Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 34

Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 34
34 fréttir vikunnar Helgin 13.-15. janúar 2012 Óvissa um nýtingu Vaðla- heiðarganga Mikil óvissa er um hversu margir komi til með að nýta sér Vaðlaheiðargöng, að mati IFS-greiningar. Meðal annars er bent á að veggjaldið sé mun hærra en sá rekstrarkostnaður sem sparast við að aka göngin. Stefnir í sameiningu Garða- bæjar og Álftaness Innanríkisráðherra vonast til þess að samkomulag náist fyrir vorið um sam- einingu Álftaness og Garðabæjar. Stærstu ágreiningsefnin hafi verið útkljáð. Tugmilljóna króna tap vegna rafmagnsleysis Vegna rafmagnsleysis stöðvaðist fram- leiðsla hjá járnblendiverksmiðju Elkem og álveri Norðuráls á Grundartanga á þriðju- dagskvöld og aðfararnótt miðvikudags. Talið er að tugmilljóna tap hafi orðið. Lagst gegn aukalandsfundi Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar leggst gegn því að haldinn verði auka- landsfundur í vor. Málinu var skotið til flokksstjórnar sem tekur málið fyrir í lok janúar. Hætt við að rukka þroska- hamlaða Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bakka með ákvörðun sína um að innheimta fæðisgjald af þroskahömluðum starfs- mönnum á Bjarkarási og Lækjarási.. Slæm vika fyrir Jens Kjartansson lýtalækni Góð vika fyrir Halldór Halldórsson snjóbrettamann 10 ár voru liðin í vikunni frá því að hinar umdeildu fangabúðir Bandaríkjanna í Guantanamo á Kúbu voru opnaðar. 52 konur ætla í mál við lýta- lækninn Jens Kjartansson vegna PIP-sílikonpúðanna sem hann flutti inn og setti í konurnar. 40 prósent er munurinn á hæstu og lægstu leik- skólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun ASÍ. Ísafjarðarbær er með hæstu gjöldin en Reykjavík er með þau lægstu. Í frí með málsókn yfir höfði sér Síðustu dagar hljóta að vera með þeim allra verstu í lífi Jens Kjartanssonar lýtalæknis. Vonda veðrið í kringum hina gölluðu PIP sílikonpúða, sem hann græddi í meira en fjögur hundruð pör af brjóstum, varð að blindhríð í vikunni og Jens sá sér þann kost vænstan að biðja um leyfi frá störfum sínum sem yfirmaður lýtalæknadeild- ar Landspítalans. Rúmlega fimmtíu konur hafa boðað málsókn á hendur Jens vegna sviknu púðanna. Að auki hafa heilbrigðis- ráðherra og landlæknir fært til bókar að hann megi búast við endur- kröfu vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar ríkisins við að standa vörð um heilsu kvenna með sílikonfyll- ingar frá PIP. 1 vikan í tölum Bjart lið, bilað nafn Guðmundur Steingrímsson og Heiða Helgadóttir tilkynntu fyrir síðustu helgi að nýja stjórnmálaaflið sem þau standa að eigi að heita Björt framtíð. Nánast allir á Facebook þurftu að hafa skoðun á nafngiftinni, sem féll í fremur grýttan jarðveg. Páll Ásgeir Ásgeirsson Finnst að „Björt framtíð“ væri gott nafn á einkarekna veðurstofu. Óli Gneisti Sóleyjarson Nógu hallærislegt til þess að vera flott? Nei. Bara alveg rosalega hallærislegt. Lára Hanna Einarsdóttir „Björt framtíð“. Hljómar eins og frasi sem maður skrifaði í minningabækur í barnaskóla. Það er eitt- hvað tragískt við þetta... Einar Skulason Skál fyrir Bjartri framtíð. Andri Þór Sturluson Ég get samvisku minnar vegna ekki kosið flokk sem heitir Björt framtíð. Ekki frekar en ég gæti kosið Snúllubossana, Krúttipúttin eða Bumbubúaflokkinn. Guðmundur Steingrímsson Er þingmaður Bjartrar framtíðar! Gnarr og stóra snjóhneykslið Jón Gnarr borgarstjóri mætti í Kastljósið