Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 62

Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 62
Helgin 13.-15. janúar 201262 tíska Fæstar vita sína réttu stærð Samkvæmt grein sem ég rakst á, og finna má á netinu, eru rúmlega áttatíu prósent kvenna sem ganga um í rangri brjóstahaldarastærð. Þetta er sláandi há tala en stærstur hluti þessara kvenna gengur í of litlum brjóstahöldurum. Ef marka má greinina fer það verulega illa með hið líkamlega ástand. Ég viðurkenni fúslega að ég telst til þessara áttatíu prósenta og hef enga vitneskju um í hvaða brjóstahaldarastærð ég er í hverju sinni. Ég á óteljandi mikið af brjóstahöld- urum og einhverra hluta vegna eru þeir allir í sitthverri stærðinni. Ég hef vanið mig á að einblína á þann sem mér finnst flottur, passar mér vel að ég tel í fljótu bragði og er ekkert að flækja þetta neitt frekar í inn- kaupunum. Sem betur fer eru þó flestar nærfataverslanir farnar að bjóða upp á þá góðu þjónustu að mæla okkur áður en við fjárfestum í hinum „fullkomna“ brjóstahaldara. Með því að nýta þá þjónustu ætti að vera hægt að minnka þessa meinlegu prósentutölu til muna. Nú er það reyndar svo að ég hef vitað það, alveg síðan að ég keypti minn fyrsta haldara, að ég hefði getað farið í mælingu. Ég hef bara aldrei látið að því verða. Og sama má kannski segja um restina af þessum kvenmönnum sem ekki þekkja hvaða brjóstahaldarastærð er sú rétta. Kannski er þetta leti. Eða kannski þurfum við ekki að láta segja okkur í hvaða stærð við erum og kjósum að fara frekar eftir okkar eigin hugmyndum um hvaða tölur, bók- stafir og meint þægindi eiga við hverju sinni. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton er ekki bara partíljón sem lifir á auði fjölskyldunnar eins og margir halda. Í nýlegu viðtali við FHM sagði Paris hafa grætt mikið á ilmvatnssölu sinni allt síðan árið 2005 eða frá því að fyrsti ilmurinn hennar kom á markað. Alls hefur hún framleitt tíu ilmi og hefur það skilað henni rúmum 161 milljarði króna í vasann. „Salan á ilmunum er mjög góð í dag. Betri en nokkurn tímann áður. Þetta er að skila mér ágætu tímakaupi.“ Græðir tugi milljarða á ilmvatnssölu Svo virðist sem raunveruleika- stjarnan Kim Kardashian ætli hvergi að slá slöku við á nýju ári. Nú hefur komið fram tilkynning frá henni þess efnis að nýr ilmur úr hennar smiðju sé væntanlegur. Sá hefur fengið nafnið True Reflection en þetta er fjórði ilmurinn sem Kim Kardashian framleiðir. Auglýsingaherferð ilmsins hefur litið dagsins ljós og að sjálfsögðu situr hún sjálf fyrir. Hinir þrír ilmir sem raunveruleikastjarnan hefur sent frá sér hafa ekki selst eins vel og vonir voru bundnar við en Kim ætlar að nýi ilmurinn verði byltingar- kenndur og nokkuð sem allir muni sækjast eftir. Nýr ilmur frá Kim Föstudagur Skór: Topshop Sokkabuxur: Oriblu Pils: Zara Bolur: Urban Outfitters Hálsmen: Forever 21 Þriðjudagur Skór: Gs Skór Buxur: H&M Skyrta: Weekday Hálsmen: Sautján Marc Jacobs og Alexander Wang í uppáhaldi Fimmtudagur Skór: Dr Martens Buxur: Topshop Skyrta: American Apperal Jakki: Gina Tricot Miðvikudagur: Skór: Vila Sokkabuxur: Oriblu Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: Acne Peysa: Lakkalakk Ída Pálsdóttir er 18 ára nemi í Verslunar- skóla Íslands og sam- hliða náminu sinnir hún ýmsum störfum fyrir Eskimo Models. „Ég myndi segja að hann væri mjög mis- Mánudagur: Skór: Vila Buxur: Cheap Monday Peysa: Spúútnik Skyrta: H&M jafn og fjölbreyttur,“ segir Ída um fatastílinn sinn. „Samt má segja að hann sé frekar rokk- aralegur en dúllulegur og klæði ég mig aðal- lega eftir skapi hverju sinni. Ég kaupi fötin mest megnis í Spúútnik, Topshop, H&M, Urban Outfitters og American Apperal en uppáhalds hönnuðirnir mínir eru Marc Jacobs og Alex- ander Wang. Ég fell oftast fyrir flíkum frá þeim og gefa þeir mér góða innsýn í tískuheiminn. Innblástur sæki ég einnig í tískublöð og sænsk tískublogg sem ég skoða mikið – er rosalega veik fyrir skandinavískri tísku.“ Nýjasti tals- maður Dior Tískurisinn Christian Dior tilkynnti á nýju ári að leikkonan Mila Kunis muni verða andlit sumarlínu fyrir- tækisins. Delphine Arnault, sem er aðalhönnuður töskulínunnar, segir Milu vera hæfileikaríka leikkonu sem er alvöru nútímakona og passi einstaklega vel í þetta mikilvæga hlutverk á vegum fyrirtækisins. Mila Kunis er þar með komin hóp fleiri leikkvenna sem unnið hafa fyrir Dior svo sem Natalie Portman, sem lék ásamt Milu í stórmyndinni Black Swan, en hún er andlit- og talsmaður ilmsins Miss Dior sem kom út á síðasta ári

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.