Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Síða 60

Fréttatíminn - 01.03.2013, Síða 60
60 bíó Helgin 1.-3. mars 2013 Þetta er vel mein- andi náungi og allt það en er nátt- úrlega bara fársjúkur og allir með- virkir í kringum hann.  Börkur Gunnarsson Frumsýnir Þetta reddast Börkur hefur gert nokkrar stuttmyndir en Þetta reddast er önnur mynd hans í fullri lengd en hann gerði tékknesk-íslensku mynd- ina Sterkt kaffi í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sú mynd sagði frá tveimur vinkonum sem hittust fyrir tilviljun í Prag og fóru í ör- lagaríkt sumarfrí á æskuslóðirnar úti í sveit. „Þessu fylgir alltaf spenningur og gleði en það er sérstaklega gaman að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur. Ég fann það þegar ég kom hingað með tékknesku myndina hvað það var miklu skemmtilegra að sýna hana hér. Maður er fæddur og uppalinn hérna og finnst lang skemmtilegast að eiga samræðu við Ís- lendinga,“ segir Börkur sem hefur verið með Þetta reddast nokkuð lengi í vinnslu. „Ég var byrjaður að huga að sögunni 2005, fór ekki í tökur fyrr en 2009 og nú er hún loks frumsýnd. Ég er bara lengi með öll mín verk og malla í mörgu í einu og þannig er næsta mynd mín, sem fer í tökur á næsta ári, búin að vera í pípunum í mörg ár. Ég er náttúrlega aldrei frá morgni til miðnættis í hverju verk- efni og finnst líka gott að leggja hlutina aðeins til hliðar, liggja á þeim og koma svo að þeim aftur.“ Börkur hefur starfað, með hléum, sem blaðamaður um langt árabil og hefur kynnst af eigin raun nokkrum fjölda blautra blaða- manna. „Ég hef verið lengi á fjölmiðlum og held ég hafi aldrei komið á fjölmiðil sem er ekki með sinn alkóhólista. Án þess að ég nefni nokkur nöfn,“ segir Börkur og hlær um leið og hann bætir við að hann hafi því ekki þurft að leita langt yfir skammt eftir innblæstri fyrir Þetta reddast. Í Þetta reddast leikur Björn Thors blaða- mann og alkóhólista sem er kominn á síðasta snúning bæði í vinnunni og sambandinu við kærustuna. Til þess að bjarga sambandinu býður hann kærustunni í rómantíska ferð á Búðir en babb kemur í bátinn þegar ritstjór- inn hans sendir hann upp á Búrfellsvirkjun til þess að gera úttekt á virkjuninni. Hann ákveður því að slá þessu saman í rómantíska vinnuferð, eins gáfulega og það nú hljómar. „Þetta er vel meinandi náungi og allt það en er náttúrlega bara fársjúkur og allir með- virkir í kringum hann. Og eins og gengur með svona fársjúkt fólk sem er með meðvirkt fólk í kringum sig þá gengur hann alltaf bara lengra og lengra þangað til hann er búinn að ofbjóða öllum og öllu.“ Þetta reddast er ekki gerð fyrir mikið fé en þegar peningar eru af skornum skammti segir Börkur ekkert annað í stöðunni en að keyra á góðum leik og samtölum. „Ódýrar bíómyndir ganga fyrst og fremst út á góðan leik og þá þýðir ekkert að fara af stað nema maður sé kominn með gott fólk með sér,“ segir Börkur sem teflir fram einvala liði leikara með Björn Thors í broddi fylkingar en honum til halds og trausts eru meðal annarra Ingvar Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Íslenskar bíómyndir halda áfram að streyma í kvikmyndahús. XL reið á vaðið í janúar og nú hefur Börkur Gunnarsson frumsýnt mynd sína Þetta reddast og handan við hornið eru Falskur fugl og Ófeigur gengur aftur þannig að það verður heldur betur líf í tuskunum fram eftir árinu. Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem rótar sér í botnlaus vandræði að hætti stjórn- lausra alkóhólista en Börkur segist hafa kynnst fjölda slíkra á löngum ferli sínum á fjölmiðlum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Allir fjölmiðlar eiga sína alkóhólista Berki Gunnarssyni finnst best að fjalla um samtímann út frá þeim sviðum sem hann þekkir best. „Í Sterku kaffi var það kvikmyndaleikstjóri og nær kemst maður ekki nema kannski ef það væri blaðamaður. Eins og núna.“ Ljósmynd/Hari Frelsið er hættulegt Tuttugasti og fyrsti afmælis- dagurinn er stór og mikill áfangi í lífi bandarískra ungmenna en þá mega þau lögum samkvæmt byrja að stunda skemmtistaði og djamma og djúsa. 21 and Over er gamansöm unglingamynd úr smiðju þeirra sem gerðu Hangover-myndirnar þannig að innihald og efnistök ættu að vera flestum ljós. Tveir vinir fyrirmyndarnemandans Jeff Chang fara með honum út á lífið á 21. afmælisdegi hans. Jeff er bókaður í mikil- vægt inntökuviðtal í læknanám daginn eftir en slíkir smámunir aftra félögunum ekki frá því að kasta vini sínum út í djúpu laugina. Það sem átti að verða rólegt kvöld með einum bjór eða rennur út í tómt rugl og vitleysu og eina allsherjar niðurlægingarför læknanemans tilvonandi. Margt er undrið og verurnar ein- kennilegar í heimi Lenu. Jeff lendir í tómu rugli daginn sem hann má byrja að drekka.  Frumsýnd BeautiFul Creatures Yfirnáttúruleg ástarsaga Beautiful Creatures er gerð eftir sam- nefndri unglingasögu eftir Kami Garcia og Margaret Stohl en bókin er sú fyrsta í flokki sem kenndur er við Caster Chronicles. Hér segir frá Lenu og und- arlegri fjölskyldu hennar þar sem allir búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Lena er að verða sextán ára og þá þarf hún að ákveða hvort hún ætli að halla sér að myrkraöflunum í furðu- veröld fjölskyldu hennar eða stíga yfir í ljósið. Ethan Wate er ungur maður sem verður hrifinn af Lenu daginn sem þau hittast fyrst en ást hans er því miður forboðin og gæti stefnt þeim báðum í mikla hættu. Lena er meðvituð um þetta en getur illa barist á móti tilfinn- ingum sem kvikna innra með henni. Ethan gefst heldur ekki upp og er staðráðinn í því að koma í veg fyrir að Lena gangi myrkrinu á hönd en má sín ekki mikils gegn mætti hins illa þannig að fram undan er tvísýn barátta um sál Lenu. Emma Thompson og Jeremy Irons leika í myndinni innan um minni spá- menn. Aðrir miðlar: Imdb: 6.1, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 52%  Frumsýnd 21 and over MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 sunnudag. Aðeins þessi eina sýning. MEÐLIMUR Í MADS MIKKELSEN: JAGTEN FYRSTA SÆTI Í FLOKKI MATVÖRUVERSLANA 2012 SÆTI 1. MATVÖRUVERSLANIR ÍSLENSKA ÁNÆGJUVOGIN 598kr.pk. Verð áður 9 98 kr. pk. Coca-Cola k ippa, 4x2 lt r. * Meðan birg ðir endast 40%afsláttur Hámark 3 kippur á mann! v 4x2 lítrar DÚNDURTILBOÐ! HLUTI AF BYG MA MA Gildistím i Krónur: Greiðið g egn tékka þes sum hluti af Byg ma Handhaf a Þrjúþúsu nd 00/10 0 Ef keypt er máln ing fyrir 12.000 k rónur eð a meira. 28. feb -1 0. mars 13 Húsasmi ðjan 20 Málninga rávísunin gildir sem 3.000 kr. innborgu n í öllum verslunum Húsasm iðjunnar, frá fimmt udeginum 28. febrú ar til sunn udagsins 10. mars 2013, ef k eypt er m álning fyr ir 12.000 kr. eða m eira. Ávís unin gildir af málnin gu og má lningarvö rum og e ingöngu þ egar vers lað er með k reditkorti eða í stað greiðslu e n ekki í re ikningsvið skiptum. Tékknr. Fl Banki- Hb 3.000,- mál nin gar ávís un hluti af Byg a Nýttu MÁLNINGAR ÁvísuNINA! hluti af Bygma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.