til Sigmars Guðmundssonar á miðvikudagskvöld og þurfti meðal annars að svara fyrir brotin bein í um 70 manns og skort á sandi og salti á götum Reykjavíkur. Óhætt er að segja að viðtalið hafi vakið viðbrögð á Facebook og voru mjög skiptar skoðanir á frammistöðu hans: Stefán Pálsson Í landi þar sem umhverfisráðherrar eru skamm- aðir fyrir að ísbirnir séu mannýg villidýr, er ekkert óeðlilegt þótt borgarstjórar séu skammaðir fyrir að það snjói. Ómar R. Valdimarsson Sé ekki betur en að Jón Gnarr sé í kvöld, í fyrsta skipti, meðhöndlaður eins og stjórnmálamaður en ekki brandarakarl, í sjónvarpsviðtali. Simmi í Kast- ljósinu fær plús í kladdann... Orri Björnsson Ég er ekki kommúnisti, en eftir að hafa horft á borgarstjórann í Reykjavík í Katljósi. Þá verð ég að segja að ég er bara nokkuð sáttur við bæjar- stjórann í Hafnarfirði. Þó hann sé náttúrlega bara gamalt kommagrey. Gunnar Í Krossinum Þorsteinsson Við getum tekið okkar ágæta borgarstjóra og flokkinn hans okkur til fyrirmyndar. Þeir tala aldrei illa um nokkurn mann. HeituStu kolin á Veturinn nú er harðari en um langt árabil. Mikill snjór er á öllu landinu, ófærð víða og hálka. Í höfuðborginni hefur snjóþekja verið frá því í nóvemberlok. Víða eiga ökumenn í erfið- leikum og gangandi vegfarendur þurfa að klöngrast yfir klakaruðninga. Það er því full þörf á snjóplógum. Þessi auðveldaði umferð í Skipholtinu í Reykjavík. Ljósmynd/Hari dagur þar sem konur gegndu embætti forsætisráðherra, forseta Alþingis, fjármálaráðherra og forseta Hæstaréttar á sama tíma. Það gerðist 31. desember 2011 þegar Oddný G. Harðardóttir var skipuð fjármálaráðherra. Það var jafnframt síðasti dagur Ingibjargar Benediktsdóttur sem forseta Hæstaréttar. Raðstela flatskjám Rúða var brotin og farið inn í hús- næði Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrr í vikunni. Rifinn var niður 46 tommu flatskjár sem hafði verið rammlega festur á vegg. Þetta er í annað sinn á tæpum mánuði sem rúða er brotin og stórum flatskjá stolið af stofnuninni. Ward aðalmálflytjandi í Icesave Utanríkisráðherra hefur ákveðið að ráða breska lögfræðinginn Tim Ward til að vera aðalmálflytjandi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Lárus og Guðmundur neita sök Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, neituðu báðir sök í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Rýmum fyrir nýjum vörum. Yfir 40 tegundir af flísum. Mikil verðlækkun, verð frá kr. 900 pr m2. Einnig útlitsgallaðar vörur á niðursettu verði! Rýmingarsala á flísum og fleiru Gott verð fyrir alla alltaf – í 10 ár Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 NJARÐARBRAUT 9 - REYK JAN ES BÆ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK Boðið á HM í Ósló Akureyringurinn Halldór Helgason hefur fengið sérstakt boð um taka þátt í heimsmeistaramótinu á snjóbrettum, sem fer fram í Ósló eftir mánuð samkvæmt heimildum vísis.is. Halldór er einn af fremstu snjóbrettamönnum heims, er atvinnumaður í íþróttinni og er eftir- sóttur af framleiðendum snjó- brettakvikmynda eins og Frétta- tíminn sagði frá í fyrra. Bróðir Halldórs, Eiríkur, hefur snjóbretta- mennsku að lífsviðurværi. Saman halda þeir úti síðunni helgasons. com og hafa hannað snjó- bretti undir merkjunum 7-9-13 og Lobster og líka húfur undir merkinu Hoppipolla. Vikurnar geta varla verið betri en þegar menn vita að framundan er keppni við þá allra bestu.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.