Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 4

Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 4
Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Borgarferð 74.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 3* hóteli í þrjár nætur ásamt morgunverði. 26.–29. janúar Hin ljúfa London Verð á mann í tvíbýli Svefneyjar til söluMichelsen_255x50_A_0911.indd 1 28.09.11 15:10 Lögreglan dró lapp- irnar í tvö ár en ákvað þá að það yrði að gera eitthvað með málið. Hlutverkareglur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti fyrr í vikunni sérstakar samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins. Tilgang- urinn er að skýra hlutverk stjórnsýslu og kjörinna fulltrúa. Reglurnar skiptast í fjóra flokka þar sem meðal annars er kveðið á um ábyrgð stjórnenda bæjarins, kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og samskipti milli þeirra. Kveðið er á um að einstakir kjörnir fulltrúar hafi ekki umboð til að gefa starfs- mönnum fyrirmæli. Kjörnum fulltrúum er óheimilt að reka erindi bæjarbúa við einstaka starfsmenn og vilji kjörinn fulltrúi koma máli í farveg skal það gert innan viðkomandi nefndar eða fyrir milligöngu bæjarstjóra eða viðkomandi sviðstjóra í samráði við bæjarstjóra. - jh Tæplega tíu þúsund leigusamningar Samtals voru gerðir 9.952 samningar um leiguhúsnæði á nýliðnu ári. Það er fækkun um 455 samninga á milli ára eða sem nemur 4,4 prósentum, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Þetta er meiri samdráttur en var árið 2010 þegar fækkun leigusamninga nam 1 prósenti frá árinu áður. Leigumarkaður- inn dregst því hraðar saman en áður. Þó er hann ennþá mjög stór miðað við það sem áður var og sóknin enn mikil. Á tímabilinu 2005 til 2008 var innan við 5.000 leigusamningum þinglýst á ári hverju. Undanfarin 3 ár hefur í kringum 10.000 samningum verið þinglýst á ári hverju og helst það í hendur við fækkun kaupsamninga. - jh Svefneyjar á Breiðafirði hafa verið auglýstar til sölu. Alls er um að ræða 60 eyjar en heimaeyjan er stór, lítið eitt minni en Flatey. Hún er hálfur annar kílómetri að lengd og hálfur á breidd. Þar eru tvö nýuppgerð íbúðarhús, hið stærra tíu herbergja og 229 fermetrar en hið minna fimm herbergja og 100 fermetrar. Þar er einnig að finna fjós, fjárhús, tvær hlöður, eldishús fyrir silung og vélageymsla. Yfirbyggður hrað- bátur fylgir með í kaupunum. Þá er hægt að lenda flugvélum á túninu. Hlunnindi eru æðardúnn, þangskurður og grásleppuveiði. Fasteignamiðstöðin í Kópavogi og fasteignasalan Torg bjóða Svefneyjar til sölu. Óskað er tilboða en verð er talið liggja frá 150 til nær 200 milljóna króna. - jh/Ljósmynd Fasteignamiðstöðin  Dómsmál EigEnDur Vélaborgar DæmDir Settir á skilorð eftir sjö ára rannsókn Eigendur Vélaborgar fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að vanmeta verðmæti lagers gjaldþrota fyrirtækis síns um fjörutíu milljónir þegar þeir keyptu hann og færðu yfir í nýtt félag. Rannsókn lögreglu tók sjö ár, sem er óskiljanlegt að mati formanns Lögmannafélagsins. Enginn ársreikn- ingur 2010 Vélaborg hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Samkvæmt ársreikningi 2009 var tap félagsins rétt tæpar 312 milljónir króna. Neikvætt eigið fé, það er skuldir umfram eigir, var rúmur milljarður króna. Eignirnar voru metnar á 700 milljónir króna. Fram kemur í skýringum að rekstrarhæfi félags- ins hafi versnað í kjölfar efnahagshrunsins. Lán félagsins hafi verið í erlendri mynt og unnið að endurskipulagningu. Rekstrarhæfi félagsins sé háð því að takist að styrkja fjárhag þess með aðstoð lánadrottna og eigenda. Vélaborg starfar enn. s ex mánaða skilorðsbundinn dómur til tveggja