Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Side 14

Fréttatíminn - 13.01.2012, Side 14
MATSEÐILL LEIKHÚS- Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikaka Djúpsteiktur ís og súkkulaði- hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu- stappa og ostrusveppir eða... Grillað Lambafille Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu Noregs vegna Dyflinnarreglugerðar- innar sem kveður á um að mál flótta- manna skuli leyst þar sem þeir sækja fyrst um hæli. Þetta staðfestir Árni Helgason, lögmaður Mouhamde Lo, sem bíður niðurstöðu innanríkis- ráðuneytisins vegna kæru sem ligg- ur fyrir vegna niðurstöðu Útlend- ingastofnunar. Mouhamde í felum á Íslandi Frá því að ákvörðun íslenskra yfir- valda lá fyrir í júlí í fyrra hefur Mou- hamde verið í felum. Hann flytur reglulega á milli fimm til sex vina. Lætur lítið fyrir sér fara en reynir þó að kynnast fólki og eignast vini. Margir þekkja stöðu Mouhamde því í vikunni var stofnuð Facebook-síða honum til stuðnings. Þar eru fjölmargar baráttukveðjur og 134 hafa sett svokallað „like“ á síðuna. Mál Mouhamdes var áberandi í fjölmiðlum í fyrra. Hann sat í rúman hálfan mánuð í fangelsi frá því að hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli með falska vegabréfið í desember 2010. Svo bjó hann á Fitjum í Reykjanesbæ fram að ákvörðuninni um að vísa honum úr landi. Herjað var á Ögmund Jónasson innanríkis- ráðherra að hnekkja ákvörðun Útlendingastofnunar, sem ekki hafði tekið mál hans efnislega fyrir þar sem máli hans var ekki lokið í Noregi. Ögmundur neitaði. Um fimmtíu manns mótmæltu í júlílok ákvörðun Útlendingastofnunar. Fólkið stóð fyrir utan stjórnar- ráðshúsið og voru mótmælin friðsöm. Meðlimir No Borders stóðu fyrir mótmælunum. Síðan þá hefur lítið gerst í máli Mouhamde og hann verið í felum frá 8. júlí í fyrra. „Í rauninni er næsta skref aðeins það að almenn- ingur leggist á árarnar með okkur og kalli eftir því að mál Mouhamdes verði skoðað hér á landi,“ segir Eva. Ævintýraleg ævi Saga Mouhamde er ævintýraleg. Hún er hreinlega lyginni líkust í eyrum Íslendings, sem aldrei hefur stigið fæti inn í eyðimörk, hvað þá klappað kamel- dýri utan dýragarða eða hitt mann frá Máritaníu í Vestur-Afríku. En þar ólst hann upp. Hann bjó ásamt foreldrum sínum og systur í tjaldi í eyðimörkinni og gætti kameldýra og brynnti. „Við fengum aldrei laun, heldur aðeins mat,“ segir Mouhamde. Eva grípur inn í og lýsir því að vinnuálag foreldr- anna hafi erfst til barnanna. Líf þeirra systkina hafi því breyst mjög til hins verra þegar þau voru tvö um byrðina sem þau báru fjögur áður. Hann hafi séð um 25 kameldýr og þurft að draga 900 lítra vatns daglega upp úr brunni fyrir dýrin. Þegar foreldrar hans voru látnir, lýsir Mouhamde því með hjálp túlksins, hvern- ig hann og systir hans fóru að íhuga að flýja. Þau ákváðu að systir hans færi fyrst, sem hún gerði, en þau töldu nauðsynlegt að hún sem kona færi fyrst; þær eigi minni möguleika og fá ekki vinnu. Þegar eigandi kamel- dýrahjarðarinnar komst að því að eitt dýrið og systir hans voru horfin barði hann Mouhamde og hótaði lífláti en í kjölfarið tókst honum að flýja. Á opinni fleytu til Spánar Atburðarás flóttans og aðdragandi hans er óljós vegna tungumála- örðugleika. Mouhamde segir frá því að hann hafi stolið kameldýri og selt veitinga- húsaeiganda í borginni Nouadhibou. „Systir mín býr núna í Senegal. Hún er nítján til tuttugu ára og vinnur nú við brauðgerð í Senegal og nýtur verndar ,“ segir Mouhamde, sem sjálfur veit ekki nákvæmlega hve- nær hann er fæddur. Hann hélt í fyrsta skipti upp á afmæli sitt um miðjan desember, þá sem 23. afmælis- daginn. Hann segir að þau systkinin tali saman í gegnum Skype. Fyrir peninginn sem honum áskotnaðist vegna sölu kameldýrsins keypti hann far með opinni fleytu til Spánar. Um 25 voru í bátnum og fimm létust á sex daga siglingunni milli landanna. Þeir þornuðu upp eftir að hafa ælt lungum og lifur í veltingnum. Á Spáni ferðaðist hann til spænsku borgarinnar Valensíu, dvalarleyfis- og vegabréfslaus. Þar fékk hann vinnu við að tína appelsínur í þrjá mánuði. Þegar vertíðinni lauk var enga vinnu að fá og hann ákvað því að fara til höfuðborgar Þýskalands. Haukur lýsir því hvernig Mouhamde bjó á aðal lestarstöð Berlínar um hríð. Hann hafi engan þekkt en fólk hafi gefið honum smápeninga. Á þessum tíma hafi ekki hvarflað að honum að hann mætti ekki ferðast án skilríkja eða að hann væri ólöglegur á einhvern hátt. Hann hafi bara viljað frelsið og að vinna. Mouhamde segir hins vegar að Berlín