Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Side 6

Fréttatíminn - 27.01.2012, Side 6
Ný Vestmannaeyjaferja 2015 Gert er ráð fyrir að nýr Herjólfur hefji sigl- ingar milli lands og Eyja í síðasta lagi árið 2015. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hefur, ásamt fulltrúum Vestmannaeyja- bæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar, farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn. Fjallað hefur verið um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sand- burðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem fram undan eru. Við fjármögnun verður litið til verkefnis- ins í heild, það er smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum, að því er fram kemur í tilkynningu innan- ríkisráðuneytisins. Ákveðið var á fundi aðila að halda áfram þar sem var staðar numið vegna efnahags- hrunsins haustið 2008 og hefja nú undirbúning að smíði nýrrar ferju. Fyrirhugaðar eru könn- unarviðræður milli fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, lífeyrissjóða og ráðu- neytis um að stofna félag um verkefnið. Farþegum með Herjólfi fjölgaði frá 127 þúsundum árið 2009 í rúmlega 270 þúsund í fyrra þrátt fyrir tafir við siglingar í Landeyjahöfn. Einsýnt þykir að siglingar í þá höfn verði verulegum takmörk- unum háðar meðan siglt er á núverandi Herjólfi. Mikil- vægt þykir því að hönnun nýrrar ferju taki mið af þeim aðstæðum sem ríkja í og við Landeyjahöfn. - jh V ið áætlum að á bilinu 150 til 200 þúsund manns hafi heimsótt garðinn frá því að hann var opnaður fyrir átta vikum,“ segir Eyþór Guðjónsson sem rekur Skemmtigarðinn í Smáralind ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Eyþór segir að fyrstu vikurnar hafi slíkar raðir myndast að fólk hafi þurft frá að hverfa og þar með ljóst að íslenskar fjölskyldur hafi tekið garðinum opnum örmum. „Við höfum fundið fyrir því að það var vöntun á stað þar sem öll fjölskyldan gæti haft eitthvað fyrir stafni. Við erum með afþreyingu fyrir alla, unga sem aldna og allt þar á milli,“ segir Eyþór og bætir við að vinsælasta tækið sé sjövíddarbíóið sem höfði til allra aldurshópa. Eyþór segir það hjálpa garðinum að vera stað- settur í Smáralindinni. „Þetta er vel staðsett hús og ekki hægt að segja annað en að gamli Vetrar- garðurinn hafi smollið eins og flís við rass við þessa starfsemi. Það hjálpar líka að það eru góðir aðilar í kringum garðinn en síðan virðumst við hafa hitt á réttu tækin. Við tókum flest af því sem hefur reynst best erlendis. Þetta er þróun nútímans að blanda skemmtun saman við verslun og það sem gert er í dag þegar verslunarmiðstöðvar eru teiknaðar,“ segir Eyþór sem var einmitt staddur á skemmti- garðasýningu í London þegar Fréttatíminn náði til af honum. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir í samtali við Fréttatímann, að ánægja sé innan Smáralindar með Skemmtigarðinn sem hefur glætt verslunarmiðstöðina miklu lífi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Við höfum fundið fyrir því að það var vöntun á stað þar sem öll fjöl- skyldan gæti haft eitthvað fyrir stafni  Skemmtun Smáralind Hátt í 200 þúsund í Skemmtigarðinum Forsprakkinn segir íslenskar fjölskyldur hafa tekið garðinum opnum örmum frá opnun. Eyþór og Ingibjörg með hinn tvö þúsund fermetra skemmtigarð í baksýn. TIGER ER MÆTTUR! www.skjargolf.is / 595-6000 Helgin 27.-29. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.