ára og sam-tals tæplega 4,5 milljóna króna greiðsla á sakarkostnaði. Það er refsing bræðranna Gunnars Viðars Bjarnasonar og Stefáns Braga Bjarnasonar fyrir að færa hluta af vörulager landbúnaðar- og vinnuvélasölunnar Véla og þjónustu yfir í nýtt fyrirtæki á undirverði. Þeir bræður greiddu um 40 milljónum minna fyrir lagerinn en mat á áætluðu virði sagði til um, rúma 31 milljón í stað 71 milljónar króna. Þá skiptu þeir um nafn á gamla félaginu í V&Þ og ætluðu að reka nýja fyrirtækið á gamla nafninu, en skiptu því fyrir Vélaborg. Tæp átta ár eru síðan. Þetta var gert eftir að Kaup- þing-banki gjaldfelldi lán á Vélar og þjónustu með þeim afleiðingum að fyrirtækið varð gjaldþrota. Fyrirtæk- ið hafði það árið sýnt ágætis hagnað eftir mörg tapár. „Við ákvörðun refsingar er litið til þess að töluverður dráttur hefur orðið í meðförum máls- ins hjá lögreglu,“ segir Símon Sigvaldason í dómsorði sínu í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Rannsókn málsins tók sjö ár. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir einstakt að rannsókn á máli af þessu tagi taki fjölda ára. „Mér finnst það óskiljanlegt.“ Einnig að dómstólar dæmi vægar þegar mannréttindasáttmálinn og stjórnar- skráin séu brotin, í stað þess að vísa málum frá. Brynjar segir að hann sjái ekki að þessi dómur sé vægari en hefði rannsókn málsins verið styttri. Erlendur Gíslason, hæstaréttarlög- maður og verjandi bræðranna, segir málið eitt þeirra sem hafi dagað upp í höndum lögreglunnar þar sem hún hafi líklegast ekki talið brotið alvarlegt. Hún hafi því fellt málið niður. Sú ákvörðun hafi verið kærð og ákæruvaldið þá ákveðið að taka málið upp aftur. Lög- reglan hafi samt ekki rannsakað málið frá árinu 2008 og fram að ákæru 2010: „Lögreglan dró lappirnar í tvö ár en ákvað þá að það yrði að gera eitthvað með málið.“ Fréttablaðið skrifaði um deiluna á sínum tíma. Þá var sagt frá því að gjaldþrot Véla og þjónustu hafi numið um einum milljarði króna, sem var sjaldséð á þeim tíma. Erlendur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði áfrýjað. Hvorugur bræðranna hafði áður fengið dóm. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Vélaborg á Járnhálsi er í milljarðs mínus. Mynd/Hari Brynjar Níelsson, formaður Lögmanna- félags Íslands. VEður FöstuDagur laugarDagur sunnuDagur Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is SlAGVEðurSriGninG oG ASAhlákA á lAndinu, SérStAklEGA VEStAntil. SumS StAðAr Stormur. höfuðborGArSVæðið: Rigning mEiRa og miNNa aLLaN dagiNN og HiTi 5-6 STig. Skil á lEið AuStur yfir lAndið mEð riGinGu oG hláku, En él oG kólnAndi VEStAntil SíðdEGiS. höfuðborGArSVæðið: FYRST TaLSVERð RigNiNg, EN FRYSTiR mEð éLJUm Um KVöLdið. kólnAr Aftur oG Spáð froSti í StuttAn tímA. Aftur SlAGVEður oG SlyddA EðA riGninG VEStAntil undir kVöld. SnjókomA á fjAll- VEGum. höfuðborGArSVæðið: SLagVEðURSRigNiNg FRam EFTiR moRgNi, EN STYTTiR SÍðaN Upp Um TÍma. Ekkert lát á umhleypingum Mikill hraði og umskipti einkenna veðrið það sem af er janúar, fólki og ferðalöngum til lítillar gleði. Á föstudag er spáð alvöru hláku og vatnsveðri ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Hlákan mun standa fram á laugardag, þá fara kuldaskil yfir og aftur kólnar. Þó ekki lengi og ekki er útlit fyrir él að ráði eins og oft á eftir kuldaskilum. Þó kólnar niður fyrir frostmark víðast á landinu aðfararnótt sunnudags, en þá er von á enn einni lægðinni úr suðvestri með hvössum vindi. Hæglega gæti snjóað á fjallvegum um landið vestanvert síðdegis á sunnudag. 6 7 5 4 5 3 3 6 7 5 0 1 -1 -3 1 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 13.-15. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.