Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 38
H vað geriðu eiginlega í Bjartri framtíð og Besta flokknum,“ er spurning sem Heiða Kristín Helgadóttir segist fá oft á tíðum þrátt fyrir að vera stofnandi beggja fylkinga og formaður Bjartrar framtíðar ásamt Guðmundi Steingrímssyni. Hún segir það sorglegan veruleika við að búa þegar ungt fólk, oftar en ekki konur, njóti ekki sannmælis á við eldri karla innan pólitíkurinnar og sé jafnvel kölluð stelpan. „Þetta getur verið pirrandi svona þeg­ ar ég veit að Gummi, Jón eða Róbert fá þessa spurningu aldrei nokkurn tímann. Ég velti því líka oft fyrir mér hvað fólk haldi að ég geri. Hvort það haldi að ég sjái bara um að hella upp á kaffi og ljós­ rita og svona. Eins og ég sé bara að dúlla mér og fái að fljóta með strákunum, af því þeir eru svo næs,“ segir Heiða Krist­ ín sem hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt innan stjórnmálanna á skömmum tíma. Hún er hörkudugleg og atorkusöm en þó virðist sem hún njóti ekki sama trausts út á við og karlkyns samstarfs­ menn hennar. Strákarnir ákveða ekkert án mín „Ég lendi alveg í því að fólk og fjölmiðlar ganga fram hjá mér og leita frekar til Gumma. Kannski er það vegna þess að hann er þingmaður að fólki finnist orð hans hafa meiri þunga en mín eða kannski vegna þess að hann er eldri. Ég get ekkert fullyrt um ástæðurnar en ég hef samt á tilfinningunni að það hafi fullt með það að gera að hann er karl,“ útskýrir Heiða og segir jafnframt að hún missi þó ekki svefn vegna þessa. Það geti þó valdið pirringi þegar ítrekað sé gengið fram hjá henni og hún fái ekki í öllum tilfellum þann heiður sem hún á skilinn fyrir vinnusemi. Oft sé jafnvel talað um flokk Guðmundar Steingríms­ sonar. Það finnist þeim báðum miður. Heiða Kristín segir einnig að fólk sem áttar sig á málum eigi það til að segja henni að vera bara sýnilegri út á við. „Ég skammaði vinkonu mína um daginn sem sagði við mig að ég ætti bara að taka mér meira pláss og vera sýnilegri því skil ekki alveg þá pælingu. Ég veit hvað ég hef gert og ég er ánægð með það. Það fer mér illa að vera endalaust að sækjast eftir athygli. Það er eins og til þess að fólk viðurkenni tilvist mína og veru í pólitík verði ég stöðugt að minna á mig,“ segir hún og bætir við, „og hvernig á ég að fara að því? Á ég að fara að skrifa pistla í blöðin, bara til þess að fólk viti að ég hafi skoðun á öllu. Ég tjái mig þegar mér þykir tilefni til en ég er ekki að fara að taka upp dálkapláss fyrir pistil um eitthvað bara til þess að vera sýnileg. Það er til alveg nóg til af þannig fólki.“ Hún segir að málunum innan flokks­ ins sjálfs sé þó öðruvísi háttað. Hún seg­ ir að Guðmundi þyki það alveg jafn leitt að hún hafi ekki sama vægi út á við og hann sjálfur. Hann hafi margoft þurft að taka upp símann til þess að leiðrétta til­ hneigingu fjölmiðla til að gleyma Heiðu. Innan flokksins sé þó allt gert í samráði við hana. „Gummi og Róbert færu aldrei og ákvæðu eitthvað án samráðs við mig. Það væri fáránlegt. Þá myndi ég líka skalla þá,“ segir hún og hlær. Stelpan í stjórnmálunum Heiða Kristín Helgadóttir er ásamt því að vera framkvæmdastjóri Besta flokksins annar tveggja for- manna í Bjartri framtíð. Hún segir það geta verið gremjulegt hversu oft gengið er fram hjá henni í opinberri umræðu, en það kemur fyrir að Björt framtíð sé kennd við hinn formanninn, Guðmund Stein- grímsson, og öll þau skipti sem eitthvað þurfi frá flokknum, sé venjan að fjölmiðlar og aðrir snúi sér til Guðmundar og hunsi þar með Heiðu. Heiða Kristín Helgadóttir er formaður Bjartrar fram- tíðar. Hún segir að nú sé tími ungs fólks og kvenna að sækja fram í pólitík með nýjar hugmynd- ir og breyttar áherslur. Ljós- mynd/Hari Geimvísindi stjórnmálanna og rosknir karlar af báðum kynjum Heiða Kristín er glaðlynd kona sem segir að það sé mikilvægt að geta haft gaman af hlutunum. „Það er mikill misskilningur að það að mæta öllu af hörku og stífni geri þig að sterkum leiðtoga. Það vinnst mun fleira með gleði og léttleika." útskýrir Heiða, en óhætt er að segja að léttleikinn hafi ráðið för í sigurgöngu Besta flokksins í borginni. Heiða segist stundum fá það á tilfinninguna að þessi alvarleiki sem einkennir stjórmálaumhverfið sé til þess gerður að halda venjulegu fólki frá. „Ég er ósköp venjuleg, ég geri oft mistök, er lesblind og ekki mjög talna­ glögg. Samt hef ég ekki ennþá rekið mig á geimvísindi stjórnmálanna. Það er nefnilega alveg á færi alls fólks að skilja kjarnann í öllum málum og það geta allir sem hafa vilja til sett sig inn í hvað sem er og það er mjög mikilvægt að halda því til haga svo að allskonar fólk komi og taki þátt í að móta samfélagið og um­ hverfi sitt. Í stað þess að setja það bara í hendur roskinna alvarlegra karla,“ segir hún og bætir við kímin, „sko af báðum kynjum.“ Heiða bendir á að í stjórnmálum sé borin mikil virðing fyrir festu og jafnvel stöðnun. Það vanti því oft alla blöndun og ungt fólk upplifi sig ekki velkomið. Það sé jafnvel hrætt við að rugga bátn­ um, hyggi það á einhverja framtíð innan stjórnmálanna. Þessu sé öfugt farið á flestum öðrum stöðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega sé litið til ungs fólks eftir nýjum og skapandi leiðum og hug­ myndum. Þessu hyggst hún breyta. „Ég ætla allavega að gera tilraun til þess, það verður svo bara að koma í ljós hvort að það tekst. Kannski er ég bara ein um þessa skoðun og það verður þá bara að koma í ljós. Ég hef alltaf valið mér ótroðnar slóðir í lífinu og gjörn á að láta bara vaða. Ég trúi því að það hafi skilað mér hingað og hver veit hvert það leiðir mig næst. Ég vona að það leiði inn á þing, en ef ekki þá reyndi ég allavega og fer sátt frá í leit nýrra ævintýra.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Það er mikill misskilningur að það að mæta öllu af hörku og stífni geri þig að sterkum leiðtoga. Það vinnst mun fleira með gleði og léttleika. 38 viðtal Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.