Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Side 80

Fréttatíminn - 01.03.2013, Side 80
8 fermingar Helgin 1.-3. mars 2013 Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Nánar um Sif höfuð- handklæði á facebook Fáanleg í 10 litum Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is Ferming 2013 Stærðir 40-58 Verslunin Belladonna á Facebook Þ egar Skúli er inntur eftir því hvort sýn fermingarbarna á ferminguna hafi breyst á síðustu árum segist hann ekki finna mjög fyrir því. Aðalatriðið sé ennþá trúin og hátíðleikinn á sjálfan fermingardaginn. „Þetta er það sem blasir við í samskiptum við þessi börn ár eftir ár. Ég hef ekki á tilfinn- ingunni að stjórnlaus vöxtur sé í gjöfum, veislum og slíku. Við erum kannski líka á því svæði sem varð illa úti í hruninu. Það eru sennilega óvíða eins sterk áhrif af þessum áföllum í kringum hrunið og hér í Reykjanesbæ. Það endurspeglast sennilega í í tengslum við þessa þætti. Ég skynja að minnsta kosti ekki að einhver óskapleg vitleysa sé í kringum gjafirnar og slíkt.“ Alvaran meiri en áður Þegar sjálfur fermingardagurinn nálgast segist Skúli finna fyrir því að þetta sé augnablik sem krakk- arnir gleyma aldrei. Þetta sé senni- lega eitt af stærstu andartökum í lífi barnanna þegar þau ganga inn kirkjugólfið í fermingunni sjálfri. „Við höfum auðvitað verið með allt litrófið af ungu fólki hjá okkur í fermingarfræðslunni. Stundum læðist að sá grunur að fermingarat- höfnin verði hávaðasöm en börnin taka alltaf til sín hátíðleika stundar- innar, jafnvel mestu fjörkálfarnir.“ Ef einhver sérstök breyting hefur átt sér stað á þeim tuttugu árum sem Skúli hefur tekið þátt í ferm- ingarfræðslu þá nefnir hann að hug- hrifin og alvaran séu jafnvel meiri í dag en áður. „Ég hef svo sem enga skýringu á því en kannski er það stærri ákvörðun nú að fara þessa leið. Ég vann mikið við fermingar- fræðslu með náminu og fór nokkr- um sinnum með hópa í Vatnaskóg frá Reykjavík. Mér finnst virðingin hafa vaxið fyrir því sem prestarnir hafa fram að færa.“ Skúli var áður prestur í Svíþjóð en þar fermast börnin ári seinna en hjá okkur. Sænska kirkjan hefur litla hlutdeild af þeim árgöngum sem fermast, um það bil fimmtung. „Þar er opnari umræða um þessi mál og áhugavert er að bera saman starf og skipulag kirkjunnar hér á landi og í Svíþjóð. Kirkjan í Svíþjóð hefur staðið sig miklu betur í því að halda utan um þetta og hefur jafnvel náð vexti í hlutfalli fermingarbarna á milli ára. Öfluga gæðastjórnun á þessu sviði má ekki síst rekja til þess hversu samkeppnin er hörð.“ Samkeppnin fer vaxandi Samkeppnin hefur aukist hér- lendis einnig. Skúli hallast að því að kröfurnar til þeirra sem starfa innan kirkjunnar fari vaxandi og að sífellt þurfi að endurskoða fræðsluna. „Það hafa verið erfiðir tímar undan- farið hjá kirkjunni. Við þurfum ein- faldlega að gera betur og mér þykir það bara jákvætt. Þetta þýðir það kannski að minna hlutfall barna fer í gegnum okkar hendur. Á móti kem- ur að hópurinn sem eftir stendur verður jafnvel einbeittari heldur en hefur verið hingað til.