Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Síða 56

Fréttatíminn - 01.03.2013, Síða 56
56 skák og bridge Helgin 1.-3. mars 2013  Skákakademían Sigurvegarar frá þremur heimsálfum á N1 Reykjavíkurmótinu Þegar orustugnýrinn á N1 Reykjavíkur- skákmótinu í Hörpu hljóðnaði stóðu þrír efstir og jafnir: Pavel Eljanov frá Úkraínu, Wesley So frá Filippseyjum og Bassem Amin frá Egyptalandi. Þeir fengu 8 vinn- inga af 10, en sjö meistarar komu í hnapp með 7,5 vinning. Í þeim hópi voru Anish Giri, stigahæsti keppandi mótsins, Kín- verjinn Ding Liren og Íslandsvinirnir Ivan Sokolov og Gawain Jones. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefáns- son, Þröstur Þórhallsson og Henrik Dani- elsen og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson urðu efstir Íslendinga með 6,5 vinning. Mótið var æsispennandi og vakti mikla athygli, enda umgjörðin glæsileg og kepp- endalistinn langur og litríkur. Íslendingar glöddust sérstaklega yfir því að sjá Friðrik Ólafsson við taflborðið. Friðrik, sem varð 78 ára í janúar, vann þrjár skákir, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins einni. Ungu stjörnurnar skinu skært í Hörpu. Wei Yi varð stórmeistari með frábærri tafl- mennsku á mótinu, en hann er 13 ára og 8 mánaða, og fjórði yngsti stórmeistari sög- unnar. Frammistaða hans jafngilti um 2670 skákstigum, sem sýnir hvílíkur efnispiltur Yi er. Sjálfur er hann hógværðin uppmál- uð, segir Magnus Carlsen helstu fyrirmynd sína, og telur langsótt að hugsa um heims- meistaratign að svo stöddu. Reykjavíkurskákmótið var fyrst haldið 1964 og nýtur stöðugt meiri vinsælda, jafnt hjá bestu skákmönnum heims og „skáktúr- istum“ sem hingað streyma til að tefla og kynnast Íslandi. Erlendir keppendur nú voru um 170 og alls komu um 200 gestir til lands- ins. Það er einkum elja og metnaður Gunn- ars Björnssonar, forseta Skáksambandsins, sem gert hefur N1 Reykjavíkurmótið að einu glæsilegasta og vinsælasta opna móti í heimi. Veislan heldur áfram í Hörpu! Skákgyðjan sýnir ekki á sér neitt fararsnið úr Hörpu. Á föstudag og laugardag verði seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hald- inn á sama stað og N1 Reykjavíkurmótið. Íslandsmót skákfélaga er fjölmennasta skák- mót ársins, þar keppa lið í fjórum deildum og er mikil spenna í toppbaráttu í flestum deildum. Í efstu deild keppa átta sveitir og eru 8 skákmenn í hverri sveit. Eftir fjórar umferðir af sjö eiga fjögur lið raunhæfa möguleika á sigri, svo búast má við rafmagnaðri spennu í Hörpunni. Efstir eru margfaldir Íslands- meistarar Bolvíkinga með 22,5 vinning, þá kemur Víkingaklúbburinn með 22, TR 21,5 og Eyjamenn hafa 20,5. Seinni hluti Íslandsmótsins byrjar í Hörpu klukkan 20 í kvöld, föstudag, og á laugar- dag verða síðustu umferðirnar tvær. Áhorf- endur eru velkomnir að fylgjast með tilþrif- um meistaranna. Flestir bestu skákmenn Íslands verða með, sem og fjöldi erlendra meistara. B úið er að draga í riðla fyrir undanúrslit Íslandsmóts-ins í sveitakeppni sem fer fram á Hótel Loftleiðum helgina 8-10 mars næstkomandi. A - riðill Skúli Sveinsson GSE Sparisjóður Siglufjarðar VÍS Vinir Málning MS Selfossi Kaupfélag Skagfirðinga Garðsapótek Tryggingamiðstöðin B - riðill Stefán Vilhjálmsson Sproti Smári Víglundsson Mývatnshotel .is Tarrot 2AGS Sigtryggur vann Grant Thornton Pétur og úlfarnir Billarnir C - riðill Karl Sigurhjartarson Logoflex Bjarki Dagsson Vestri Chile Brimberg Erla Sigurjónsdóttir Guðmundur Ólafsson Sunnan 5 Stórsveit Þorvaldar D - riðill Bernódus Lífís/Vís Seldalsbræður FISK-Seafood KABO Lögfræðistofa Reykjavíkur Hreint ehf Stefán Sveinbjörnsson SFG Yfirhafnarstjórinn Þrjár efstu sveitirnar í hverjum riðli vinna sér inn þátttöku- rétt í úrslitum Íslandsmótsins sem fer fram í lok apríl. Inn á heimasíðu Bridgesambandsins www.bridge.is má finna getraun þar sem áhugasamir geta giskað á hvaða sveitir eru taldar líklegastar til að fara áfram. Aðaltvímenningi Bridgfélags Reykjavíkur, 4 kvöld, er lokið. Mikil og jöfn barátta var um efstu sætin og skiptu þau oft um eigendur. Landsliðsparið Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson náðu fyrsta sætinu að lokum en litlu munaði á næstu pörum. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 2224,8 2. Guðmundur Snorrason – Sveinn Rúnar Eiríksson 2177,3 3. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 2177,2 4. Stefán Jóhannsson – Kjartan Ásmundsson 2176,8 5. Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 2175,9 6. Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason 2169,1 Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson náðu fallegri laufa- slemmu með góðum sögnum í spili 5 síðasta spilakvöldið. Þeir sátu í NS og sagnir gengu þannig: ♠Á102 ♥87 ♦ÁG92 ♣ÁD108 ♠4 ♥ÁK95 ♦D75 ♣KG542 ♠ KG963 ♥ D104 ♦ K63 ♣ 93 ♠ D875 ♥ G632 ♦ 1084 ♣ 76 N S V A 1N - 2♣ (hálitaspurning) 2♦ - 3♣ (2T neitar hálit og 3L eðlilegt og geimkrafa) 4♣ - 4♦ (samþykkt - 4T ásaspurning með samþykkt á lauf) 4♥ - 4♠ (4H var 0 eða 3 ásar, 4S spyr um tromp D) 4G - 6♣ (4G á tromp D, neita kóng til hliðar og 6L - þarf ekki að vita meir) Laufslemman náðist á 7 borðum af 14. Flestir þeir sem spiluðu ekki laufslemmu spiluðu 3 grönd með 10-12 slögum.  Bridge Þrjár efStu Sveitirnar í hverjum riðli vinna Sér inn Þátttökurétt í úrSlitum Dregið í undankeppni Íslandsmóts Bridgesamband Íslands hefur gert átak til kennslu á bridgeíþrótt- inni í skólum. Þessi mynd var tekin í Rimaskóla í Grafarvogi þar sem Björgvin Már Kristinsson sá um kennsluna. Vinningsparið Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson í viðureign sinni gegn Björgvini Sigurðssyni og Valgarð Jakobssyni. Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 Yngsti stórmeistari í heimi. Wei Yi með diplómu upp á þriðja og síðasta stórmeistaraáfangann. Þrír sigurvegarar: Amin, Eljanov og So. Gunnar Björnsson færðir Wei Yi stórfallega loðhúfu frá Eggert Jóhanns- syni feldskera í viðurkenningarskyni fyrir stórmeistaratitilinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.