Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 70
 Kitty Von-Sometime Í náðinni hjá GeorGe Clooney Listakonan Kitty Von-Some- time hefur getið séð gott orð fyrir gjörninga og uppákomur undir merkjum The Weird Girls Project. Skóframleið- andinn Converse styrkir hana til þess að ferðast um Kína og breyta bældum kínverskum konum í skrýtnar stelpur. Þá býðst henni einnig lista- mannsdvöl í Sjanghæ í lok árs en sjálfur George Clooney á sæti í stjórn setursins því sem býður hana velkomna. Leysir kínverskar konur úr læðingi É g var bara að frétta það á þriðjudaginn að ég hef fengið inni á þessum stað í Sjanghæ og er alveg rosalega spennt, “ segir Kitty og ekki skyggir á gleðina að hafa hlotið náð fyrir augum sjarmatrölls- ins og stórstjörnunnar George Clooney. Kitty segist í augna- blikinu vera mjög upp með sér og að móður sinni þyki mikið til þess koma að sjálfur Clooney hafi þarna komið að málum. „Þannig að nú er komið á dag- inn að ég fer tvisvar til Kína á þessu ári. Fyrst með Weird Girls Porject í mars og síðan til lengri dvalar í þrjá til sex mánuði í lok árs.“ Hinn goðsagnarkenndi skó- framleiðandi Converse styrkir Kitty til verkefnisins og vill þannig stuðla að því að fólk slíti af sér persónulega fjötra og leyfi sér að blómstra en slíkt telst til nýmæla í Kína. Kitty ætlar að taka upp fimm Weird Girls-myndbönd á jafnmörgum stöðum í Kína og fá konur á hverjum stað fyrir sig til liðs við sig. „Ég fæ að velja staðina alveg sjálf og þeir mega vera hvar sem er í landinu sem er vægast sagt mjög spennandi og í raun ótrúlega magnað. Þessi hugmynd að fá kín- verskar konur til að sleppa fram af sér beislinu er þeim mjög fram- andi þannig að þetta er heilmikil áskorun. Ég fór til Kína í nóvem- ber og gerði eina æfingu til að sjá hvernig þetta gengi. Konurnar standa bara kyrrar og gera ekki neitt nema þeim sé beinlínis sagt að gera það. Menningarsagan og uppeldi þeirra er bara þannig. Þær sögðu mér að kínverskt máltæki segði að það tré sem vex hæst sé höggvið fyrst og þess vegna eru þær ekkert að trana sér fram eða vekja á sér óþarfa athygli. Þær vilja ekki vera áberandi þannig að þetta er mjög áhugavert.“ Grunnurinn í Weird Girls Project er viðbragð við hinu óþekkta og óvænta þannig að þær konur sem Kitty vinnur með vita aldrei hverju þær mega eiga von á þegar Kitty boðar þær í tökur þannig að þær kínversku fá heldur betur að slíta af sér fjötrana þegar Kitty lætur þær bregða á leik. Hvað l istamannsdvöl ina í Sjanghæ varðar segir Kitty að þar sé um „fáránlega flott dæmi“ að ræða. „Ég á eftir að ræða við þá um hvernig þetta verður með tveggja ára barnið mitt. Venjulega fylgja engir fjölskyldumeðlimir með listafólkinu sem dvelur þarna en ég er búin að gera þeim grein fyrir að ég geti ekki farið frá henni í marga mánuði. Og þar sem þeir vilja fá mig í það minnsta í þrjá mán- uði ætlum við að reyna að finna ein- hverja lausn.“ toti@frettatiminn.is Kitty Von-Sometime heldur til Kína í boði Converse í mars þar sem hún ætlar að hrista upp í rótgrónu feðraveldinu og leyfa kínverskum konum að njóta sín. Mynd/Hari George Clooney virðist kunna að meta verk Kittyar þar sem hann situr í stjórninni sem býður hana velkomna til Sjanghæ til listamannsdvalar í borginni. Þessi hug- mynd að fá kínverskar konur til að sleppa fram af sér beislinu er þeim mjög framandi. Talnaspeki Benedikts á flug Talnaspekingurinn, rithöfundurinn og sundgarpurinn Benedikt Le- Fleur er á fleygiferð þessa dagana. Benedikt fór mikinn í sunnudags- þætti Sirrýjar á Rás 2 um síðustu helgi og greindi þar