vikunni. Vísitalan mælist 80,7 stig og lækkar um 1 stig á milli mánaða en vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir „Þessi lækkun kemur í kjölfar þess að væntingar neytenda jukust mikið í janúar, eða um rúmlega 12 stig. Reyndar kemur það talsvert á óvart að væntingar neytenda skuli minnka nú en yfirleitt fer bjartsýni vaxandi milli þessa tveggja mánaða. Þá var niður- staða EFTA dómstólsins í hinni þrá- látu Icesave deilu birt í lok janúar og vann Ísland fullnaðarsigur í málinu. Það virðist þó hafa haft skammvinn áhrif á bjartsýni landans sem þrátt fyrir þessi góðu tíðindi er svartsýnni nú en í fyrri mánuði,“ segir Greining Íslandsbanka. „Það virðist vera að aðrir þættir vegi þyngra nú í febrúar. Samkvæmt undir- vísitölum vísitölunnar er það helst mat á atvinnuástandi sem er að draga niður vísitöluna nú, en sú undirvísitala lækkar um fjögur stig á milli mánaða. Árstíðarsveifla á vinnumarkaði veldur því að atvinnuleysi hefur farið lítillega hækkandi undanfarna mánuði og gæti það haft áhrif til lækkunar væntinga neytenda nú. Þannig töldu 36% að- spurðra nú að atvinnumöguleikar væru litlir og 9,3% töldu atvinnumögu- leika mikla. Þá lækka væntingar til 6 mánaða um eitt stig frá fyrri mánuði en sú vísitala er nú 114 ,3 stig. Er þetta annar mánuðurinn í röð sem vísitalan er yfir 100 stigum, sem bendir til þess að fleiri eru jákvæðir en neikvæðir á þróun mála næsta hálfa árið.“ Fjárhagsstaða Íslands- banka er traust. Afkoma hans á árinu 2012, eftir skatta, var jákvæð um 23,4 milljarða. Hagnaður nam 1,9 milljörðum árið 2011. Þar gætti áhrifa virðisrýrnunar á við - skiptavild vegna yfirtöku Byrs sem olli 17,9 milljarða króna einskiptiskostnaði. Hagnaður árs- ins eftir skatta af reglulegri starf- semi var 15,7 milljarðar en var 13,9 milljarðar árið 2011. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 17,2% en 1,5% árið 2011. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,6% miðað við 11,0% árið 2011. Skattar og gjöld greidd ríkis- stofnunum voru 9,3 milljarðar á árinu. Þau námu 2,0 milljörðum árið 2011. Heildareign- ir við árslok námu 823 milljörðum en 796 millj- örðum í árslok 2011. Vaxtamunur var 3,9% árið 2012 en hann var 4,5% árið 2011. Frá stofnun bankans hafa um 20.900 einstak- lingar og um 3.660 fyrirtæki feng- ið afskriftir, eftirgjöf eða leiðrétt- ingu á skuldum sem nema um 463 milljörðum króna. Heildarinnlán við árslok námu 509 milljörðum. Þau námu 526 milljörðum í árslok 2011. Eigið var 148 milljarðar í árslok, hækk- un um 19,4% frá árslokum 2011. Eiginfjárhlutfall var 25,5% í árslok 2012 en var 22,6% í árslok 2011. - jh O kkur fannst svo ótrúlega fúlt að geta ekki haldið þetta þar sem við vorum búnir að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Við lögðum höfuðið í bleyti og ákváðum að færa þetta bara í bæinn,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, annar skipuleggjenda Mintunnar sem halda átti í Bláfjöllum um helgina. Sökum veðurfars á svæðinu þurfti að fresta keppn- inni um óákveðinn tíma. Aðstandendurnir, Emmsjé Gauti Þeyr og Davíð Arnar, dóu þó ekki ráðalausir. Þeir hyggjast bregða á það ráð flytja keppnina í miðborgina, nánar tiltekið í Naustin milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis, fyrir utan skemmtistaðinn Gauk á Stöng. Til þess að þetta verði að veruleika þurfa strákarnir að ráðast í heilmikla framkvæmd á skömmum tíma og meðal annars flytja í bæinn risa- trukk fullan af snjó, úr Bláfjöllum. „Þetta eru um 25 rúmmetrar af snjó sem þarf. Við smíðum brautina úr stillans og vörubrettum og þekjum með 20 sentímetra lagi af snjó,“ útskýrir Davíð. Hann segir þó ekki víst með keppnina þó mögulega verði veitt verðlaun fyrir einstaka flokka, líkt og stíl og annað, það sé þó ekki alveg komið í ljós. Þetta verði því ekki eiginlegt mót heldur svokallað „Jib–session“. Emmsjé Gauti segir það miður að ekki hafi allt farið að óskum, en bendir á að keppnin verði þó haldin í Bláfjöllum um leið og færi gefist. Hann bendir jafnframt á að tónleikar sem halda á, á Gauknum séu enn á dagskrá um kvöldið og miðasala í fullum gangi. „Þetta verður eitthvað fyrir alla. En til að taka þátt er mikilvægt að vera með smá „skills“,“ segir Gauti og Davíð tekur í sama streng. „Þetta er bara fyrir þá allra færustu því við getum ekki verið að taka ábyrgð á því að óreyndara fólk sé að slasa sig á brautinni. Hins vegar, teljir þú þig hafa erindi þá kemur þú með brettið þitt og talar við okkur og jafnvel prófar og við metum það svo hvort þú getir verið með í „sjóv- inu“.“ Sjálfur segist Davíð hafa á sínum tíma mætt með brettið sitt og spreytt sig opinberlega í fyrsta skipti undir svipuðum kringumstæðum og þannig komist inn í snjóbrettasenuna sem ku vera lítill afmark- aður hópur. Atburðurinn hefst klukkan 15 á morgun laugardag og hvetja strákarnir alla að mæta og fylgjast með. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  VæntingaVísitala CapaCent gallup Neytendur heldur svartsýnni  snjóbrettamót Úr bláfjöllum í miðbæinn Flytja fullan trukk af snjó í bæinn Áætluðu snjóbrettamóti, Mintan, sem halda átti í Bláfjöllunum um helgina verður frestað vegna veðurs. Aðstandendurnir, Davíð Arnar Oddgeirsson og Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem emmsjé Gauti deyja þó ekki ráðalausir og hyggjast halda svokallað „Jib-Session“ í miðborg Reykjavíkur á morgun, laugardag, í staðinn. Til þess að það gangi upp þurfa þeir meðal annars að fylla tuttugu og fimm rúmmetra trukk af snjó úr Bláfjöllum og flytja í miðborgina. Emmsjé Gauti er annar aðstandenda „Jib Sessions“ sem haldið verður í miðborginni á morgun. Þetta er bara fyrir þá allra færustu því við getum ekki verið að taka ábyrgð á því að óreyndara fólk sé að slasa sig á brautinni. 6 fréttir Helgin 1.-3. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.