Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 21

Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 21
Þegar uppbyggingaráform koma upp í miðbænum er oft spurt hvers vegna hlífum við ekki miðbænum og byggjum annarsstaðar? Skipu- lag og byggðarmynstur miðbæjar- ins og tengsl hans við önnur hverfi og umhverfi borgarinnar veldur því að sjálfsagt er að byggja á því sem fyrir er og skapa enn fjöl- breyttara og auðugðra mannlíf en það er nú. Borgarhús Til að geta byggt þétt er ekki hægt að nota allar húsagerðir. Stakstæð einbýlishús henta illa þar sem byggja á þétt. Klassískt borgarhús er þriggja til sjö hæða sem geta staðið sem eining í randbyggð. Borgarhús hefur yfirleitt tvær hliðar: Götuhlið og garðhlið. Götu- megin er líf bæjarins en garðmeg- in er friður og skjól frá skarkala götunar. Við fjölfarnar götur er verslun eða önnur þjónustustarfs- semi á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum. Í miðborg Reykjavíkur eru mörg góð dæmi um borgar- hús, sérsaklega við Laugaveginn. Ef einhver hús einkenna Lauga- veginn þá eru það þessi hús. Þegar verslun hvarf úr miðbæn- um var talið að fjölgun bílastæða myndi rétta hlut miðbæjarins á ný. En þetta hafði ekki tilætluð áhrif. Fjölbreytt verslunar- og þjónustu- starfsemi á enn undir högg að sækja í miðbænum. Bílastæði virðast ekki skipta höfuðmáli. Það sem skiptir mestu máli til að auðga mannlífið í miðbænum er að skapa fallegt og heillandi umhverfi með fjölbreyttri starfsemi. Fólkið mun koma sér á staðinn þótt að það skorti bílastæði. Það mun nýta sér aðra ferðamáta, koma gangandi, á hjóli, í strætó, ferðast fleira í bíl eða leggja bílnum lengra í burtu. Miðborg höfuðborgarinnar, Kvosin og nánasta umhverfi hennar, er Reykvíkingum og öllum landsmönnum hjartfólgin. Hér er Alþingi, Dómkirkjan, Hæstiréttur og aðalstjórnsýsla landsins stað- sett. Hér er líka eini vísir að borg í landinu. Í miðborginni birtist þrá um að eiga glæsta fortíð byggja falleg hús í gömlum stíl. Reykjavík er ung borg og þarf að hafa svigrúm til að þroskast, einnig miðborgin. Við þurfum ekki að hræðast samtím- ann. Nýtt og gamalt getur alveg átt samleið. Við þurfum að vera opin gagnvart nýjum hugmyndum í miðbænum. Það hafa sjálfsagt aldrei verið jafnmargir á Íslandi sem hafa menntun og getu til að skapa fallega og góða hluti og nú. Við þurfum að nota þessa krafta og skoða málið frá fleiri sjónar- hornum en við gerum í dag. Helgi B. Thóroddsen arkitekt            RC RCRC  OpiöáEópýádi  ipáþé www.id.i jóiiýjáöid         Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt. Fegurð - Hreysti - Hollusta Ný bragðtegund . Karamella!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.