Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Page 49

Fréttatíminn - 01.03.2013, Page 49
 Pistill Antoine Fons einkAþjálFAri Regluleg hreyfing og heilbrigt líferni er lífsstíll heilsa 49Helgin 1.-3. mars 2013 Vilt þú fá meira út úr lífinu? Heilsuborg er með lausnina fyrir þá sem vilja læra að lifa heilbrigðu lífi! Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Meðgöngulausnir Hentar öllum barnshafandi konum. Sjúkraþjálfari leiðbeinir og einstaklings- viðtöl við ljósmóður innifalin. Þri. og fim. kl. 16:15 Kynningarverð, 2x í viku í 8 vikur, kr. 14.900 pr. mán. Hefst 12. mars. Heilsulausnir Hentar þeim sem eru í ofþyngd og eru búnir að prófa „allt“ án árangurs og vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til langframa. Mán., mið. og fös. kl. 7:20, 12:00 eða 17:30 Verð kr. 16.900 á mánuði í 12 mán. Hefst 18. mars. Stoðkerfislausnir Hentar einstaklingum sem glíma við einkennifrá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám eða eftirstöðvar eftir slys. Mán., mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30 Verð 3x í viku, 8 vikur, kr.19.900 pr. mán. (Samtals kr. 39.800) Hefst 11. mars. Orkulausnir Hentar þeim sem vilja byggja upp orku t.d. vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 12. mars. Hjartalausnir Hentar einstaklingum sem hafa greinst með áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall. Þri. og fim. kl. 07:00 eða 10:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 12. mars. s umrin á Íslandi eru stutt. Mjög stutt. Við fáum lítið af dagsljósi yfir þessa níu löngu vetrar-mánuði og þegar það loksins kemur þá viljum við nýta það! Um leið og það slær í tveggja stafa tölu á hitamælinum þarf ekki að bíða lengi eftir því að Austurvöllur og Nauthólsvíkin séu orðin pakkfull af glaðlegum andlitum og flest allir búnir að rífa sig úr nær hverri spjör. Það er eins og það brjótist út einhver sæluvíma um leið og sólin á Íslandi lætur loks sjá sig. Þetta er tæki- færið til þess að sýna sig og sjá aðra. Margir hverjir liggja í lóðunum yfir vetrarmánuðina til þess eins að fá tækifæri til þess að sýna afraksturinn á góðviðr- isdögum. Fólk vill frekar vera þakið svita nokkra tíma vikunnar en þakið flíkum á ströndinni. Ef takmarkið þitt er að stunda líkamsrækt til þess að vera spengileg/ur í sundi á sumrin eða fitt og flott á Austurvelli þá er það ekkert nema gott mál. Flest markmið sem að stuðla að aukinni hreyfingu eru jákvæð en þar liggur oft líka vandinn. Langflest markmið sem fólk setur sér í ræktinni eru útlitstengd. Að verða massaður og skorinn fyrir sumarið eða að komast í kjólinn fyrir jólin. Af hverju ekki að breyta takmarkinu í lífsstíl? Þó svo að flestir vilji líta vel út og að það sé allt gott og blessað þá er svo miklu meira sem regluleg hreyfing og heilbrigt líferni getur fært okkur. Hér eru nokkur dæmi: Af hverju ætti ég að stunda líkamsrækt? Af því hún getur: • Hjálpað þér að losna við óæskilega fitu. • Aukið vöðvastyrk og þol. • Haldið efnaskiptum í hvíld stöðugum og/eða hækkað þau sem vinna á móti fitusöfnun. • Bætt þol og hæfnina til þess að hækka mjólkur- sýruþröskuld. • Bætt líkamshreysti og getu líkamans til þess að nota súrefni og flytja það skilvirkt um líkamann. • Minnkað meiðslahættu í vöðvum og liðamótum. • Bætt jafnvægi og samhæfingu líkamans. • Aukið þéttleika beina og getur komið í veg fyrir beinþynningu. • Lækkað líkamsmassastuðul (Lower Body Mass Index (BMI). • Dregið úr: þríglyseríði (tegund fitu í blóðinu), slæmu kólesteroli (LDL) og hækkað gott kólest- eról (HDL). • Aukið kynlífslöngun og afkastagetu á því sviði. • Minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum og hjartaslagi. • Minnkað hættuna á myndun sumra krabba- meina. • Aukið næmni insúlínviðtaka í frumum sem getur afstýrt sykursýki II. • Dregið úr einkennum kvíða og andlegs álags. • Bætt virkni ónæmiskerfisins. • Aukið sjálfsálit og endurheimt/byggt upp sjálfs- traust. • Veitt betri svefn, slökun og bætt skap.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.