fólk í beinni útsendingu við stormandi lukku. Og frammistaða Benedikts vakti athygli því fjöldi innskráðra á alþjóðlega talnaspekisíðu sem hann heldur úti fjórfaldaðist eftir þáttinn; fór úr 150 upp í 600 manns sem létu greina sig á síðunni. Rússnesk ullarstígvél komu sterk inn Á meðan að flestir þóttust góðir með að komast heim til sín í færðinni sem var síðdegis á þriðjudaginn komu margir af sjóuðustu ferðaþjónustuað- ilum landsins saman í kokteilboði í Listasafni Reykjavíkur. Einn þeirra sem átti í litlum vandræðum með að vaða skaflana í miðborginni var Kjartan Guðbergsson, betur þekktur undir nafninu Daddi diskó, en hann mætti í forláta brúnum ullarstígvélum. Stígvélin vöktu athygli í listasafninu enda höfðu fáir séð slíkan fótabúnað fyrr. Að sögn Dadda er um að ræða hátísku-stígvél frá Moskvu sem byggja á aldagamalli rússneskri aðferð þar sem ullin er þæfð og blönduð með sterkri sýru svo skóbúnaðurinn haldi fótum eigandans hlýjum í hvaða færð sem er. Það mun vera haft á orði meðal Moskvu-búa að ullarstígvélin hafi riðið baggamuninn í stríði Rússa við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem herir Hitlers urðu illa úti í rússneska vetrinum. Stígvélin koma í góðar þarfir nú á Íslandi í því mikla vetrarveðri sem verið hefur undanfarið og Frímann Gunnarsson, sá mikli menningarviti, var eins og sjá má yfir sig hrifinn af stígvélum Dadda. V inirnir og vertarnir á Öl-stofunni, sem einmitt er við þá er kennd; Kormákur og Skjöldur, héldu í óvissuferð í boði unnusta sinna á fimmtudag- inn í síðustu viku og sneru aftur kvæntir menn. Eitthvað sem kom eiginlega öllum sem í ferðinni voru jafn mikið á óvart. „Þetta var óvissuferð sem við vorum í og skipuleggjendur óvissuferðarinnar enduðu á því að giftast okkur,“ segir Kormákur. „Það var bara tekin ákvörðun klukkan hálf þrjú á fimmtudags- nóttu og síðan þegar við vöknuð- um í kringum hádegið var byrjað að hringja út og við fundum prest í hreppnum sem við þekktum,“ segir Kormákur og bætir því við að séra Sveinn Valgeirsson hafi reynst einstaklega bóngóður og þótt verkið mjög ánægjulegt. „Hann hitti okkur á Eyrarbakka, þar sem hann er prestur, og gifti okkur í Eyrarbakkakirkju.“ Kormákur segir að brúðkaup hafi verið rætt í hópnum um árabil en augnablikið var svo gripið á Hótel Rangá þangað sem Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, nú eiginkona Kormáks, og Ísold Grétars- dóttir buðu þeim. „Okkur leið bara eitthvað svo vel þarna og þessi umræða spannst um nóttina og við ákváðum að kýla á þetta.“ Félagarnir skiptust á að vera svaramenn hvor hjá öðrum og „við bara sáum um allt. Skjöldur var meðhjálpari líka, svaramaður og brúðgumi. Þetta var bara alveg stórkostlegt,“ segir Kormákur. Hann bætir því við að þótt þeir félagar séu nánir viðskiptafélagar og þau öll fjögur mikið vinafólk hafi þessi niðurstaða þó verið óvænt. „En þetta átti ótrúlega vel við þarna og við erum ótrúlega hamingjusamir.“ -þþ  KormáKur oG SKjöldur SamStiGa ölStofufÉlaGar Tvöfalt brúðkaup í óvissuferð Kormákur og Skjöldur skála í Bríó bjór Ölstofunnar. Hugmyndafræðin á bak við nafnið er sú að þeir sem eru bríó séu mjög afslappaðir og léttir á því. „Já, við vorum mjög bríó á því þarna. Það er óhætt að segja það,“ segir Kormákur. 70 dægurmál Helgin 13.-15. janúar 2012 la Bohème giacomo PUcciNi HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON HRÓLFUR SÆMUNDSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON MIÐASALA Í SÍMA 528 5050 OG Á HARPA.IS FRUMSÝNING 16. MARS KL. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.