“ Hann heldur því fram að þau svæði sem finni mest fyrir erfiðum tímum í kirkjunni sé miðborgar- svæðið. Það hafi sýnt sig í þjóðar- atkvæðagreiðslunni í vetur að einu kjördæmin þar sem meirihluti vildi ekki þjóðkirkju í stjórnar- skrána var frá því svæði. „Við hér í Reykjanesbæ erum nokkurs konar sambland af landsbyggð og þéttbýli og á landsbyggðinni hefur verið meiri stuðningur við þjóðkirkjuna. Þá hefur Keflavíkurkirkja boðið upp á umfangsmikla velferðarþjón- ustu hérna á svæðinu.“ Hann segir kirkjuna hafa unnið mikið með fólki sem er í atvinnuleit, flóttamönnum og ýmsum öðrum sem búa á svæð- inu og eiga undir högg að sækja. Á vegum Keflavíkurkirkju hafa verið haldin námskeið, greiddar skólamál- tíðir, skólagjöld og ýmislegt fleira. Skúli heldur því fram að staða kirkj- unnar á svæðinu sé nokkuð sterkari heldur en hún var fyrir hrun. Andstæður skerpa á sérkennum Þá nefnir Skúli að í þeim bekkjum þar sem börnin búa að margvísleg- um menningarlegum bakgrunni skynji íslensku börnin hversu mik- inn þátt trúin skipar í lífi bekkjar- félaganna. „Þau sjá þetta til dæmis hjá pólsku börnunum þar sem trú- in skiptir miklu máli og spegla það á sér. Andstæður skerpa á sérkenn- um fólks. Þarna upplifa þau krakka frá öðru menningarumhverfi og þau velta þessum málum því betur fyrir sér.“ Skúli segir það ekki vera sína upplifun að ungmenni dagsins í dag séu erfiðari en þau hafa verið. Krakkarnir séu vanir ákveðnum aga úr skólakerfinu og samfélagið sé að njóta ávaxta þess. Samvinna heimila og skóla hafi aukist og kannski hjálpi þetta allt saman til. „Mér finnst þessi ungmenni sem eru hjá okkur í fermingar- fræðslunni ákaflega hæf. Ég skynja að minnsta kosti ekki þennan barlóm með unglinga dagsins í dag af fenginni reynslu.“ Krakkarnir eru í skipulögðum tómstundum meirihluta dagsins. Að mati Skúla er mikið um að vera á daginn en það gerir þeim gott þegar til lengri tíma er litið. „Hjá syni mínum er stíf dagskrá frá því hann vaknar og þangað til hann fer að sofa. Þetta er bara rútínan og þessir krakkar eru vanir því að fara eftir fyrirmælum og standa í röð, eitthvað sem Íslendingar hafa aldrei kunnað. Þessi kynslóð sem núna er að fara að fermast er ólík- leg til þess að setja þjóðfélagið á hliðina eins og mín kynslóð gerði.“ segir Skúli og hlær. Betra að hafa pabba en ekki Ólafur hlakkar til fermingardags- ins og segir fermingarfræðsluna hafa verið mjög skemmtilega. Það sé gaman að hafa pabba með en um leið svolítið skrítið. „Samt breytist ekkert mjög mikið hjá okkur, ég kalla hann bara pabba í fermingarfræðslunni alveg eins og  Ferming 2013 Skúli Sigurður ÓlaFSSon, SÓknarpreStur í keFlavíkurkirkju Hlakkar til að ferma soninn Skúli Sigurður Ólafs- son, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, stendur í ströngu þessa dagana eins og margir í hans stétt. Hann, ásamt prestum um allt land, er að undirbúa fermingarbörnin undir stóra daginn. Skúli fermir son sinn, Ólaf Þorstein, og við- heldur þar með hefð innan fjölskyldunnar því Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup og faðir Skúla, fermdi hann á sínum tíma. Sonurinn segist vera spenntur fyrir fermingardeg- inum og það sé alls ekki svo slæmt að hafa pabba sér við hlið þegar hann gengur í fullorðinna manna tölu. Ólafur Þorsteinn Skúlason fermist í vor í Keflavíkur- kirkju. Pabbi hans, Skúli Sigurður Ólafs- son, fermir hann, Ljósmyndi/Hari 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.