hafi ekki uppfyllt draumana og hann því ákveðið að fara til Oslóar. „Ég var tekinn af norsku lögreglunni á braut- arstöðinni,“ segir hann á volof sem þá er túlkað yfir á ensku. „Ég var settur í flóttamannabúðir og vissi ekki einu sinni hvað það var á þeim tíma,“ lýsir hann og svo því hvernig hann hafi nurlað saman fyrir fari og stefnt á að fara til Kanada. Hvers vegna Kanada? Hvers vegna Ósló? Blaðamaður áttar sig ekki á því, nema að Mouhamde er og var alltaf að leita tækifæra – betra lífs. Og þótt hann hafi ekki ætlað sér að búa hér vill hann gjarna búa hér í framtíðinni, því hér á hann orðið vini. Hér bíður hans vinna, fái hann dvalarleyfi. Hér sér hann tækifæri. „Ég sé ekki að ég geti búið annars staðar,“ segir hann, „mig langar í ís- lenskan ríkisborgara- rétt. Mig langar að njóta réttinda. Ég hef verið flóttamaður í of langan tíma.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Útlendingastofnun Tíu hverfa ár hvert Síðustu ár hafa um það bil tíu manns horfið ár hvert eða dregið umsókn sína um hæli sem flóttamenn hér á landi til baka. Mjög misjafnt er hvort umsækjendurnir láti yfirvöld vita fari þeir úr landi, samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Sjá má á yfirliti Útlendingastofn- unar um umsóknir um hæli hversu margir flóttamenn hverfa úr augsýn yfirvalda eða draga umsókn sína til baka. Árið 2002 drógu 56 af 117 umsækjendum umsókn sína til baka eða hurfu sem er rétt um helmingur. Aldrei hafa fleiri sótt um hæli en það ár. Síðustu ár hafa ekki svo margir sótt um hæli hér á landi. Í fyrra voru það 51. Ellefu þeirra voru sendir til baka. Ellefu hurfu eða drógu umsókn sína til baka. Búast má við að Mouhamde Lo sé talinn til þeirra sem ákveðið var að senda til baka en hvarf. Hann býr nú til skiptis hjá nokkrum vinum sínum. - gag Verjandinn Mouhamde býst ekki við sanngirni í Noregi Árni Helgason var skipaður verjandi flótta- mannsins Mouhamde Lo. Hann heyrir af honum öðru hvoru þótt Mouhamde fari huldu höfði. „Hann var mjög ósáttur við það hvernig málið fór hér á landi. Hann telur sig ekki eiga von á sanngjarnri meðferð í Noregi,“ segir Árni sem kærði ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda Mouhamde Lo aftur til Noregs til innanríkisráðuneytisins. Árni krafðist að Mouhamde fengi að vera hér á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu. Það fékkst ekki í gegn. Árni segir að Dyflinnarreglugerðin fríi stjórnvöld ábyrgð á flóttamönnum sem hafi sótt um hæli í öðrum aðilarríkjum. „Það má líkja þessu við þegar póstur kemur á rangt heimilisfang og er skilað,“ segir Árni og telur að stjórnvöld verði að skoða mál hvers og eins í kjölinn. Hann bíði enn eftir því hvernig ráðuneytið svari kærunni. - gag Segir ráðherra hafa lofað að skoða málið Eva Hauksdóttir segir frá fundi við innanríkis- ráðherra á vefsíðu sinni Eva Hauksdóttir, velunnari Mouhamde Lo, spyr á vefsíðu sinni, pistillinn. is, hvernig eigi að útskýra fyrir Mohamde að ráðherra verði að virða leikreglur lýðskrumsins og geti ekki beitt valdi sínu til að fylgja samvisku sinni nema eiga það á hættu að missa völd, sem hann geti hvort sem er ekki beitt til að fylgja samvisku sinni? Hún lýsir þannig fundi með Ög- mundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hún átti um miðjan nóvember: „[Ögmundur] var mjög skilningsríkur og sagðist hafa áhyggjur af Mohammed. Ég benti honum á að takmarkað gagn væri af áhyggjum sem ekki leiddu til aðgerða og að það að innanríkisráðherra Íslands hefði samúð með honum, yrði Mohammed lítil huggun, svona rétt á meðan verið væri að berja undan honum eistun. Honum fannst ég dómhörð,“ ritaði hún. „Þótt [Ögmundur] virðist líta á Dyflinnarákvæðið sem einhverskonar helgidóm, sagðist hann vera tilbúinn til að skoða málið. Ég er búin að skrifa honum oft síðan og spyrja um gang málsins en hann hefur ekki svarað þeim erindum. Þann 28. desember barst mér þó loksins svar. Það eina sem hann hefur um málið að segja er að það sé „í athugun“,“ ritar hún. „Næstu vikur spurði hann [Mouhamde] 3-4 sinnum í viku hvort ég hefði heyrt frá ráðherranum. Í fyrstu vongóður en síðar í efasemdatón. Nú er hann hættur að spyrja..“ - gag Eva Hauksdóttir segir að Ögmundur hafi sagst tilbúinn að skoða málið á fundi þeirra um miðjan nóvember. Hins vegar fái hún nú engin viðbrögð önnur en orðin tvö; „í athugun“. Umsóknir um hæli frá árunum 1996-2010 736 – Fjöldi umsókna 185 – Drógu til baka/horfnir 258 – Endursendir 293 – Efnismeðferð 208 – Synjað 14 úttekt Helgin 13.-15. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.